Vísbending


Vísbending - 16.01.1998, Blaðsíða 1

Vísbending - 16.01.1998, Blaðsíða 1
/ V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 16. janúar 1998 2. tölublað 16. árgangur Forgangsröðun læknisverka 7 Igjöld til heilbrigðismála hafa vaxið mikið síðustu áratugina. Vöxlur þeirra sem hlutfall af vergri landsframleiðslu nant 232% frá árinu 1960 til 1996 en vöxtur útgjalda til fræðslumála var91 % og 54% á útgjöldum til velferðarmála. Skýringarnar á þessum vexti kostnaðar við heilbrigðismál geta verið margar, t.d. gæti kostnaðurinn við þjónustuna verið meiri nú vegna dýrari tækjabúnaðar eða hlutfallslega l'leira starfsfól ks. Einnig getur verið að fól k leiti sér frekar lækninga nú en áður vegna auk- innar vonar um bata, enda hel'ur tækninni fleygt fram áþessu sviði. Auðvitað getur verið að heilsu fólks hafi hrakað og því aukist kostnaður. Það virðist þó ljóst að stjórnvöldum olbýður þessi hækkun út- gjalda og þess vegna gripið til margvís- legra aðgerðatilaðdragaúrkostnaðinum. Á ntynd 1 hér til hliðar má sjá að nokkur árangur hefur náðst hér á landi og síðustu fimm árin hefur dregið úr útgjöldunum. Mikil ólga hefur þó verið bæði innan stofnana í heilbrigðisgeiranum og rneðal almennings vegna þeirra aðgerða sem gripið hefur verið til. Forgangsröðun Meðal þess sem hefur borið á góma í umræðunni um sparnaðíheilbrigð- iskerfinu er svokölluð forgangsröðun læknisverka. Forgangsröðunin felst íþví að velja með einhverjum ráðum þá sjúkl- inga sem eiga að fá þjónustu. Slík for- gangsröðun ereðlilega umdeild og vekur siðferðilegar spurningar. Ekki verður gerð tilraun til að fjalla um þær en hér á eftir fer lýsing á tilraun sem stendur yfir í fylkinu Oregon í Bandarfkjunum. Forsaga tilraunarinnar s IBandaríkjunum hefur verið glímt við sívaxandi útgjöld til heilbrigðismála einsoghérálandi. Uppbyggingalmanna- tryggingakerfisins er með öðrunt hætti þar og erfylkisstjórnum falið að rekahluta aftryggingakerfinu.Árið 1987 varákvéð- ið að stemma stigu við útgjöldum og hætta að greiða kostnað fyrir líffæraflutninga sent hafði aukist um 100% miðað við áætlanir. Sköntmu síðar hófst mikil fjár- öflun, með aðstoð fjölmiðla fyrir barn sem ekki hafði fengið slíka þjónustu greidda. Áður en viðunandi árangur náðist í söfnuninni lést barnið. Miklar deilur risu í kjölfarið og þegar næstafylk- isþing kom saman voru hafðar l'rammi Myndl. Utgjöld hins opinbem til heilbrígðismála (% af VLF) kröfur um breytingar. Forseti þingsins, sem jafnframt var læknir, fékk því frarn- gengt ásamt meðþingmönnum sínum að gerð yrði grundvallarbreyting á reglunt um heilbrigðiskerfi fylkisins frernur en að breyta þessu eina ákvæði. Listi yfir læknisverk Meðal nýjunga varlisti yfirþaulækn- isverk sem fylkið greiðir kostnað- inn við. Til að útbúa listann var fenginn hópur lækna sem mat kostnaðinn við læknisverkog raðaði þeim niðurað teknu tilliti til fjögurra mismunandi þátta sem voru: kostnaður við verkið, hversu batinn yrði varanlegur, mat lækna á líkum á því að lækningin ynni á sjúkdómnum eða kæmi í vegfyrirdauðaog álili almennings á alvarleika veikinda og takmörkunum fyrir sjúklinginn. Álit almennings var fengið nteð skoðanakönnunum og borg- arafundum. Mikil gagnrýni reis í kjölfar birtingar fyrsta listans aðallega vegna þess að röðunin þótti mótsagnakennd, t.d. var gerð og ísetning krónu á tönn ofar á listanum en botnlangataka. Listanum var því umraðaðog fengu m.a. fyrirbyggjandi læknisaðgerðir og ungbarnaeftirlit Itærri forgang en áður. Þrýstingur frá alríkis- stjórninni (stofnunum Bandaríkjastjórn- ar) leiddi af sér breytingar því að talið var að listinn mismunaði fölluðu l'ólki. List- anum var því umraðað enn á ný og með- ferðunt á sjúkdómum safnað í flokka á sama stað á honum. Á árunum 1993 til 1995 voru 745 læknisverk á listanum og miðað við áætlun um tíðni þeirra var ákveðið að þau 606 l'yrstu yrðu greidd af fylkinu. Árið 1996 voru 744 læknisverk á listanum og var stefnt að því að 581 þeirra væru greidd. Ástæðan fyrirfækkun greiddra læknisverka var hækkun á kostn- aði en fjárveitingu var haldið óbreyttri. Forgangsröðunin sem slík var aðeins hluti þeirra breytinga sent gerðar voru á al- mannatryggingakerfinu í Oregon og stjórnvöld þar virðast a.m.k. vera sátt við niðurstöðurnar. Hagfræði og stjórnmál að blasir við að eitt af því erfiðasta sent stjórnvöld hafa glímt við á síðustu árum er að stöðva vöxt útgjalda til heil- brigðismála. Islensk stjórnvöld eru þar ekki ein á báti og ýmsar leiðir hafa verið farnar, oft með misjöfnum árangri. Kost- urinn við forgangsröðun er að nteð henni er fengin aðferð til að bjóða upp á ná- kvæmlega þá þjónuslu sent hið opinbera hefur getu til að greiða fyrir. Sem hag- stjómartæki er slíkur listi liltölulega ein- l'aldur en frá stjórnmálalegu sjónarhorni kann slíkur listi að vera kaleikur sem stjórnmálamenn vilji síðurþurfaaðbergja á. Hverkannastekki viðuppistandiðþeg- ar einhverjar breytingar hafa verið gerðar á kostnaðarþátttöku eða þjónustu ein- stakra deilda á sjúkrahúsum? Fjölmiðlar hafa farið hamförum í leit að nógu hrylli- legu dæmi um afleiðingar slíkra breyt- inga. Lausnin hefur þá stundum verið sú að skerða aðra mun nauðsynlegri þjón- ustu. Forgangsröðun ertilraun til að horfa hlutlægt á heildardæntið og setja mörkin við það mögulega fremur en að beita skottulækningum á kerfinu hér og þar án þess að leysa nokkurn vanda. Fráárinu I993hefurverið Helga Hlín Hákonardótlir ^ Fjárfestar þurfa að leggja a Framhald á grein Helgió I gerðtilrauníOregonfylki J Ijallarumbreytingarárégl- -2 höfuðiðíblcytitilaðfinna /| Hlínarumbreytingaráregl- X íBandaríkjunummeðfor- jLj umumskráninguverðbrélá útþáfjárfestingakosli sem T'umumskráninguverðbréfa gangsröðun læknisverka. á Verðbréfaþingi Islands. eru vænlegir á nýju ári. á Verðbréfaþingi.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.