Vísbending


Vísbending - 31.10.1997, Blaðsíða 2

Vísbending - 31.10.1997, Blaðsíða 2
ISBENDING Að reikna út verðvísitölur Þórólfur Matthíasson hagfræðingur S öllum þjóðfélögum er verslað með margar vöru- og þjónustutegundir. Allar eru þessar vörur og öll þessi þjónusta á það sameiginlegt að hægt er að skipta á þeim og einni vöru, lögeyri (gjaldmiðli). Þar sem lögeyririnn er sjálf- ur vara er verðgildi hans háð framboði og eftirspurn. Sé verð lögeyrisins hátt kemur það fram í að verð allra annarra vara er lágt. Sé verð lögeyrisins hátt er verð allra annarra vara lágt. Fari verð lög- eyrisins lækkandi er talað um verðbólgu. Grunneining lögeyris á Islandi er 1 króna og breytist ekki hvort heldur verð hans er hátt eða lágt. Því verður ekki ráðið af lögeyrinum sjálí'um hvert verðgildi hans eða hver þróunin er. Það verður aðeins gert með því að meta þróun verðlags allra annarra vara íhagkerfinu. Þarsem vörurn- ar eru margar en verðlag gjaldmiðilsins aðeins ein tala er þörf á að reikna meðal- gildi verðs allra vöru- og þjónustuliða sem ganga kaupum og sölum. Það er augljóst að nota þarf vegið meðal- tal af einhverju tagi þar sem sumar vöru- eðaþjónustutegundireru rniklu fyrirferð- armeiri í hagkerfinu en aðrar. En hverjar ættu vogirnar að vera? Ætti að notast við fastar vogir? Sé það gert er talað um að verðmælirinn, verðvísitalan, sé grunn- ársvegin. Sé notast við umsvifa- og/eða útgjaldastig líðandi stundar er talað um að verðvísitalan sé gangársvegin. En þar með er ekki öll sagan sögð því að margar reikniformúlur upplylla þær kröfur sem eðlilegt er að gera til að forskrift kallist meðaltal. Helstu forskriftirnareru: hefð- bundið vegið meðaltal (e.: Weiglited Arithmic Mean), vegið umhverfumeðal- tal (e.: WeightedHannonic Mean)og loks vegið faldmeðaltal (e.: Weighted Geo- metric Mean). t Fram til rnars í ár var neysluverðsvísitala Hagstofu Islands reiknuð sem grunnárs- vegið hefðbundið meðaltal verðhlutfall- anna P(i,t) og P( i,0), þar sem P(i,t) er verð vöru i á tíma t og P(i,0) er verð sömu vöru á viðmiðunartímabilinu. Táknum vog vöru i sem S(i,0). Vogargrundvöllurinn hefur verið fenginn ineð því að kanna hlutdeild vörunnar i í heildarútgjöldum dæmigerðra fjölskyldna í landinu. Verð- vísitölur þjóðhagsreikninga eru gangárs- vegin umhverfumeðaltöl verðhlutfall- anna P(i,t) og P(i,0). VogargrundvöIIur- inn er fenginn úr útgjalda- eða umsvifa- hlutfalli viðkomandi vöru- eða þjónustu- tegundar á viðeigandi stað í þjóðhags- reikningum. Nú upp á síðkastið hefur færst í vöxt hjá hagstofum vítt um heim að notast við vísi- tölur byggðar á vegnum faldmeðaltölum. Þá er hlutfallið [P(i,t)/P(i,0)] hafið upp í veldið S(i,0) og síðan fundið margfeldi allra veldishafinna verðhlutfalla. Hag- stofa Islands tók upp þessa aðferð við útreikning neysluverðsvísitölunnar í mars í ár. Skekkjuvaldar Vöru- og þjónustumengið í nútíma- þjóðfélagierstórtogmargbreytilegt. Það er því viðbúið að margháttaðar villur og skekkjur geti laumast inn í þá meðal- talsútreikningasemfólgnireru ívísitölu- útreikningum. Helstu skekkjuvaldar eru staðkvæmdarskæling (e.: Suhstitution Bias), gæðaskæling (e.: Quality Bias), nýjungaskæling (e.: New-Product Bias) og stórmarkaðaskæling (e.: Outlet Bias). Neytendur bregðst við verðhækkunum einnarvöru meðþvíaðbeinaneyslu frem- ur að öðrum skyldum vörum, staðgöngu- vörum, hafi verð þeirra ekki hækkað. Grunnársvegin vísitala tekur ekki tillit til þessara viðbragða neytenda og ofmetur því áhrif verðhækkunarinnar á neysluút- gjöld þeirra. Með sama hætti mun gang- ársvegin vísitala vanmeta áhrif verð- hækkunar þar eð vogargrundvöllur henn- ar byggir á neysiusamsetningu eftir að neytandinnhefurbreyttneyslusinni. Eins og aðrar neysluverðsvísitölur var eldri neysluverðsvísitalaHagstofunnargrunn- ársvegið hefðbundið meðaltal verðstærð- anna. Því verður staðkvæmdarskælingin til að verðlagshækkanir eru fremur of- metnar en vanmetnar. Vert er að vekja athygli á að umfang staðkvæmdarskæl- inga er mjög háð því hversu oft er skipt um vogargrundvöll í vísitölunni. Þeim mun tíðar sem um vogir er skipt þeim mun minni verðurstaðkvæmdarskæling- in. I Bandaríkjunum, þar sem skipt er um vogargrundvöll á 10 ára fresti, er talið að þessi skælingarþáttur verði lil þess að verðhækkanir séu vanmetnar um 0,4% á ári til jafnaðar.1 Hér á landi er skipt örar um vogargrundvöll. Sé gert ráð lyrir að 2/3 til 3/4 hluti skekkjunnar í bandarísku vfsitölunni komi fram á síðustu 5 árum gildistíma hvers vogargrundvallar verður útkoman að skekkjan hér á Iandi gæti verið 0,1 til 0,15% á ári sem er mjög í takt við fullyrðingar talsmanna Hagstofu Is- lands. Það á við um bæði grunnársvegin hefðbundin verðmeðaltöl og gangársveg- in umhverfu verðmeðaltöl að bæði gefaþau rétta rnynd af verðlagsþróun ef neytand- inn breytirekki neyslu sinni íkjölfar verð- lagsbreytinga. Vegið faldmeðaltal byggir á þeirri hugmynd að neytandinn haldi út- gjöldum til hvers verð- og þjónustuliðar óbreyttum í kjölfar verðbreytinga. Þessi forsenda ferþví nokkum milliveg milli þess að festa útgjaldahlutföllin við upphaf eða lok skoðunartímabils. Bureau of Labor Statistics í Bandaríkjunum hefur reiknað útverðlagsþróuníBandaríkjunumfrádes- ember 1990 til febrúar í ár með því annars vegar að notast við hefðbundnar aðferðir og hins vegar með því að notast við vegið faldmeðaltal. Sé stuðst við hefðbundna út- reikninga er matið á verðhækkununum á þessuríflega7áratímabili 18,6%en 16,2% sé stuðst við vegið faldmeðaltal. Þessi mun- ur svarar til 0,29% skekkju á ári, eða 75% þeirrar skekkju sem rakin hefur verið til staðkvæmdarskælingar í opinberum skýrslum. Það er því ljóst að breytingar á útreikningsaðferð kunna að skila veruleg- um ávinningi. Þó eru til þeir hagfræðingar sem halda fram að með vegnu faldmeðaltali sé sleppt lausum öðrum skekkjuvaldi, tekjuskæl- ingu (e.: Income Bias). Skal sú athuga- semd látin liggja milli hluta að sinni. Framleiðendur vöru og seljendur þjón- ustu vinna sífellt að því að bæta gæði vöru sinnarog þjónustu. Oft verðurþessi þróun hæg og bítandi og án þess að vart verði við hana. Þannig er Ijóst að sjón- varpsáskrift í dag og sjónvarpsáskrift fyrir 15 árum er ekki sami hluturinn. Hluti af- notagjaldshækkunar er því til kominn vegna aukins útsendingartíma. Þannig má farayfirhvern neysluflokkinnáfæturöðr- um. Nýjungaskæling er skylt fyrirbæri. Nýjar vörur bætast sífellt við þá vöru- og þjónusluflokka sem neytendum standa til boða. Dæmi: Myndbandstökuvélar. Þessar vélar voru óskaplega dýrar þegar þær voru fyrst kynntar til sögunnar en kosta nú litlu meir en vandaðar hefð- bundnar myndavélar. Þessi mikli verð- lækkunarferill kemur ekki fram í neyslu- vöruverðsvísitölunni þar eð myndbands- tökuvélar voru ekki kynntar til sögunnar fyrr en eftir að verðlækkunarferill þeirra var nánast á endarunninn. Boskin-nefnd- in sem sagt er frá í neðanmálsgrein telur ■ að gæða- og nýjungaskælingin svari til þess að verðhækkanir í Bandarfkjunum séu ofmetnar um 0,6% á ári. Leggja Framhald á síðu 4 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.