Vísbending


Vísbending - 20.06.1997, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.06.1997, Blaðsíða 1
Qisbending rit um viðskipti og efnahagsmál 20. júní1997 24. tbl. 15. árg. M Mennt og máttleysi 'enntamál hafa brunnið mjög á okkur íslendingum á síðustu .mánuðum.Niðurstöðuralþjóð- legra rannsókna sýna að geta íslenskra námsmanna í raungreinum er lakari en víðast hvar og einnig hafa orðið veruleg- ar breytingar á skólakerfinu við tilfærslu grunnskóla frá rfki til sveitarfélaga. í skýrslu OECD um Island er sérkatti um menntamál. Þar er velt upp mörgum at- riðum sem eru umhugsunarverð þegar fjallað er um þessi mál. Greinilegt sam- band er á milli útgjalda til menntamála á hvern nemanda og meðal landsfram- leiðslu á hvern íbúa. Þetta samband er sterkt eins og sést á myndum 1 til 3. Það er hins vegar umhugsunarefni að útgjöld íslendinga eru mun lægri en annarra þjóða. Þetta er því óskiljanlegra^ þegar tillit er tekið til þess að útgjöld Islend- ingatil varnarmálaeru engin, en hjáöðr- um þjóðum innan OECD eru þessi útgjöld oftast á bilinu 1 -3% af landsframleiðslu. Á móti má benda á að samkvæmt gögnum OECD er skattbyrði Islendinga í lægri kantinum sem hlutfall af landsfram- leiðslu. Sérkenni Islendinga Sérkenni okkar er íslenskt mál. Ljóst er að kostnaður við fræðslumál er hærri vegna þess að útbúa þarf kennslu- bækur og námsefni sérstaklega á íslensku. Þetta á þó aðallega við á grunnskólastigi því að í lramhaldsskólum og háskóium eru námsbækur í ýmsum greinum á er- lendum tungumálum. Annað sérkenni okkar er mannfæðin og því næst ekki fram sú hagkvæmni sem sum önnur lönd ná við skipulagningu skólastarfs og gerð námsefnis. En mannfæðin er líka kostur því að hún leiðir m.a. til þess að bekkir eru fámennari. Lítil bein þátttaka nem- enda í greiðslu kostnaðar við rekstur skólakerfisins telst einnig til sérkenna. Enn eitt sérkennið er það hversu stutt skólaárið er hér á landi. Það hefur einnig vakið athygli hve lágt hlutfall ungs fólks velur að fara í iðnnám, sérstaklega þegar horft er til þess að heildartekjur iðnaðar- manna eru að meðaltali hærri en heildar- tekjur langskólagenginna manna endaer vinnutími iðnaðarmanna sé yfirleitt mun lengri. Laun kennara hafa einnig verið lægri hér á landi en í flestum löndum OECD en minni kennsluskyldaog styttra skólaár eru þó talin skýra mismuninn að einhverju leyti. Islendingar hafa þó lyft grettistaki í menntamálum á þessari öld því að búið er að byggja upp menntakerfi sem nær frá forskóla og allt til háskóla, auk þess sem fagleg menntun er síst lakari en erlendis. Þetta hefur gerst á mun skemmri tíma hérlendis en víðast hvar erlendis því háskólar á meginlandi Evrópu eiga sér yfirleitt nokkur hundruð ára sögu og iðnnám hefur verið stundað um aldir víðast hvar. Ofmat? Lengi vel stóðu Islendingaríþeirri trú að menntun hérlendis væri sambæri- leg eða jafnvel fremri því sem gerist í þeim löndum sem við berum okkur gjarn- an saman við. Þessi trú byggðist meðal annars á því að íslenskir námsmenn sem farið hafa í framhaldsnám erlendis hafa gjarnan staðið sig vel, auk þess sem ís- lendingar sem menntaðir hafa verið hér- lendis hafa staðið sig vel í störfum er- lendis. Þessi trú styrktist einnig eftir að birtar voru niðurstöður í samanburðar- rannsókn álestrargetu nemendaí ýmsum löndum árið 1991. Þar komu íslenskir nemendur vel út og voru meðal þeirra sem best stóðu sig. Niðurstöður úr svo- köIluðuTIMSS-prófi (e.'.Third Internat- ional Mathematics and Science Study) nú í haust ollu hins vegar miklu hugar- angri. Þar kom í ljós að geta íslenskra nema var með þ ví slakasta sem kom fram í rannsókninni. Ymsum skýringum hefur verið varpað fram. Meðal annars hefur verið bent á að útgjöld til menntamála hér á landi eru ekki sambærileg við það sem vera ætti samkvæmt þeim þjóðar- tekjum sem hvert mannsbarn hérlendis aflar. Þetta má sjá á myndum 1 til 3. Það hefur hi ns vegar ekki verið sýnt fram á að samband sé á mil li árangurs á þessu prófi og þeirra fjármuna sent lagðir eru í menntamál íþeim löndum sem þátt tóku Framhald á síðu 2 Mynd 1. Kostnaður í grunnskóla ($ á hvern nema / VLF $ á hvern mann) 7000 r = 0.81 6000 - Mynd 2. Kostnaður í framh.skóla ($ á hvern nema / VLF $ á hvern mann) 8000 r = 0.86 Mynd 3. Kostnaður í háskóla ($ á hvern nema / VLF $ á hvern mann) 1 18000 r = 0.69 16000 ■ 14000 ■ 12000 ■ 10000 8000 6000 ■ ■ Island 4000 1 onnn ■ 2Tooo 10000 15000 20000 25000 30000 1 Menntamálin hafa verið til umræðu að undanförnu eftir að kynntar voru niður- stöður alþjóðlegs sarnan- 2 burðar á getu framhalds- og grunnskólanema víða um heim. Skipta peningar þarna rnáli? 3 Eitt mikilvægasta verkefni stjórnenda er að skilgreina stefnu fyrirtækis. Sú vinna krefst mikillar yfirlegu. 4 Danir hafa efasemdir um lagalegt gildi Maastricht- sáttmálans og það kann að tefla honum í tvísýnu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.