Vísbending


Vísbending - 01.08.1997, Blaðsíða 4

Vísbending - 01.08.1997, Blaðsíða 4
ISBENDING Afskriftir banka / skýrslu bankaeftirlits Seðlabanka Is- Iands um afkomu og rekstur við- skiptabanka og sparisjóða er birt mynd sem sýnirframlög í afskriftarreikn- ing útlána sem hlutfall af útlánum og ábyrgðum. Það er alþekkt að bankamir hafa verið að glíma við afskriftarvanda allt frá því um 1990 og hefur sú glíma reynst sumum erfið. A myndinni hérfyrir neðan sést þróun framlaga á afskriftar- reikning ásamt því sem talið er endanlega tapað. A þessu 10 ára tímabili hafa um 36,5 milljarðarkrónatapastog taliðerað um 9,3 milljarðar séu enn í hættu. Þótt þetta séu háar fjárhæðir þá endurspegla þær ýmislegt. Starfsemi banka byggist á því að taka við innlánum og endurlána síðan gegn vaxtamun sem lengi vel var stofninn í tekjum bankanna. Því liggur bönkunum á að koma fjármunum sem fyrst í útlán en ekki er þá alveg víst að til séu áreiðanlegir viðskiptavinir sem geta endurgreilt lánin. Því er viðskiptavinum, sem ekki eru taldir jafn áreiðanlegir, einnig boðin lán og er þá lagt áhættuálag á vextina til þeirra. Lengi hefur verið Vísbendingin Peningamarkaðsreikningur Spari- sjóðanna er heppilegur kostur fyrir fyrirtæki og einstaklinga sem vilja ná fram góðri ávöxlun án þess að binda innistæðuna í langan tíma. lnnistæðan eraðcinsbundiní lOdagaen vexlirráðast af skammtímaávöxtun ríkisvíxla. Þessir reikningar eru vænlegir fyrir fjármála- stjóra sem vilja ná góðri ávöxtun á fé sem t.d. getur aðeins verið bundið innan mánaðarins. Allmörg fyrirtæki cru með veltu sem er þannig að lægðir myndast þegar laun og reikningar eru greidd en drjúgir sjóðir safnast þess á rnilli. Góðir ^vextir á þá eru því fundið fé._^ miðað við að 1 % af útlánum tapist. Þessi þumalfingursregla er notuð víða um heim og hefur verið notuð hérlendis. Samkvæmt þeim tölum sem bankaeftir- litið hefur gefið út er þetta sennilega of lágt, ætti að vera a.m.k. 1,5%. Þetta háll'a prósenterþódýrt, sérstaklegaíljósi þess að vaxtamunur hefur farið minnkandi á síðustu árum. Þótt þjónustutekjur hafi verið teknar upp til að vega upp þennan mun þurfa þær að vera mun hærri en ella vegnaaukinna útlánatapa. Bankamir hafa því um tvennt að velja. Þeir geta vandað betur valið á viðskiptavinum eða lagt aukaálag á vexti hjá þeim sem þeir telja ótrygga. Gallinn við síðari kostinn er sá að ef viðskiptavinurinn greiðir ekki lánið til baka þá er ósennilegt að hann greiði vexti, hvað þá hærri vexti. Með því að vanda valið á lántakendum minnkar vanskila-/tapsáhættan en jafnframt kann að draga úr tekjumöguleikum þar sem bankarnir koma ekki innlánum í viðunandi ávöxtun. Annað vandamál Eitt af stóru vandamálunum við inn- heimtu vanskilaskulda hefur verið hversu tímafrekar innheimtuaðgerðir hafa verið. A fyrri hluta þessa 10 ára tíma- bils gátu vanskilamál tafist urn nokkur ár, hugsanlega 3 til 4 vegnaþess að skuld- arar gálu gripið til varna og farið fyrir dómstóla. Þetta olli verulegum vandræð- um og skýrir að einhverj u ley ti það hversu langt líður frá því að fært er úl fyrir af- skriftum og þar til þær eru taldar endan- legar. Lög um aðfarir sem sett voru árið 1989 en tóku gildi 1992 hafa vafalítið brey tl nokkru um tímalengd aðfaragerða. Það á eftir að konta í Ijós hvort þessi lög reynastbönkunumþaðhaldreipi semþeir þurfa á að halda í erfiðum skuldamálum. Aðrir sálmar Skattar, vinna, velferð og landflótti Álagningarskrár skatta gefa til kynna að ríkissjóður hafi haft heldur meira upp úr krafsinu frá lyrirtækjum í þetta skipti en við var búist. Það er athyglisvert að ár eftir ár hafa skatttekjur ríkisins af fyrir- tækjum vaxið eftir að ákveðið var að lækka álagningarprósentuna í 33%. Auð- vitað valda betri skilyrði í þjóðfélaginu almenntmiklu um, en lykilhlutverkleikur þó ákvörðun ríkisstjórnarinnar á sínum tíma að lækka álagningarprósentuna um nálægt tíu prósentustig. Einmitt þetta dró úr tilhneigingu fyrirtækja til útgjalda sem aðeins var stofnað til íþví skyni að lækka skattstofn. Of háir skattar eru dragbítur á framfarir og hagræðingu. Því ber að fagna því að sama leið hefur verið farin hjá einstaklingum, þ.e. skattar verða lækkaðir í áföngum. En hefur verið gengið nógu langt í skatta- lækkun? Gæti verið að 25 eða 20% tekju- skattar á fyrirtæki hækkuðu skatt- tekjurnar enn meira? Jafnframt er á það að líta að mjög slór hluti launþega fær aðeins um helming þeirra tekna sem þeir vinna sér inn í vasann þegar tekið hefur verið tillit til staðgreiðslu skatta, hátekju- skatts, lífeyrissjóða og félagsgjalda í verkalýðsfélögum. Er þá ekki tekið tillil til ýmiss konar skerðinga bóta sem fy lgja miklunt tekjum. Á liðnu ári fjölgaði „há- tekjufólki" skv. skilgreiningu stjórnvalda um þriðjung. Jafnframt lækka greiðslur vegna barnabóta um 10% vegna tekju- tengingar. Það er gleðilegt að tekj ur fólks batna, en á santa tíma dapurlegt að ríkið hirðir af dugntiklu fólki stóran hluta tekjuaukans. Það er einkennilegt hve sumir geta tönnlast á því að tekjutenging bóta sé eðlileg en á sama tíma látið eins og þeir séu á móti jaðarsköttum því þetta er einn og sami hluturinn. Greiðslur Félagsmálastofnunar Reykja- víkur langt umfrain áætlun í góðæri sýna að í svonefndu velferðarkerfi eru alvar- legir brestir og skatta- og bólakerfi ríkisins er einnig á villigötum. Á undan- förnum árum hafa stjómvöld stigið stór skref í átt til heilbrigðaraþjóðfélags. Hins vegar er nú kominn tími lil að umbreyta skattkerfinu þannig að það valdi ekki at- gervisflótta frá landinu. Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og ábm., Benedikt Jóhannesson. Útg.: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Rvík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Internetslóð:http://www.strengur.is~talnak/ vief95.html,netfang:talnak@strengur.is Málfarsráögjöf: Málvísindastofnun Háskól- ans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. Ritið máekki afrita án leyfis útgefanda. Mynd 1. Framlög í afskriftarreikning útlána sem hlutfall af útlánum og ábyrgðum hjá viðskiptabönkum og sparisjóðum. Heimild: Bankaeftirlit 4 3 2 1 ° 1987 1988 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.