Vísbending


Vísbending - 13.02.1998, Blaðsíða 2

Vísbending - 13.02.1998, Blaðsíða 2
ISBENDING Artalið 2000 í upplýsingakerfum Ragnar Þ. Guðgeirsson löggiltur endurskoðandi undanförnum mánuðum hafa áhyggjur manna aukist vegna .galla í upplýsingakerfum sem tengjast meðhöndlun ártalsins 2000. Um- ræða um þessi mál hefur ekki verið mjög áberandi hér á landi til þessa en hefur þó aðeins verið að aukast. Astæða er til að fjalla um þessi mál þar sem mörg fyrirtæki eru háð tölvuskráðum upp- lýsingum og eiga á hættu að reksturinn stöðvist í lengri eða skemmri tíma ef bilanir koma upp í tölvukerfum þeirra. eða endumýja hann. Nær allur vélbúnaður sem seldur er í dag er aðlagaður þessu vandamáli. Breytingar á hugbúnaði eru talsvert flókn- ari. Þar eru einkum tvær lausnir mögu- legar hvort sem verið er að breyta eldra kerfi eða kaupa nýtt. Tímagluggi Mögulegt er að skilgreina í kerfunum hvaða ártöl teljast til 21. aldar og hvaða ártöl til 20. aldar. Dæmi um það er að ártöl frá 70 til 99 teljist 1970-1999 en Hvert er vandamálið ? Við hönnun á tölvum og hugbúnaði var til skamms tíma notast við dag- setningu á forminu dd/mm/ áá. Tveggja stafa ártal veldur ekki vandræðum fyrren alda- mót verða. Þegar árið 2000 gengur í garð má reikna með að mörg upplýsingakerfi meðhöndli ártalið 2000 sem 1900. Sem dæmi um galla í hugbúnaði má nefna lager- kerfi þar sem skráð eru inn- kaup þann 2. janúar 2000 á forminu 02/01/00. Þau gætu verið meðhöndluð sem vöru- kaup 2. janúar 1900. Þetta gætir Ieitt til þess að við ald- ursgreiningu birgða yrði mat nýrra vara fært niður eða í versta tilfelli, vörum hent. Sama getur gerst við færslur í viðskiptamannakerfi. Þannig gæti ný krafa orðið aldargömul og lent í elsta ald- urshólfi og jafnvel leitt til þess að röngum viðskipta- reikningi yrði lokað. I vél- búnaðinumverðavillureink- um ef vélardagsetning er not- uð við skráningu upplýsinga. Þannig getur færsla 2/1/2000 veri ð dagsett 2/1 /1900 eða 1 / 1/1982. Hvaða lausnir eru mögulegar ? Varðandi vélbúnaðinn eru möguleikamirtveir, þ.e. að lagfæra eldri búnað Tafla I. Próf til að kanna / 2000 -(íðstafanir vegm ; :—' 7 arstns fSpurningar 0 2 5 Einkunn ^ Er til skrá yfir öll tölvu- kerfi sem eru í notkun hjá fyrirtækinu? Já Að hluta Nei Er umsjónarmaður kerfísins að vinna að málum sem tengjast ártalinu 2000? Já Veit af því Nei Er búið að gera ráð fyrir fjármunum til að kanna og iagfæra þetta vandamál? Já Nokkru Engu Af hvaða kynslóð er stýrikerfið? >1995 1975-1995 <1975 Hve stór hluti af kerfinu er sérsmíðaður fremur en staðlaður? 0% <50% >50% Er sérsmíðaða hlutanum vel við haldið og vandað til skjala um hann? Já Að hluta Nei Hefur seljandi staðlaðs hugbúnaðar látið í té skrif- lega yfirlýsingu um að sá búnaður sé tilbúinn fyrir árið 2000? Já Að hluta Nei Er auðvelt að uppfæra vél- búnað fyrirtækisins bæði varðandi reiknigetu og diskarými? um 100% um50% Ekki hægt Er til staðar búnaður til að prófa að breyta kerfisdag- setningu til ársins 2000 í öllum kerfishlutum? Að öllu leyti Að hluta Engu Eru upplýsingar frá fyrri árum grunnur að starfsemi fyrirtækisins? Nei Að hluta Já Treystir fyrirtækið á aðgang að tölvukerfum annarra? Nei Að hluta Já Treystir fyrirtækið á við- skiptavini sem eru mjög háðir tölvukerfum sínum? Nei Að hluta Já Er þér mögulegt að svara þessum spurningum með nokkurri vissu ? Já Nei , Samtals cinkunn ' ártöl frá 00 til 69 teljist 2000-2069. í mörgum kerfum sem eru á markaði í dag hefur vandinn verið leystur með þessu móti. Meðal þeirra sem nota þessa lausn er Reiknistofa bankanna. Fjögurra stafa ártal Hin lausnin og sú sem væntanlega verður ofan á þegar til lengri tíma litið er að hafa ártalið fjóra stafi. Það sem hefur latt fyrirtækin ti 1 að velj a þessa lausn er að gagnaskrár stækka verulega við breytinguna og geta þar með aukið þörf fyrirfjárfestingu í geymslu- rými. Uppruni upplýsinga Fi'yrirtæki sem þegar hafa leitað að göllum í sínu kerfi með tilliti til ársins 2000 geta engu að síður verið háð öðr- um með öflun gagna. Mikil- vægt er einnig að kanna hvemig tölvugögnum fyrir- tækið tekur við. Tölvukerfi sem geyma gögn með tveggja stafa ártali og notast við „tímagluggaaðferðina” geta þurft að senda upp- lýsingar í kerfi sem nota fjögurra stafa ártal og þarf þá að huga að móttöku gagna og umbreytingu þeirra. Hvað er til ráða ? Til að gera frumathugun á stöðu þessara mála hjá viðskiptavinum KPMG hef- ur verið útbúið prófið sem er í töflu 1. Olíkt öðrunt prófum teljast þeir í áhættuhópi sem fá háa einkunn og ættu þeir hinir sömu að hugsa sinn gang. I prófinu í töflu 1 felast ábendingar um hvað gera þarf en mikilvægt er að skipulagning á svo viða- miklu verkefni eins og hér er um að ræða sé í samráði við sérfræðinga á þessu sviði, a.m.k. hjá stærri fyrir- tækjum. ¥ Y T 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.