Vísbending


Vísbending - 04.07.1997, Blaðsíða 3

Vísbending - 04.07.1997, Blaðsíða 3
ISBENDING Stjórnun Er eitthvað þarna úti? Pittafþvísemstjórnendurfyrirtækja eru sífellt að gera, meðvitað eða ^ómeðvitað, er að greina og meta það hvort einhverjir þættir í umhverfinu hafi áhrif á rekstur fyrirtækisins. Flestir gera þetta ómeðvitað og óskipulega en hægt er að beita ákveðinni aðferðarfræði og skoða þessa þætti kerfrsbundið. Það er mismunandi eftir tegund rekstrar hvernig hægt er að afla gagna og vinna úr þeim en í flestum tilvikum þurfa stjórn- endur að koma sér upp ákveðnu grunn- gögnum og byggja síðan ofan á þau. Umhverfisþættir Félagslegir og hagrœnir þœttir > Hagkerfið > Fólksfjölgun > Landfræðilegir þættir > Félagslegir þættir Tœknilegir þœttir Birgjar > Framboð og kostnaður hráefnis > Framboð og kostnaður orku > Framboð og kostnaður fjáramagns > Framboð og kostnaður vinnuafls Keppinautar > Aðgangur og fráhvarf aðalkeppinauta > Framboð sambærilegrar vöru/þjónustu > Breytingar hjá keppinautum Stjórnvöld > Lagalegir þættir > Skattar > Samkeppnisyfirvöld > Viðskipli við opinbera aðila Tilgangurinn Tilgangurinn meðumhverfisgreiningu er tvenns konar, að greina þá um- hverfisþætti sem geta haft áhrif á rekstur fyrirtækisins og að fylgjast með breyt- ingum í umhverfinu til þess að geta brugð- ist við þeim á viðeigandi hátt. Fara þarf kerfisbundið yfir öll þau svið sem snerta reksturinn, safna þarf gögnum um þau atriði sem kunna að hafa áhrif á hann og síðan þarf að greina hver þau kunna að verða. Að þ ví loknu er hægt að meta h vort umhverfisþættir gefa fyrirtækinu tæki- færi eða hvort þeir tákna ógnanir sem bregðast þarf við. Erfiðast er yfirleitt að sjá fyrir meginbreytingar í umhverfinu. Sem dæmi urn umhverfisþætti sem hafa breyst eða munu breytast er stöðugleiki verðlags sem hér hefur verið síðustu ár. Fyrir fimm eða sex árum áttu fæstir von á þessum stöðugleika og því hafa mörg fyrirtæki þurft að breyta starfsemi sinni með tilliti til nýs raunveruleika. Búast má við að eldri borgurum þessa lands eigi eftir að fjölga verulega. Þar skapast tækifæri vegna þess að þetta fólk mun hafa meiri frítíma og fé en þeir sem yngri eru. Líklegt er einnig að meiri þörf verði fyrir þjónustu í heilsugeiranum. Upplýsingauppsprettur Það sem mörgum reynist örðugast við mat á áhrifum umhverfisþáttanna er að nálgast heppilegar upplýsingaupp- sprettur og síðan það að halda sér stöðugt við efnið. Aðgengilegustu uppspretturnar eru fjölmiðlar, svo sem sjónvarp, útvarp, dagblöð og tímarit, sem sjá öllum fyrir endalausum straumi upplýsinga. Til við- bótar þessu bætist Internetið, þótt skipu- leg notkun þess krefjist mikils undirbún- ings. Vandinn við alla þessa miðla er að greina kjarnann frá hisminu. Sumir fjöl- miðlar eru betri en aðrir í þeim skilningi að þeir fjalla um tiltekin svið á hnitmið- aðan hátt. Askrift að fagtímaritum getur t.d. verið mjög gagnleg. Einnig er hægt að afla mikilvægra upplýsinga með þátt- töku í ráðstefnum, lestri skýrslna og notk- un ráðgjafa. En mikilvægustu uppsprett- urnar eru yfirleitt fólk, samstarfsmenn, viðskiptavinir og samkeppnisaðilar. Hægt er að nálgast þetta fólk óformlega með almennu spjalli en einnig er hægt að gera skoðanakannanir. Líkan General Electric General Electric fyrirtækið í Banda- ríkjunum hel'ur í mörg ár þróað lfkan sem notað er til að greina og meta um- hverfisþætti. General Electric stundar mjög fjölbreytta starfsemi og því þarf að spá fyrir ólíkar rekstrareiningar. Hér á eftir fer einföld lýsing á aðferð þeira. At- hugið að orðið áhrifavaldar er notað um þætti sem geta haft mikil áhrif, ekki fólk. * Utbúa bakgrunn Metaþarf meginþætti í umhverf- inu fyrir mismunandi rekstr- areiningar, t.d. lífstfl, mannfjölda- þróun, ýmsahagrænaþætti, lagalega þætti og vísinda- og tæknilega þætti. þá er útbúið gróft líkan af umhverf- inu. Finna aðaláhrifavalda Greindir helstu straumar og stefn- ur og reynt að meta hvað hefur valdið þeim. Settur er upp „hugar- flugshópur" sem spáir um framtíð- arstrauma. Skoða sögulega þróun áhrifavalda Skoðuð eru söguleg gögn og greindar eru ástæður fyrir breyt- ingum á straumum og stefnum. Hug- arflugshópurinn er notaður áfram til að spá fyrir um framtíðarþróun. Sannreyna framtíðaratburði Hugarflugshópurinn er látinn meta strauma og stefnur fortíð- arinnar, meta áhrif atburða sem lík- legir eru í framtíðinni, líkurnar á því að viðkomandi atburðir eigi sér stað og spá fyrir um framtíðargildi. Síðan eru gögnin skráð og þær forsendur sem menn hafa gefið sér bæði fyrir spám og framtíðargildum. Spá fyrir hvern álirifavald Notuð eru gröf og töflur ti I að meta líkleg framtíðargildi. Skrásetja mismunandi framtíðarsýnir Niðurstaðan úr umhverfisgrein- ingunni er yfirleitt margþætt. Stundum er hægt að setja fram nokkr- ar mismunandi framtíðarsýnir byggð ámismunandi forsendum. Oftereinn- ig hægt að spá fyrir urn líkurnar á því að einstakar framtíðarsýnir rætist. Til eru ýmsar aðferðir við umhverfis- greiningu en nauðsynlegt er að hafa það í huga að stjórnendur verða sífellt að vera á varðbergi fyrir hugsanlegum breyting- um. Stundum getur verið þörf á skjótum aðgerðum. Heimild: William F. Glueckog Lawrence R. Jauch, Business Policy and Strategic Management, McGraw-Hill 1984 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.