Vísbending


Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 23

Vísbending - 18.12.1997, Blaðsíða 23
V! ísbending Af bændum, vistarbandi og bílum Jón Hjaltason sagnfrœðingur veltir fyrir sér áhrifum vistarbands á samfélag forfeðra okkar Jón Hjaltason Ljósmyndadeild Þjóðminjasafns íslands Konur við fískvinnu Yistarband nefndist lögheimilisskylda íslendinga á öldum áður. Grundvaliarreglan var sú að í sveitum mátti enginn búa án þess að vera skráður til heimilis: bónd- inn á jörð sinni, eiginkonan hjá eiginmanni og landlausir hjá húsbændum. Vinnufólk var ráðið í vist til eins árs í senn og var í þann tíma ofurselt vilja bóndans á bænum. Þetta var vist- arbandið. A undanförnum árum hafa ýmsir gengið fram fyrir skjöldu og kennt vistarbandinu um stöðnun íslensks samfélags um aldir. Og það er einmitt spurningin sem ég glími við hér á eftir. Kom vistarbandið í veg fyrir þróun atvinnuvega á Islandi á 17., 18. og 19. öld? Ég veit ekki hvort þið hafið tekið eftir því, lesendur góðir, að nú um nokkra hríð hafa tilvísanir í liðinn tíma verið ákaflega tíðar hjá íslenskum greinarhöf- undum og er það vel. Það mætti jafnvel halda að upp væri risin ný sjálfstæðis- bylgja, svo iðnir hafa menn verið við að draga lærdónta af sögunni. Að vísu — og þetta skal rækilega undirstrikað — hafa þessir höfundar verið á talsvert öðrum nótum en forverar þeirra er hófu íslenska sagnfræði á stall í dagrenningu 20. aldar, fyrst og fremst til að sýna fram á ágæti íslensks samfélags til forna og eðlislægan rétt Islendinga til að standa á eigin fótum, óbundnir öðrum þjóðum. Þessi sögutúlkun hefur svo sannarlega verið víðs fjarri þotu- aldarmanninunt. Grimm endurskoðun á fortíð íslendinga hefur átt sér stað, óhreinu börnin hennar Evu hafa verið dregin fram hvert á fætur öðru og skítinn lagt um allar sveitir. Hneppt í „heljarbönd“ Til að gefa ykkur niðurstöðurnar beint í æð skal ég vitna í nýjustu útleggingar þessara endurskoðunarsinna. Minn ágæti vinur og lærifaðir, Bárður G. Halldórssonar, skrifar í Morgunblaðið þann 21. september síðastliðinn: „Með afnámi vistarbandsins og upphafi þéttbýlismyndunar urðu fyrst til forsendur nútímasamfélags þar sem heljarbönd landeigenda voru leyst af landslýðnum.“ Guðmundur Andri Thorsson hamrar sama járnið í grein sinni um Jón Thoroddsen (sjá Mannlíf, 7. tbl 1997) og er sýnu afdráttarlausari en Bárður. „Þilskip höfðu bylt forneskjulegum sjávarútvegi,“ skrifar Guðmundur Andri, „fólk streymdi í þéttbýlið hvað sem leið nöldri íhaldssamra bænda sem sáu eftir þrælum sínum.“ Báðir leggja þeir Bárður og Guðmundur Andri út af sömu kenningunni en hún er í hnotskurn þessi: Á öldum áður fóra íhaldssamir bændur með völdin í hinu íslenska samfélagi—þeir hnepptu það í „heljarbönd“. Danskir ráðamenn voru á hinn bóginn framfarasinnaðir hugsjónamenn sem reyndu hvað þeir megnuðu að þrýsta Islendingum fram um veg í verklegum efnum og til frek- ara lýðfrelsis. Gegn þessu stóðu áður- nefndir bændur (eða ,,landeigendur“) og beittu fyrir sig vistarbandi. Sjávar- út vegur var þei m sérstakur þy rn i r í aug- um og því heftu þeir viðgang hans eins og þeir frekast megnuðu. En sam- kvæmt kenningunni var sjávarútveg- ur eina hjálpræðið er megnaði að fley ta íslendingum inn í 20. öldina. Þannig voru það íslenskir bændur, en ekki Danir eins og okkur hefur verið kennt í skólum til skantms tíma, er um aldir stóðu framförum Islands fyrir þrifum og beinlínis spyrntu gegn þeim. Ý msir hafa svo orðið ti 1 að hnýta við þessa vistarbandskenningu „þrælahug- myndinni“ sem Guðmundur Andri vík- ur að. Hefur þá steininn fyrst tekið úr og bændur ekki einasta kallast íhalds- kurfar heldur einnig þrælahaldarar og jafnvel sadistar hjá þeim sem lengst hafa gengið þessa braut. Vistarbandið hefur verið lykilhugtak í þessari urnræðu endurskoðunarsinna. Það var tæki bænda til að tryggja sig í sessi en ley sing þess var ávísun á frarn- farir sem fólust fyrst og fremst í aukn- urn sjávarútvegi og þá um leið vaxandi þéttbýlismyndun. Nú langar mig til að reyna svolítið á þolrif lesenda og biðja þá að hyggja með mér að þessari fjölþættu vistar- 23

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.