Vísbending


Vísbending - 13.02.1998, Blaðsíða 3

Vísbending - 13.02.1998, Blaðsíða 3
ISBENDING r ^ Q o tt á r h jái kai ípt íölh im Þótt mikið umrót hafi átt sér stað hjá kauphöllum á síðasta ári var árið samt með betra móti hvað varðar viðskipti og verðþróun. Þrátt fyrir hrun hjákauphöllum í Asíulöndum var meðal- hækkun hlutabréfa í heiminum metin 14,7% miðað við hækkun í Bandaríkja- dölum. Mikið verðfall varð í kauphöllum í Bandaríkjunum í október en þrátt fyrir það hækkaði verð á hlutabréfum í heildina um rúmlega 30% í kauphöllinni í New York. Töflur 1 og 2 sýna þær kauphallir sem náðu mestri hækkun hlutabréfa og Tafla I. Mest hækkun á kauphölliun 1997 Gíauphöll Hækkun Istanbúl 84,5% Mexíkó 51,6% Sviss 43,5% Lissabon 40,7% Aþena 38,1% Ítalía 36,9% Sao Palo 34,9% New York 30,3% Irland 26,5% . Þýskaland 25,3% þær kauphallir þar sem verð lækkaði mest miðað við Bandaríkjadal. Athyglisvert er að í fyrri töflunni eru aðeins þrj ár kaup- hallir sem geta talist til helstu kauphalla heimsins (Sviss, Bandarikin og Þýska- land). Þrjár skýringar eru taldar á þessu. Hjá smærri kauphöllunum eru fá eða Tafla 2. Mest lækkun á kauphöllum 1997 ' Kauphöll Lækkun ^ Tafland -76,1% Jakarta -72,9% Kórea -71,2% Kúala Lúmpúr -68,8% Fillippseyjar -61,1% Vancouver -50,3% Singapúr -34,0% Tókíó -29,1% Hong Kong -19,3% v Teheran -17,0% j 10 stærstu Tafla 3 sýnir tíu stærstu kauphallir heimsins miðað við markaðsverð- mæti skráðra hlutabréfa. Kauphöllin í New York ber höfuð og herðar yfir aðrar kauphallir og er rúmlega fjórum sinnum stærri en sú næsta, kauphöllin í Tokío. Heildarverðmæti skráðra hlutabréfa hjá Tafla 3. Hæsta markaðs- virði verðbréfa 1997 ^Kauphöll Markaðsvirði New York 8,879,6 Tókíó 2,085,4 London 2,068,2 Nasdaq 1,738,0 Þýskaland 825,2 París 674,4 Sviss 575,3 Kanada (Tórontó) 567,6 Ainsterdam 468,6 . Hong Kong 413,3 j engin fjölþjóðafyrirtæki sem eiga veru- legra hagsmuna að gæta í Asíu, efnahags- kerfi viðkomandi landa er mun ótengdara Asíulöndum en efnahagskerfi stærri land- anna og uppgangur hefur verið í viðkom- andi löndum. Sum þessara landa eru einnig talin hafa notið þess að sjóðstjórar hafa í auknum mæli dreift áhættu til landa með háa ávöxtun, t.d. Irlands, Grikklands og Tyrklands. Mynd 1 sýnir þróun hluta- bréfaverðs hjá kauphöllum innan FIVB í gjaldmiðli viðkomandi landa. kauphöIluminnanAlþjóðasamtakakaup- halla (FIBV) var áætlað 21.776,7 millj- arðar Bandaríkjadala í lok árs 1997 og hafði það hækkað um 11,3% frá árinu áður. Þær hugmyndir hafa oft verið viðr- aðar að sameina eigi kauphallirnar á Norðurlöndunum í eina til að koma þess- um löndum á kortið. Þegar er hafin náin samvinna milli kauphallanna í Stokk- hólmi og Kaupmannahöfn en ekki virðist vera áhugi fyrir slíkri sameiningu í Osló og Helsinki. Markaðsverðmæti hluta- bréfa hjá þessum kauphöllum nemur um 500 milljörðum Bandaríkjadala og því myndu þær sameinaðar komast í níunda sæti. Það er þó háð því að ekki sé um margfalda skráningu að ræða, þ.e. sama fyrirtæki sé skráð hjá fleiri en einni kauphöll. Heildarviðskipti Aukning á viðskiptum frá fyrra ári var að mest í Lissabon í Portúgal 183,4%. Næstmest varð aukningin í Taí- landi, 173,6% og Hong Kong, 172,6%. Heildarviðskipti allrakauphallanna námu rúmlega 22 milljörðum Bandaríkjadala og þar af voru 5,8 milljarðar hjá kaup- höllinni í New York og um 4,5 milljarðar hjá Nasdaq markaðinum sem einnig er í Bandaríkjunum. Hafa verður í huga að eitthvað er mismunandi hvernig velta er áætluð í hinum ólíku kauphöllum þannig að heildarvellan er nálgun. Veltuhraði eltuhraði segir til um það hversu mikil viðskipti eru með verðbréf V miðað við heildarverðmæti. Mánaðar- velta er margfölduð með 12 til að fá jafn- gildi ársveltu og í þá tölu er deilt með markaðsverðmæti verðbréfanna. Meðal- veltuhraði hjá kauphöllunum innan FIVB í desember síðastliðnum var66. Það gefur til kynna að um 2/3 af öllum hlutabréfum hefðu skipt um hendur í þessum kaup- höllum hefðu viðskipti á árinu verið eins og í desember. Mestur veltuhraði í des- ember var í T aívan, 419,4%. Markaðurinn þar er greinilega mjög liðugur því að þar náðist einnig mesti veltuhraði í einum mánuði, 608%, í júlí síðastliðnum. Til samanburðar var veltuhraði hlutabréfa á Verðbréfaþingi íslands í desember7,9%. Ef viðskipti utan kerfis eru einnig talin með þá hækkar veltuhraðinn í 23,4%. Því má ætla að við eigum nokkuð í land með að ná öðrum þjóðum á þessu sviði. Heimildir: FIVB, Verðbréfaþing íslands Mynd 1. Hækkun hlutabréfavísi- talna á kauphöllum 1997 Istanbúl! Lissabon j Aþena italfa j Mexiko Sviss irland Bilbaó Þýskaland Saó Páló i Kaupm.höfn Rio de Janeiro Madríd Amsterdam Barselóna Tel-Aviv Brussel Helsinki New York Ósló Llma Búenos Aries London; Lúxemborg Parfs Stokkhólmur Chicago Nasdaq Talvan Amex Montreal Vin Tóronto Ástralia Nýja Sjáland Varsjá Santiagó Jóh.borg Ósaka Tehran Hong Kong Tokio Singapúr Jakarta Fillipseyjar Kórea Vankúver Kuala Lúmpur Talland -60 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.