Vísbending


Vísbending - 12.09.1997, Blaðsíða 1

Vísbending - 12.09.1997, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 12. september 1997 36. tbl. 15. árg. Frystingin úti í hafsauga Mynd 1. Hlutfall sjófrystingar af frystingu 1981-1996 (%) Innfelldar myndin sýnir þróun frystingar, (sjófrysting svört, landfrysting grá) 50% 40 % 30 % 20 % 10 % 0 %! 1981 1981 1984 1987 1990 1993 1996 1983 1985 1987 1989 1991 1993 1995 Frysting og vinnsla ýmissa sjávar- afurða hefur tekið miklum breyt- ingum á síðustu árum. Fyrsti frysti- togarinn,1 Örvar frá Skagaströnd, kom til landsins árið 1982 og síðan hefur vegur vinnslu á hafi úti farið vaxandi. Mynd 1 sýnir þróunina frá 1981. Arið 1986 var sjófrysting um 7,6% af frystingu í heild en tölurnar miðast við bolfisk og flatfisk. Árið 1991 hafði þetta hlutfall hækkað í 26,3% og á síðasta ári var það komið í 42,9%. A þessum tíma hefur samsetning flotans breyst verulega því að nú eru 70 frystitogarar hérlendis og 54 ísfisktogar- ar. Til samanburðar þá voru ísfisktogar- amir 96 árið 1981. Lestarrými togaranna 1981 var rúmlega 43 þúsund tonn en á síðasta ári var það urn 73 þúsund tonn. Minnkandi afli s Asama tíma og þessi þróun hefur átt sér stað hefur afli dregist saman og róður þeirra sem hafa verið í hefðbundinni vinnslu hefur þyngst. Botnfisk- og flat- fiskafli dróst saman úr 730 þúsund tonn- 1 Setturvarfrystibúnaðurum borð í togarann Narfa um 1960 og hann var notaður um stutt skeið. Tog- arinn er enn í íslenska flotanum, nú heitir hann Jón Kjartansson og er gerður út frá Eskifirði. Mynd 2. Uppsafnaður hagn- aður af frystingu (1983=100) um árið 1981 í um 470 þúsund tonn á síðasta ári en það jafngildir 35% sam- drætti í afla. Til að bregðast við þessu hefur sjávarútvegurinn orðið að hagræða á þeim sviðum sem hægt er og einnig hefur verið leitað á fjarlæg mið í þeirri von að hægt sé að bæta nýtingu dýrra atvinnutækja. Arðsemi sjófrystingar mun meiri Augljóst er af mynd 2 að arðsemi sjó- frystingar er meiri en hefðbundinnar frystingarílandi.Þessarupplýsingarhafa legið lengi fyrir og því hafa fyrirtæki í auknum mæli leitast við að færa vinnsl- una á haf út. Ástæður þessa munar eru aðallega tvenns konar. í fyrsta lagi fæst hærra verð fyrir afurðir fry stitogara vegna þess að þeir vinna hráefnið ferskt. Segja má að fiskurinn sé unninn nánast jafnóð- um og hann er dreginn úr sjónurn. Fiskur sem ætlaður er til landvinnslu getur verið allt að viku gamall þegar hann kemur í vinnslu. Hinn ávinningurinn sem sjó- frystingin hefur fram yfir hefðbundna vinnslu er lægri framleiðslukostnaður. Þetta má sjá ef borin er saman verðþróun afurðanna annars vegar og afkoma grein- anna hins vegar. Frá 1986 hækkuðu af- urðir sjófrystingar um 67% en landfryst- ingarum 1 l%enhagnaðurafsjófrystingu hækkaði um 101 % en tap af landfrystingu nant um 10%. Þetta þýðir að kostnaðurinn við sjófrystingu er hlutfallslega minni en kostnaðurinn við landvinnsluna. Það er hins vegar verðugt rannsóknarverkefni að meta hvort það er vegna hráefnisverðs eða vegna meiri hagkvæmni í vinnslunni sjálfri. Félagsleg áhrif s Ahrifin af frystitogaravæðingunni eru margvísleg. Til að ntynda hefur nokkrum frystihúsum verið lokað, önnur hafa sameinast og enn önnur byggja af- komu sína að mestu á erlendu hráefni. Atvinnuleysi, sérstaklega nteðal kvenna hefur vaxið, endaeru þæraðalvinnukraft- urinn í hefðbundnum frystihúsum. Breyt- ingar á búsetu í kjölfarið eru einnig merkj- anlegar. Heimildir: Útvegur(1982-1986), Fiskifélag Islands, Ýmis ritfrá Þjóðhagsstofnun, Hagskinna, Hagstofa íslands. Frál982,þegarfyrstifrysti- OECD gaf nýlega út upp- a Hugmyndir manna um a Skipan öryggismála við I togarinn kom til landsins, 1 lýsingar um skattlagningu A stjórnskipulag fyrirtækja /I notkun tölvupósts hefuroft J. hefur frysting sjávarafurða W í ólíkum löndum. ísland hafatekiðmiklumbreyting- I verið til umræðu. Bent er á verið að færast á haf út. kemur vel út. um í áranna rás. nokkrar leiðir til úrbóta.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.