Vísbending


Vísbending - 15.08.1997, Blaðsíða 1

Vísbending - 15.08.1997, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING r i t um viðskipti og efnahagsmál 15. ágúst 1997 32. tbl. 15. árg. Er ég byltingarmaður? '^llf Þorvaldur Gylfason Cff prófessor / erfidrykkju eftir látinn starfsfélaga bar ástand íslands á góma, eins og vera ber, þegar menn minnast liðins tíma og líta fram á veginn. Einn félagi minn, grandvar, réttsýnn og reyndur em- bættismaður, sagði við mig: „Þorvaldur, þú ert byltingarmaður. Ég er hlynntur hægum umbótum. Þetta mjakast í rétta átt hjá okkur.“ Er ég byltingarmaður? Lífskjarabylting Svarið fer eftir aðstæðum. Ég er t.d. hlynntur lífskjarabyltingunni í Asíu, þar sem venjulegt fólk býr nú við lífskjör, sem það gat ekki látið sig dreyma um fyrir einum mannsaldri. Enginn getur verið ósnortinn af þeim árangri, sem þar hefur náðst, ef hann nennir á annað borð að velta þessu fyrir sér. Ég er einnig hlynntur gagnbyltingunni í Austur-Evrópu, þar sem fólkið reis upp og hratt gömlu kommúnistaflokkunum af höndum sér og lagði grunninn að mark- aðsbúskap á rústum ráðstjórnarinnar. Þessar byltingar bera báðar nafn með rentu: þær gerðust hratt. Reynslan sýnir, að árangurinnafþeimhefuryfirleitt staðið í réttu hlutfalli við hraðann. Þetta á einnig við um Kína, þótt hinu gagnstæða sé stundum haldið fram. Kín- verjar einkavæddu landbúnað sinn með einu pennastriki árið 1978 og leystu með því úr læðingi þau öfl, sem hafa síðan þá gerbreytt ástandinu í landinu, einkum meðfram ströndumþess. Þeir hafa á hinn bóginn ekki enn ráðizt í einkavæðingu risavaxinna ríkisfyrirtækja, heldur hafa þeir látið duga að leyfa nýjum einkafyrir- tækjum að rísa upp við hlið gömlu ríkis- jötnanna. Þetta hefur reynzt þeim dýrt, því að ríkisfyrirtækin eru þung á fóðrum. Alþjóðabankinn leggur nú t.a.m. hart að Kínverjum að láta nú loksins til skarar skríða og skipta um eignarhald á ríkis- fyrirtækjunum. Hæg umskipti frá miðstjórn til markaðsbúskapar, eins og t.d. í Búlgaríu, Hvíta-Rúss- landi og Ukraínu, hafa yfir- leitt ekki tekizt vel. Það staf- ar m.a. af því, að hægagang- ur auðveldar andstæðingum umbótanna, ekki sízt þeim, sem standa vilja vörð um illa fengin forréttindi, að spilla fyrir umbótunum og tefja þær. Einn höfuðtilgangur efnahagsumbóta er yfirleitt að uppræta forréttindi fá- mennra hópa til hagsbóta fyrir almenning. Einmitt þess vegna þurfa róttækar umbætur helzt ekki að eiga sér stað í áföngum, heldur í einum rykk innan ramma lýðræðis og laga. Hæga- gangur spillir og tefur. Ég er einnig hlynntur lífs- kjarabyltingunni, sem nú er í augsýn í Afríku. Þar þarf víða að stofna markaðsbú- skap á rústum misheppnaðrar miðstjórn- ar. Til þess þarf snör handtök, alveg eins og víðast hvar í Asíu og Austur-Evrópu. Þá mun fólkinu farnast vel. Raskið í bráð verður meira en ella, rétt er það, en árangurinn verður einnig miklu meiri, þegar upp er staðið. Hvað um ísland? / Island er ágætt dæmi um annmarka hægra umbóta. Við íslendingar höfum verið að dragast aftur úr nálægum þjóðum í efnahagslegu tilliti mörg undangengin ár einmitt vegna þess, meðal annars, að yfirvöldin virðast ekki hafa nógu gott tímaskyn. Núverandi uppsveifla í efna- hagslífinu breytir litlu sem engu um þessa þróun til langs tíma litið, því að við eigum enn eftir að rétta rammskakka innviði verðbólguþjóðfélagsins að miklu leyti. Tökum dæmi. • Evrópusambandsaðild er ekki á dag- skrá, eins og það heitir, af því að ríkisstjórnin er alltaf að bíða eftir ein- hverju: fyrst þessari ráðstefnu, svo hinni. Afleiðingin blasir nú við: við Islendingar erum búnir að missa af lestinni. Við vorum réttar sagt bundnir við brautarpallinn, á meðan lestin fórhjá. Fimm Austur-Evrópu- þjóðir (Eistar, Pólverjar, Slóvenar, Tékkarog Ungverjarjeru nú komnir fram úr okkur á biðlista Evrópusam- bandsins. Ef aðildarlöndin sætta sig við þessa forgangsröð, sem Evrópu- sambandið er sjálft búið að sam- þykkja fyrir sitt leyti, þá erum við Islendingar úr leik langt fram í tím- ann. Við komurn ekki til álita, fyrr en Rúmenía, Búlgaría og Albanía komast á dagskrá. Við skulum ekki nefna Noreg og Sviss í þessu við- fangi, því að um þau lönd gegnir allt öðru máli en ísland. Norðmenn og Svisslendingar fengu tækifæri til að ræðaEvrópumálin til þrautar og ráða þeim til lykta í þjóðaratkvæða- greiðslu. Þessi réttur hefur verið Framhald á síðu 4 -j Þorvaldur Gylfason kýs GarðarVilhjálmssongagn- a Með því að velta upp mörg- * Framhald á greinum Garð- I fremur hraða breytingu en ) rýnirstjórnvöld fyriraðláta -4 um stefnukostum gera /| ars Vilhjálmssonar og Þor- JL hæga. Er hann byltingar- starfsmenntun sitja á hak- »_/ stjómendursérfremurgrein I valds Gylfasonar. maður? anum í áratugi. fyrir stöðu fyrirtækjanna.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.