Vísbending


Vísbending - 13.03.1998, Blaðsíða 2

Vísbending - 13.03.1998, Blaðsíða 2
ISBENDING Endurhverf verðbréfaviðskipti Asíðustu árum hafa endurhverí' viðskipti (e.: Sell cuul Repurchase Agreements, repos) notið vax- andi vinsælda á verðbréfamörkuðum um allan heim. Þjóðverjar hafa náð einna lengst á þessu sviði og hafa önnur lönd leitað nokkuð í smiðju til þeirra til að læra á þetta tæki. Hér á landi hefur verið verslað með þessum hætti í nokkur ár. Ekki mjög flókið s Istuttu máli má segja að endurhverf við- skipti gangi út á að fá lánaða fjármuni gegn handveði í skuldabréfum (eða hugs- anlega hlutabréfum þótt þeir viðskipla- hættirhafaekki náð verulegri útbreiðslu). Eigandi skuldabréfannaselurþauen lofar jafnframt að kaupa þau aftur á fyrir fram ákveðnum degi í framtíðinni. Seljandinn fær peninga og kaup- andinn fær bréfin. Þegar að um- samdri dagsetningu kernur endur- greiðir seljandinn peningana og kaupandinn afhendir bréfin til baka. Hver er tilgangurinn? Endurhverf viðskipti eru ódýr aðferð til að verða sér úti um fjármagn. Vegna þess að verðbréfin eru lögð fram sem veðandlag er áhættan ekki mikil og því er kostnaðurinn við lántökuna ekki mikill. í Þýskalandi er það helst seðla- bankinn (Bundesbank) sem notar endur- hverf viðskipti til að stýra peningamagni í umferð. Ef bankinn vill auka peninga- magn í umferð þá lætur hann aðra banka fá peninga gegn verðbréfum og ef seðla- bankinn vill draga úr peningamagni þá notar hann öfug endurhverf viðskipti (e.: Reverse repo) þ.e. Iætur bankana fá verð- bréf og vill fá peninga í staðinn. Fleiri möguleikar s Aþróaðri mörkuðum er það ekki bara seðlabankinn sem stendur í slíkum viðskiptum. Endurhverf viðskipti geta nýst sjóðstjórum til að auka ávöxtun á sjóðum sínum og einnig geta þau nýsl verðbréfasölum sem vilja ofselja (e.: Sell Sliort). Það fer þá þannig fram að sjóða- stjóri sem á eftirsótt verðbréf býður upp á endurhverf viðskipti. Hann fær pen- inga í hendurnar sem hann setur á pen- ingamarkaðsreikning og nær þannig ávöxtun (tvöfaldri eins og kaupin gerast því að verðbréfið er að ávaxtast þótt það sé ekki í höndum sjóðstjórans). Verð- bréfasalinn getur unnið sér tíma til að afla verðbréfa sem hann er búinn að selja. Verðbréfasali grípur til ofsölu í tvenns konar tilgangi: Hann vill halda í við- skiptavin með því að útvega honum þau bréf sem hann biður um eða hann telur að markaðurinn muni hreyfast sér í hag, þ.e. hann á von á að verð muni falla og að hann geti keypt verðbréfin aftur ódýrari og hagnist á mismuninum. Þær aðstæður geta myndast á markaði að einslök verð- bréf verði mjög eftirsóttog þáget- ur það leitt til þess að eig- andi verð- bréfanna f\/ fái aukagreiðslu fyrir bréfin (í því formi að hann getur keypl þau aftur ódýrari en hann seldi þau). Tvenns konar áhætta Þessum viðskiptaháttum fylgir þó áhætta, markaðsáhætta og mótaðila- áhætta. Markaðsáhættan ersú að á meðan Myiul 1. Endurhvérf viðskipti Seðlabtmka íslands (Mkr.) eigandinn hefur bréfin ekki í hendi getur hann ekki selt þau ef markaðurinn breyt- ist. Það er sérlega bagalegt þegar eigandi bréfanna veit að hann þarl'að kaupa bréf- in aftur á hærra verði en þegar hann selur. Mótaðilaáhættan felst í því að mótaðili geti ekki skilað verðbréfunum á umsömd- um tíma. Þessi áhætta er þó ekki eins stórkostleg og ætla mætti því að eigandi bréfanna hefur jú peninga í höndunum sem hann lætur ckki aftur nema bréf komi í staðinn. Stöðugt uppgjör Aþróaðri mörkuðum er daglegt upp- gjör á endurhverfum viðskiptum. Það þýðir að á hverjum degi er reiknað út virði bréfanna miðað við markaðsverð og ef bréfin hafa hækkað í verði þarf mót- aðilinn að greiða aukagreiðslu til eiganda bréfanna til að brúa bilið. Bréfin eru því ávallt metin á markaðsverði. Mótaðila- áhættan er því hverfandi og felsl í raun í því að þegar kemur að umsömdum tíma þá getur eigandinn þurft að kaupa — brélin á markaði og verðurþá fyrir einhverjumkostnaði vegnakaup- anna og hugsanlegt er þá að verð bréfanna innan dagsins sé óhag- stætt. Þessi áhætta er þó hverfandi því að mótaðilinn gerir allt sem hann getur lil að standa við sinn hlut því að annars gæli hann átt í erfiðleikum með að taka þátt í slíkum viðskiptum síðar. Þriggja aðila endurhverf viðskipti ILondon hefur það færst í vöxt að þriðji aðili komi að endurhverfum viðskipt- um. Sáermilligönguaðili,venjulegaupp- gjörsstofnun, t.d. Euroclear eða Cedel. Milligönguaðilinn kemur á sambandi milli aðila sem vantar peninga og hinna sem þurfa að ávaxta peningana. Með því að nota milligönguaðilann sleppa hinir við að flytja verðbréf á milli stofnana og allt það amstur sem því fylgir, auk þess sem þeir sleppa við að fylgjast með bréf- unum og halda þeim aðgreindum frá öðr- um. Milligönguaðilinn hefur það starf að halda utan um verðbréfaeign viðkomandi aðila og því er það lítið mál að l'æra fé á milli og fylgjast með því það er hvort eð er það sem hann gerir venjulega. Mikil viðskipti ILondon er áætlað að dagleg endur- hverf viðskipti nemi um 18 milljörðum pundaen aðjafnaði séu um lOOmilljarðar punda í slíkum samningum. Þetta þýðir að samningarnir eru tiltölulega stuttir. Þriggja aðila endurhverf viðskipti eru talin vera á bilinu 50 - 60 milljarðar Bandaríkjadala á degi hverjum. Hér á landi hefur Seðlabankinn stundað endur- hverf viðskipti við viðskiptabankana frá árinu 1993. A síðasta ári námu þessi við- skipti6,5milljörðumkróna.Mynd 1 sýnir þróun endurhverfra viðskipta hér á landi frá árinu 1993. Heimildir: Financial Times, Seðlabanki íslands 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.