Vísbending


Vísbending - 01.08.1997, Blaðsíða 3

Vísbending - 01.08.1997, Blaðsíða 3
V ISBENDING Stjórnun 10 Greining samkeppnisyfirburða II III. Framleiðsla og stýring 1. Lægri heildarkostnaður samanborið við heildarkostnað keppinautanna 2. Hæfni til að mæta þörfum markaðarins 3. Skilvirk og viðeigandi framleiðsluaðstaða 4. Kostnaður við hráefni og samsetningu undirhluta 5. Nægjanlegt magn hráefna og undirhluta 6. Skilvirk og viðeigandi tæki og vélar 7. Skrifstofur sem henta rekstrinum 8. Staðsetning verksmiðja og skrifstofa með tilliti til rekstrar 9. Skilvirkt og viðeigandi birgðakerfi 10. Skilvirkt og hentugt ferli við hönnun, stýringu og gæðastjórnun 11. Skilvirk viðhaldsstefna sem hæfir rekstri 12. Viðeigandi lóðrétt tenging (e.: vertical integralion) IV. Fyrirtækið og starfsfólkið 1. Imynd og virðuleiki fyrirtækis 2. Viðeigandi skipulag og andrúmsloft innan fyrirtækis 3. Stærð fyrirtækis með tilliti til geirans sem það starfar f (hindranir á aðgengi) 4. Stefnumótunarkerfi 5. Söguleg geta fyrirtækisins til að ná markmiðum. Hversu stöðug er hún? Hversu góð er hún miðað við svipuð fyrirtæki? 6. Áhrif meðal eftirlitsaðila og opinbeiTa aðila 7. Skilvirkt stuðningskerfi við starfsmenn 8. Skilvirk upplýsinga- og tölvukerfi 9. Gott starfsfólk 10. Jafnvægi í reynslu og getu æðstu stjórnenda. Er fólk innan fyrirtækisins sem getur tekið við? Vinna aðalstjórnendur vel saman? 11. Samskipti við verkalýðsfélög 12. Skilvirk og góð stefna í samskiptum við starfsfólk; starfsmat, starfsframi, þjálfun, þróun, laun og önnur kjör 13. Lágur kostnaður við starfsmenn (miðað við launakjör, veltu og fjarvistir) V. Fjármál og reikningshald 1. Fjárhagslegur styrkur og uppsprettur fjármagns 2. Lágur fjármagnskostnaður ínnan geirans og miðað við keppinauta vegna verðs á hlutabréfum eða arðgreiðslna 3. Viðeigandi fjárhagsleg uppbygging, sem gefur færi á sveigjanleika til að bæta við tjármagni eftir þörfum, vogun fjármagns 4. Góð samskipti við eigendur og hluthafa 5. Skattahagræði 6. Skilvirk og heppileg aðferö við gerð greiðsluáætlana og fjárhagsáætlana 7. Skilvirk bókhaldskerfi sem nýtast við mat á kostnaði, hagnaði. gerð áætlana og endurskoðun 8. Matsaðferðir vegna birgða Framhald frá síðasta hlaði Framleiðsla og stýring Framleiðslukostnaður er mjög mikil- vægur í öllum rekstri. Það í yrirtæki sem hefur lægsta framleiðslukostnaðinn í tiltekinni grein hefur yfirburði. Önnur fyrirtæki geta spjarað sig ef t.d. markaðs- mál eða gæðamál þeirra eru í betra horfi. Fyrirtæki í framleiðslu þurfa sífellt aðhuga að nýjungum f framleiðslutækni og hagræðingu framleiðsluferlisins ef þau eiga að ná árangri. Þarna þarf þó alltaf að velja og hafna og nauðsynlcgt er að hafa alltaf augunániðurstöðunum. Hverju skilarhver nýjung til rekstrarins? Starfsfólk og umfang Starfsfólk fyrirtækis eroft lykillinn að velgengni þess eða hruni. Þótt að- stæður utan fyrirtækja valdi stundum áföllum geta fyrirtækin oft unnið sig út úr þeim ef starfsfólk er samhent. Sjómendurflestrafyrirtækjaleggjamikið upp úr því að ráða til sín hæft starfsfólk. Þau gera sér grein fyrir því að slíkt kostar fé en þó er það ekki alltaf svo. Stundum getur ímynd fyrirtækis ráðið því að fólk velji að starfa þar, jafnvel þótt laun og kjör séu ekki endilega sent best. Stærð fyrirtækis innan atvinnugreinar ræður stundum miklu um starfsemina. Stórt bandarískt fyrirtæki hafði m.a. það markmið að vaxa um 15% á ári en komst að því nokkrum árum síðar að þetta markmið var ekki raunhæft því að til að ná því hefði fyrirtækið þurft að ráða 105% atvinnugreinarinnar í öllum heiminum. Fjármál og reikningshald Hægt er að nota ýmiss konar fjármála- greiningu til að meta fjárhagslega stöðu fyrirtækis. Með því er hægt að bera sarnan fyrirtæki innan sömu atvinnugreinar og meta f járhagslegan styrk eða veikleika. Fjármálagreining getureinnig vísað stjórn- endum á styrk eða vei kleika í uppbyggingu eða á ákveðnum sviðum rekstrarins. Taka þarf tillit til handbærs fjár og hvort áfram- haldandi stefna muni skila nægu reiðufé ti 1 rekstrarins eða h vort þörf sé á að fjárfesta í nýjungunt til að tryggja framtíðarfjár- magn. Fjárhagsleg uppbygging fyrirtækja er oft mismunandi eftir því hver rekstur- inn er og því er ckki hægt að alhæfa um eitt fyrirtæki út frá meðaltali allra. Samantekt upplýsinga egar allir undirþættir hafa verið skoð- aðirþarfaðgreinaaðalsviðin.Þarþarf að taka tillit til samspils undirþáttanna. T.d. gæti veikleiki á einum stað komið til af styrk á öðrum. Einnig þarf að meta heildaráhrifín. Er veikleiki í markaðssetn- ingu þrátt fyrir að varan sé betri en keppi- nautanna? Hvað þarf að bæta til að vinna á veikleikanum? Hafa aðrir þættir áhrif á framkvæmd? Hefurfyrirtækið beilt sérá réttum stöðum? Gott getur verið að skoða tölurnokkurárafturítímann til aðathuga breylingar. Hversu auðvelt er fyrir fyrir- tækið að breyta áherslum? Hvað myndi gerast ef lykilstarfsmaður hætti, færi á eftirlaun eða dæi jafnvel? Er hætta á að styrkur á einhverju sviði nú geti reynst vera veikleiki þegarhorftertil framtíðar? Hver er staða vöru fyrirtækisins á mark- aði? Eru mismunandi áherslur innan ein- stakra deilda í fyrirtækinu? Stangast þær á? Hvernig verða styrk- og veikleikar þeg- ar horft er á aðalsviðin? Heimild: William F. Glueck og Lawrence R. Jauch, Busirtess Policy and Strategic Management, McGraw-Hill 1984 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.