Vísbending


Vísbending - 25.07.1997, Blaðsíða 3

Vísbending - 25.07.1997, Blaðsíða 3
ISBENDING Stjórnun Greining samkeppnisyfirburða I ['verju fyrirtæki er nauðsynlegt að líta í eigin barm öðru hvoru. LTilgangurinn meðþvíeraðathuga hvort fyrirtækið sé á réttri leið og hvernig staða mála sé. Með hlutlausri skoðun er einnig hægt að koma auga á vankanta og hnökra sem síðan er hægt að laga. Fara þarfyfiröll helstu sviðrekstrarinsog meta af raunsæi hvort einstakir þættir innan þeirra teljist sterkir eða veikir. Þótt fjár- hagslegur styrkleiki stórs fyrirtækis sé yfirleitt nreiri en lítils getur það Iitla hafl yfirburði vegna þess að það er sneggra að bregðast við þörfurn markaðarins. Þegar greiningu einstakra þátta er lokið er litið á hvert svið fyrir sig og rnetið hvort það teljist sterkt eða veikt. Þá er loks kominn grundvöllur til þess að ákveða hvernig meðhöndla eigi einstök svið eða þætti innan þeirra. Grunn- greiningunni er skipt í fimm aðalsvið: I. Markaðs- og dreifingarmál. II. Rannsóknir, vöruþróun og verkfræði- þekkingu. III. Framleiðslu og stýringu. IV. Fyrirtækið og starfsfólkið. V. Fjármál og reikningshald. Reynt er að gefa hverjum þætti innan þessarasviðaeinkunn.Ofteraðeinsgefið +, - eða 0, þar sem plús jafngildir styrk, mínus veikleika og 0 þýðir að við- komandi þáttur teljist hvorugt. Þegar aðalsviðunum er gefin einkunn er reynt að meta mikilvægi einstakra þátta á rekstur fyrirtækisins og unnið út fráþeim. Einnig er reynt að koma auga á mun sem getur verið milli áætlaðrar frammistöðu og raunverulegrar. Markaðs- og dreifingarmál Skoða þarf hvort fyrirtækið hefur yfirburði fram yfirkeppinautaáþess- um sviðum. Hafi fyrirtækið sterka stöðu getur það haft forskot á keppinauta þegar kemurað kynningu á nýrri vöru eða þjón- ustu. Styrkur í markaðs- og dreifing- armálum getur verið mjög mismunandi eftir fyrirtækjum t.d. getur sterk staða valdið því að fyrir- tæki kemst upp með hærri verðlagningu en keppinaut- arnir. Stjórnendur verða stöðugt að vera á verði fyrir því að minni aðili vinni ekki á með því að bjóða ódýrari og jafnvel betri vöru eða þjónustu. Markaðs- og dreifingarmál Samkeppnisumhverfi og markaðshlutdeild. 1 hvaða mæli hefur fyrirtækið sterka markaðshlut- deild á heildarmarkaði eða helstu undirmörkuðum? Hæfni og geta í markaðsrannsóknum Blanda vöru og þjónustu, gæði Þjónusta við vöru og þjónustu. Hversu víðtæk er þjónustan við vöru eða þjónustulínu? Hve gömul er vara eða þjónusta? Styrkur nýrrar vöru og þjónustu Einkaleyfisvernd (eða jafngildi) Jákvæð viðhorf viðskiptavina til fyrirtækisins og vöru eða þjónustu þess Viðeigandi untbúðir vöru eða þjónustu og arðbær framsetning Viðeigandi verðlagning á vöru og þjónustu 10. Skilvirkt og viðeigandi sölufólk, sterk tengsl við lykilviðskiptavini. Hversu viðkvæmt er fyrirtækið fyrir því að viðskiptum sé beint til fárra viðskiptavina? 11. Viðeigandi auglýsingar. Hefur ímynd vörunnar náð til viðskiptavina? 12. Viðeigandi og skilvirk markaðssetning og önnur kynning en beinar auglýsingar 13. Skilvirk og viðeigandi eftirsöluþjónusta 14. Skilvirkar og viðeigandi dreifileiðir og útbreiðsla 11. Rannsóknir, vöruþróun og verkfræðiþekking 1. Geta til grunndvallarrannsókna innan fyrirtækisins 2. Hæfni til að þróa vöru 3. Gæði vöruhönnunar 4. Gæði í hönnun verkferla og endurbóta 5. Yfirburðir í hönnun umbúða 6. Endurbætur á nolkun eldri eða nýrra hráetna 7. Hæfi til að mæta hönnunarmarkmiðum og þörfum viðskiptavinarins 8. Vel útbúnar rannsóknarstofur og prófunarstofur 9. Þjálfaðir og reyndir lækni- og vísindamenn 10. Vinnuutnhverrt sem hvetur til sköpunar og uppfmnga 1 I. Stjórnendur sem geta útskýrt markmið fyrir rannsóknarfólki og komið niðurstöðum rannsókna til æðstu stjórnenda 12. Hæfni rekstrareiningar tii að spá fyrir um tækniframfarir Rannsóknir og vöruþróun Almennt mikilvægi rannsókna og vöruþróunar (R&V) hefur verið að renna upp fyrir mönnum á síðustu árum. Ekki erþarmeð sagtaðöll fyrirtæki þurfi að vera með tilraunastofu innandyra en í síbreytilegum heinti skipta nýjungar og vöruþróun meginntáli. Tvær megin- ástæður liggja að baki þessari starfsemi. 1) R&V geturleitttil þróunaránýrri vöru eða opnað nýja markaði. 2) R&V gæti stuðlað að endurbótum á eldri vöru eða framleiðsluháttum sem gæfu fyrirtækinu yfirburði, t.d. í framleiðslukostnaði. Sem dæmi um mikilvægi þessaþáttarmánefnaaðfram- leiðslufyrirtæki eins og Marel hf. ver 10% af tekjum sínurn í rannsóknar- og þróun- arvinnu. Ef þessum fjármununt væri ekki varið í slíka vinnu væri hagnaður fyrir- tækisins hærri sem því næmi en ætla ntá að það yrði því skammgóður verntir. Þetta skilja stjórnendur fyrirtækisins og því verja þeir þeiin fjármunum sem þeir telja að skili arði til fyrirtækisins þegar fram líða stundir. Framhald í nœsta blaði Samanburður á ágengri stefnu í R&V og varnarstefnu Ágeng stefna Varnarstefna Vörur og framleiðsla: Athyglisverðar nýjar vörur Endurbætur á eldri vörum Hönnun vöru: Sveigjanleg og svarar kröfum Osveigjanleg og markmið um nýtni Magn: Minni áhersla á einingarkostnað Ahersla á magnframleiðslu Útfærsla: Nýjar deildir eða fyrirtæki Notast við skipulag fyrirtækisins Tímasetning: Horft til langs tíma Búist við áhrifum innan skamms Umhverfi: R&V notaðar til að ná breytingum R&V notaðar samkvæmt sem henta rannsóknum niðurstöðum áætlana 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.