Vísbending


Vísbending - 11.07.1997, Blaðsíða 2

Vísbending - 11.07.1997, Blaðsíða 2
ISBENDING Góðir gestir Samkvæmt Gistiskýrslum Hagstofu íslands fjölgaði gistinóttum um 65% frá árinu 1986 til ársins 1996. Alls voru skráðar 1.348.500 gistinætur á síðasta ári. Tæplega 900 þúsund gisti- nætur voru á hótelum og gistiheimilum, rúmlega 300 þúsund á tjaldstæðum og í skálum og afgangurinn skiptist milli heimagistingar, sumar- og smáhúsa- hverfa, farfuglaheimila og svefnpoka- staða. A mynd 1 má sjá gistinætur flokk- aðareftirtegundumgistingarogþvíhvort gestir eru innlendir eða erlendir. Greini- legt er að íslendingar nýta sér tjaldsvæði og heimagististaði nokkurn veginn til jafns við útlendinga. Útlendingar nýta sér hins vegar farfuglaheimili í mun ríkari mæli. Svefnpokagisting og gisting í sum- ar- og smáhýsum virðist einnig höfða fremurtil íslendingaen útlendinga. Þarna geturþó skipt máli hvernig markaðssetn- ingu er háttað. í þessum tölum er ekki tekið tillit til sumarhúsa í eigu stéttar- félaga en þau voru talin vera 761 árið 1996. Að auki voru 275 sumarhús í eigu fyrirtækja sem ekki voru talin með íþess- ari könnun. Nýting herbergja á hótelum og gistiheimilum hefur þó heldur rninnk- að á þessum 11 árum sem gæti bent til offramboðs ellegar hins að nýting hafi verið óvenjulega mikil árið 1986. Mestar breytingar á Vesturlandi Eins og sjá má á rnynd 2 urðu mestar breytingar á framboði og nýtingu her- bergja á hótelum og gistiheimilum frá árinu 1994 til ársins 1996 á Vesturlandi. Framboð á herbergjum þar jókst úr 112 í 246 en nýtingin féll úr 33,1% í 25,3%. Varasamt getur verið að bera saman nýt- ingu á svona stuttu tímabili því að ekki er víst að gestir skili sér inn á ný eða end- urbætt hótel svo skömmu eftir að þau eru tekin í notkun. A Suðurnesjum og Aust- urlandi jókst hótelrými um rúmlega 30% og nýtingin um svipað hlutfall. Nýting hótelherbergja er þó að venju mest á höfuðborgarsvæðinu og á Suðurnesjum. Athyglisvert er hve nýting herbergja var góð á Austurlandi á síðasta ári, eða 48%. Þjóðverjar dvelja lengst hérlends Ef skoðaður er meðaldvalartími er- lendra ferðamanna sést að Þjóðverj- ar dvelja að meðaltali 7,4 nætur hér á landi. Frakkar dvelja 6,6 nætur og sviss- neskir ferðamenn dvelja að meðaltali 6,4 nætur hérlendis. Þjóðverjarnir dvelja þó Mynd 1. Gistinætur 1996 (þúsundir) •» r/ Islendingar # j Útlendingar Mynd 2. Breytingar á hótelum og gistiheimilum '94-'96 Breyting á framboði herbergja /////»y .VxT <y V° A° Tafla 1. Meöaldvalartími erlendra ferðamanna 1996 1994 1996 Breyting Alls 4,0 4,3 7,5% Danmörk 2,3 2,7 17,4% Svíþjóð 3,1 3,5 12,9% Noregur 3,3 3,1 -6,1% Finnland 3,5 3,9 11,4% Bretland 3,4 3,5 2,9% írland 2,4 Þýskaland 6,3 7,4 17,5% Holland 4,1 4,9 19,5% Belgía 4,1 Frakkland 7,1 6,6 -7,0% Sviss 6,6 6,4 -3,0% Austurríki 5,6 Ítalía 6.5 Spánn 6,2 Önnur Evrópulönd 5,3 6,8 28,3% Bandaríkin 1,5 1,8 20,0% Kanada 4,5 Japan 4,6 Önnur lönd 4,0 3,1 -22,5% aðallega utan hótela og gistiheimila því að meðaldvalartími þeirra þar var 1,86 næturárið 1996. Meðaldvalartími Frakka á hótelum var 1,48 nætur og svissneskir ferðamenn dvöldu að meðaltali 2,12 nætur á hótelum og gistiheimilum. Notk- un tj aldsvæða er hlutfall slega mest meðal Austurríkisbúa og Hollendinga, eða 35% og 32%. Þjóðverjar eyddu 22% gistinátta á tjaldsvæðum og Frakkar um 27%. Sumir halda sig í þétt- býlinu, aðrir ekki Finnar, írar og Kanadamenn hafa nokkra sérstöðu því að yfir 80% af gistinóttum þeirra eru í Reykjavík og á Suðurnesjum. Utan höfuðborgarsvæðis- ins eru Norðurlandeystra, Austurland og Suðurland algengustu staðir þar sem Evrópubúar eyða sínum nóttum. T.d. dvöldu Svisslendingar 21,4% af veru sinni á hótelum á Norðurlandi eystra og um 1 l%áAustur-ogSuðurlandi.Frakkar dvöldu á Norðurlandi eystra í 18,5% nótta sinna og 16,5% og 16,2% á Austur- og Suðurlandi. Þjóðverjar voru í 18,6% tii- vika á Norðurlandi eystra, 11.6% á Aust- urlandi og 16,4% á Suðurlandi. Hugsan- legt er að tækifæri kunna að leynast á Vesturlandi, Vestfjörðum og Norðurlandi vestra til að ná til ferðamanna sem þegar hafa komið til landsins en hafa annað- hvort sleppt eða farið hraðferð um þessa landshluta. ✓ Islendingar ferðast líka innanlands Ferðalög Islendinga um eigið land eru ekki síður ntikilvæg fyrir þjónustu hérlendis. Um 16% þeirra íslendinga sem keyptu sér gistingu dvöldu á höfuðborg- arsvæðinu sl. ár og þarf vart að taka fram að þetta á einungis við um þá sent nýttu sér einhvern þeirra gistimöguleika sent raktri eru í upphafi greinarinnar. Úm 20% gistu á Norðurlandi eystra og álíka fjöldi á Suðurlandi. Um 13% gistu á Austur- landi. Tæplega tveir af hverjum þremur Islendingum sem keyptu sér gistingu á hótelum eða gistiheimilum og tæplega 20% gistu á tjaldstæðum. Meðaldvalar- tími íslenskra gesta á hótelum og gisti- heimilum var 1,6 nætur. Þeir sem dvöldu íReykjavík voru þarað meðaltali 2,1 nótl en þeir sem dvöldust á Suðurnesjum dvöldu þar að meðaltali 1,2 nætur. Heimild: Gistiskýrslur 1996, Hagstofa íslands 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.