Vísbending


Vísbending - 30.01.1998, Blaðsíða 1

Vísbending - 30.01.1998, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 30. janúar 1998 4. tölublað 16. árgangur Verkfall blasir nú við meðal sjó- manna. Að venju takast andstæð- arfylkingar á í fjölmiðlum og eng- in lausn virðist í sjónmáli. Deilan virðist vera tvíþætt. Annars vegar er deilt um verð á afla og hins vegar fara vélstjórar fram á aukinn skiptahlut á ákveðnum teg- undurn skipa. Deilur um verð á afla eru ekkert nýnæmi. Svipaðar deilur hafa átt sér stað meira og minna alla öldina. Gripið hefur verið til ýmissa ráða, t.d. muna margir eftir verðlagsráði sj á varú tvegsins. Hér á eftir verður velt upp nokkrum flöt- um á þessu máli. Allur fiskur á markað Ein helsta krafa sjómanna síðustu árin hefur verið sú að allur fiskur verði seldur á fiskmarkaði. Frá þeirra sjónar- hóli er þessi krafa sanngjörn því að þeir vilja að verð á afla ráðist í viðskiptum þarsemjafnræði ermeð aðilum. Hlulur þeirra ræðst af því verði sem greiit er fyrir aila og þeir gagnrýna þegar fyrir- tæki á fiskvinnslu og skip og semur um verð afurða við sjálft sig. Þessi krafahefur hlotið mikið fylgi meðal sjómanna allar götur frá því að fiskmarkaðir tóku til starfa. Nú er talið að tæplega 30% al' botn- fiskafla fari um fiskmarkaði. V erð annarra afurða ræðst af samningum sem ekki er víst að taki tillit til verðs á fiskmörkuðum. s Utgerðarmenn ósammála Utgerðarmenn sjá nokkra vankanta á því fyjirkomulagi að allur fiskur fari á markað. I fyrsta lagi væri með því verið að þvinga þá sem eiga vinnslu og skip að skipta við aðra en sjálfa sig og þá réðu þeirekki nýtingu og stýringu þeirra tækja sem þeir hefðu yfir að ráða. Einnig má ætla að þeir telji að aðilar í stöðugum viðskiptum geti samið um betra verð en það sem er ríkjandi á markaði vegna þess hagræðis sem hvor hefur af hinum. Bent hefur verið á að ekki sé víst að markaðs- verð verði rétt t.d. á litlum stöðum þar sem aðeins einn kaupandi er fyrir hendi. Þetta á einnig við um einstakar tegundir, t.d. loðnu þar sem vertíð stendur tiltölu- lega stutt og kaupendur eru fáir. Það er A markað? einnig augljóst að erfitt er að setja fisk á markað úr skipum sem fullvinna aflann um borð. Að síðustu má nefna landfræði- legt vandamál. A verð á markaði að mið- ast við fisk úli á miðum eða í höfn? Ef miða skal við höfn þá myndi bætast við flutningskostnaður sem skekkir myndina verulega. Ef miðað er við að afli sé seldur þegar hann er enn um borð um skipi úti á miðum þá væru ráðin tekin af útgerðinni varðandi rekstur skipanna. Mismunandi útfærslur Ekki er gott að sjá fyrir sér útfærslu á fiskmörkuðum sem myndi sætta öll sjónarmið. Hér fyrir neðan ertjallað um þrjá möguleika og taldir fram helstu kostir og gallar þeirra. Miðlœgur markaður Hægt væri að hugsa sér að einn mark- aður væri með fiskafurðir, t.d. svip- aður Verðbréfaþingi Islands. Fiskseljend- urog fiskkaupendurgætu sett fram tilboð og viðskipti yrðu þar sem verð og magn mættust. Gel'a yrði upplýsingar um lönd- unarstað og löndunartíma svo að viðkom- andi aðilar gætu áttað sig á áhrifum flutn- ingskostnaðar. Hugsanlega yrði til stétt miðlara sem sæi um viðskipli. Kostir: Verðmyndun við bestu skilyrði væri marktæk vegna fjölda aðila á markaði. Yfirsýn yfir tilboð og markaðsaðstæður væri góð. Eftirlit með viðskiptaháttum væri einfaldara. Gallar: Sennilegt er að víða urn landið myndu verða lil nokkurs konar pollar þar sem verð yrði svipað en ekki endilega áþekkt verði í næsta polli. Þetta leysirekki vanda- mál eins og þegar aðeins einn raunveru- legur kaupandi er hugsanlegur. Ef t.d. skip tilkynnti að það ætlaði að landa 200 tonnum af þorski á Vopnafirði á snjó- þungum vetri þá er ósennilegt að kaup- endur utan þess staðar hefðu áhuga á viðskiptum vegna kostnaðar við flutning og hættu á ófærð. Einnig gæti komist á óformlegt samkomu- lag milli fiskvinnslustöðva um að kaupa ekki fisk frá nágrannabyggð- arlögum og þar með væri markaðshug- sjónin horfin. Dreifður markaður Þettafyrirkomulag varfyrirhendi þegar starfræktirvorusérstakirfiskmarkað- ir víða um land án innbyrðis tengsla. Kostir: Verðmyndun tæki mið af aðstæðum á hverjum stað. Gallar: Ekki yrði til „eitt“ fiskverð fyrir hverja legund. Afbrigðileg verðmyndun gæti átl sér stað á einstökum svæðum ef kaup- endur eru mjög sérhæfðir. Eftirlit yrði væntanlega ekki einfalt. Blandaður markaður Dreifðir markaðir víða um land með samtengingu eða fullkomnu upplýs- ingastreymi sín á milli. Þetta fyrirkomu- lag er að nokkru leyti komið á hér á landi. Kostir: Upplýsingastreymi tryggirað kaupendur geta gert sér raunhæfa grein fyrir ástandi á markaði og hafa þann valkost að versla utaneigin markaðarefþeireru ósáttir við það verð sem býðst heima. Eftirlit ætti að geta verið virkl. Gallar: Verð á afskekktum mörkuðum gæti bjag- ast vegna flulningskostnaðar eða sér- hæfni kaupenda. Krafa sjómanna um að f Ragnar Þ. Guðgeirsson ^ Þóti atvinnuleysi sé ekki < Síðasta ár var okkur Ís-N 1 allur afli fari á fiskmarkað F kynnir vinnuaðferðir við ■Z mikið hérlendis þá vaknar / ' 1 lendingum ciöfult ísiávar- X er skoðuð. Hver eru rökin Á Cj endurskoðun upplýsinga- _J spurningumþaðhvortþað “f alla og verð var hagstætt á með og á móti? kerfa. sé ofmetið. afúrðum. J

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.