Vísbending


Vísbending - 25.07.1997, Blaðsíða 1

Vísbending - 25.07.1997, Blaðsíða 1
Qisbending rit um viðskipti og efnahagsmál Gengisstefna og evró 25. júlí 1997 29. tbl. 15. árg. Skýrsla Seðlabanka tslands um Ejna- hags- og myntbandálag Evrópu - EMU fjallar meðal annars um þá val- kosti sem íslensk stjórnvöld eiga þegar kemuraðþvf að hin nýja mynt, evró, verður sett í umferð. Mikil óvissa ríkir um mörg atriði sem snúa að nýju myntinni þannig að allar ákvarðanir eru ótímabærar. Meðal stærstu óvissuþáttanna er hve mörg ríki verða með frá upphafi. Fyrirhugað er að hleypa evróinu af stokkunum 1. janúar 1999.Nokkurtími munlíðaunsáhrifaþess fer að gætaog í ljós kemur Itvort það verður sterkt eða veikt gagnvart öðrum ráðandi myntum, sérstaklega Bandaríkjadal. Afsal á gengisstýringu Stjómvöld þeirra ESB landa sem taka evró upp munu fela Seðlabanka Evrópu stjóm gengismála og láta þannig af hendi eitt af öflugustu tækjum sínum til sveiflujöfnunar. Seðlabankinn mun verða óháður stjórnvöldum og bankastjórum aðildarlandanna verður beinlínis bannað að ganga erinda stjórna í sínu heimalandi. Þetta afsal krefst þess af ríkisstjórnum að þær nái sterkum tökum á ríkisfjármálum en mistakist það getur það haft mikla erfiðleika í för með sér. Eftir að gengisstýring hverfur í einstökum löndum verða breytingar á launum nánast eina tækið sem stjórn völd hafa til að takaá sínum innri málum. Ákveðin hætta er á því að innbyrðis togstreita vegna mismunandi að- stæðna í löndum innan my ntsvæðisins geti grafið undan styrk evrósins. Jákvæðu hlið- arnar eru þær að vextir í flestum landanna munu væntanlega lækka og innri mark- aðurinn styrkjast verulega. Flest landanna munu sennilega njóta áhrifanna af styrk þýska marksins, þó ólíklegt sé að einungis verði tekið tillit til þröngra hagsntuna Þýskalands þegar kemur að aðgerðum til að styrkja eða veikja gengið. Island getur ekki gengið í myntbandalagið að óbreyttu með einhliða ákvörðun. Osennilegt er í ljósi sögunnar að íslensk yfirvöld séu tilbúintilaðafsalasérforræðiyfirgenginu. Óvíst um stofnlönd Ttfla 1 sýnirstöðu ríkja ESB gagnvart skilyrðum Maastricht-sáttmálans um Tafla 1. Maastrict-skilyrðin og staða einstakra ríkja við að uppfylla þau. Heimild: Sérrit Seðlabanka Islands nr. 2 Verðbólga Jöi'nuður Skuldir Langtímavextir Spá Spá Frávik Spá Frávik 19.3.97 Frávik 1997 1997 1997 Viðmiðun 3,1 -3,0 - 60 - 8,5 - Belgía 2,4 -2,9 0,1 127.1 67, 6,0 -2,5 Danmörk 2,4 -0,1 2,9 67,3 7,3 6,7 -1,8 Þýskaland 1,9 -3.3 -0,3 61.5 1,5 5,9 -2,6 Grikkland 6,9 -5.1 -2,1 107.7 47,7 10.5 2,0 Spánn 2,8 -3.2 -0,2 68.6 8,6 7,2 -1,3 Frakkland 1,5 -3.4 -0,4 57,9 -2,1 5,8 -2,7 Irland 2,2 -1,6 1,4 72.3 12,3 7,0 -1,5 ftalía 2,7 -4.0 -1,0 12.3.0 63,0 7,8 -0,7 Lúxemborg 2,0 -0,1 2,9 5,7 -54,3 Holland 2,6 -2,0 1,0 75.7 15,7 5,8 -2,7 Austurríki 1,9 -3,0 0,0 71.1 11,1 5,8 -2,7 Portúgal 2,7 -2,9 0,1 69,6 9,6 7,1 -1,4 Finnland 1,3 -1,9 1,1 58,7 -1,3 6,2 -2,3 Svíþjóð 2,3 -1,7 1,3 76.0 16,0 7,4 -1,1 Bretland 2,5 •3.1 -0,1 49,4 -10,6 7,6 -0,9 ESB 2,3 -3,2 -0,2 73,3 13,3 6,6 -1,9 Island 3,1 -0,8 2,2 53,5 -6,5 2J. 1,3 Skilyrði Maastricht sáttmálans eru í stórum dráttum />au að verðhólga sé ekki yfir 1,5% frá meðaltali þriggja lœgstu aðildarríkja ESB, jöfnuður liins opinbera sé undir 3% af VLF, skuldir hins opinbera séu undir 60% af VLF og munur á langtímavöxtum sé ekki yfir 2% frá meðaltali þeirra þriggja ríkja sem lœgsta hafa verðbólgu. Fleiri skilyrði eru sett en ekki eru sett fram talnaleg markmið. Einnig er horft á fieiri þœtti, t.d. er litið til þess hvort skuldir hins opinbera hafi farið lcekkandi, þótt 60% viðmiðunarmörkum hafi ekki verið náð. inngöngu í myntbandalagið. Samkvæmt töflunni er það einungis Lúxemborg sem nær að uppfylla skilyrðin en nokkur ríki eru nálægt því, sérstaklega þegar haft er í huga að ekki eru öll ákvæðin jafnstíf, t.d. skilyrðið um skuldir hins opinbera. Mikil keppni hefur verið í gangi síðustu mánuði og t.d. virðist tvfsýnt um að Þýskaland nái markmiðunum um jöfnuð hins opinbera án einhverra bókhalds- brellna. Flestir telja þó að án Þýskalands sé vart hægt að fara af stað með myntbandalagið. Meira að segja á Ítalíu, sem samkvæmt töflunni ætti ekki að eiga möguleika á þátttöku í upphafi, gera stjórnvöld sér vonir um að ná inn í fyrsta hópinn. Það verður sennilega í apríl á næsta ári sem úrskurðað verður hvaða rfki teljast hafa náð markmiðunum. Ef notuð verða þröng viðmið er búist við að Þýskaland, Frakkland. Holland, Belgía, Lúxemborg, Austurríki, Finnland og Ir- land verði í fyrsta hópnum en víðari skil- greining myndi taka til Bretlands, Dan- merkur, Grikklands, Italíu, Portúgals, Spánarog Svíþjóðar. Samkvæmt ákvæð- um Maastricht-sáttmálans geta Danir og Bretar kosið að standa utan myntsam- runans og Svíar telja að sá möguleiki eigi einnig við um þá. s Ahrif evrós á íslenskt efnahagslíf Mjög erfitt er að segja til um það hver áhrif myntbandalagsins verða á ís- lenskt efnahagslíf. Of mörg óvissuatriði varðandi aðildarlönd þess, framkvæmd- ina og notkun myntarinnar kemur í veg fyrir að hægt sé að sláfram fullyrðingum í þessu efni. Tæplega 28% af utanrík- isviðskiptum Islendinga eru við þjóðir sem mesta möguleika eiga á aðild en um 64% ef bætt cr við þeim þjóðum sem koma Framhald ú síðu 2 1 SkýrslaSéðlabankaíslands um Efnahags- og mynt- bandalag Evrópu - EMU varpar ljósi á þá þróun sem 2 orðið hefur í Evrópu síðustu misseri og þá valkosti sem Islendingar standa frammi fyrir á næstunni. 3 Samkeppnisyfirburðir á einh verjum sviðum eru lyk- ill að velgengni fyrirtækja. Þá þarf að greina og meta. 4 Hlutabréfamarkaðir víða urn heim hafa verið vaxandi undanfarin ár. Er komið að hruninu mikla?

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.