Vísbending


Vísbending - 20.03.1998, Blaðsíða 1

Vísbending - 20.03.1998, Blaðsíða 1
ISBENDING 20. mars 1998 11. tölublað V i k u um viðskipti og efnahagsmál 16. árgangur Arangur, agi og markmið að verður aðsegja menntamálaráð- herra til hróss að hann brestur ekki kjark þótt hár garður sé fram und- an. Ný skólastefna sýnir það. Skólamál hafa verið í brennidepli alla þessa öld og verða það eflaust einnig á þeirri næstu. Aðferð menntamálaráðherra er í anda þeirrar hugsunar sem tíðkast víða í við- skiptalífmu, þ.e. að meta stöðuna í dag, setja markmið um framtíðina og velja leiðir að settu marki. Þetta er langt frá því að vera einfalt mál. Menntun er ekki forrit- un. Menntun snýst um einstaklinga sem em misjafnlega tilbúnir til að tileinka sér nám, um kennara sem em misjafnlegabúnir tíl að virkja nemendur, um foreldra sem styðja misvel við bakið á bömum sínum, um stjómvöld sem era misáhugasöm um menntun og um aðstæður sem em mis- jafnar í þjóðfélaginu á hverjum tíma. Umbylting Asíðustu áratugum hafa orðið veru- legar breytingar á þjóðfélaginu. Nefna má eftirfarandi atriði: ■ Velmegun hefur vaxið. B Þjóðfélagið er opnara og frjálslynd- ara en áður. ■ Fólk hefur fleiri frístundir og gildi fjölskyldulífs hefur fengið aukið vægi. B Ferðalög almennings ti I útlanda hafa aukið víðsýni og samanburð við aðrar þjóðir. ■ Þátttaka beggja foreldra í atvinnulíf- inu er nánast regla núorðið. B Flestir heimilismenn taka þátt í al- mennum heimilisstörfum. B Upplýsingastreymihefurmargfaldast með tilkomu og útbreiðslu sjónvarps og Internetsins. ■ Tölvur eru komnar inn á mjög mörg heimili. I Mikið af afþreyingu unglinga felst í tölvuleikjum, vafri um Intemetið og sjónvarpsáhorfi. Vinna beggja foreldra veldur því að uppeldi barna færist að miklu leyti úl af heimilinu og í skólann. Ætla má að um 35-40% af vökustundum bams í hverri viku séu í skóla. Vegna breyttrar afþrey- ingar má ætla að þekkingar utan skóla sé aflað með mun brotakenndari hætti en áður og því verður hlutverk skólans við uppbyggingu grunnþekkingar sífellt mikilvægara. Menntakerfið verður með öðmm orðum að taka að sér það hlutverk að auka víðsýni og opna hugann fyrir fjölbreytileik hins daglega lífs. Mennta- kerfið fær einnig það hlutverk að hvetja einstaklinginn til dáða og kenna honum samvinnu við aðra. Verkefnið er stórt og afar mikilvægt. Brautin vörðuð eð nýrri skólastefnu er leiðin til framtíðar vörðuð. Lokatakmarkið hlýtur að vera einstaklingar sem hafa trausta alhliða þekkingu sem er grunnur að farsælu starfi, frekara námi og lífi. Hvernig síðan á að skilgreina „trausta al- hliða þekkingu“ og hvernig hægt er að veita hana er hinn vandrataði vegur. Lögð er áhersla á að sinna ólíkum þörfum einstaklinga, bæði með s veigj anlegu skóla- kerfi og með íjölbreytilegum kennsluað- ferðum. Stuðla á að jafnrétti til náms með því að nemendum er boðið nám og kennsla við hæfi. Einnig er lögð áhersla á að skilin á milli skólastiga séu minni en verið hefur. Auka á vægi tungumála frá því sem nú er og einnig verður stærðfræði gert hærra undir höfði. Kynnt er til sögunnar ný námsgrein, lífsleikni, sem mun taka á ýmsum þáttum hins daglega lífs og lögð er áhersla á notkun tölva bæði við vinnu og upplýsingaöflun. Það eru hins vegar hinir margbrey tilegu smáþætt- ir sem gefa stefnunni bragð. Umhverfis- fræðsla og hugmyndafræði sjálfbærrar þróunar verður sinnt í öllu skólastarfi, lögð verður rík áhersla á hæí'ni nemenda til tjáskipta og samvinnu við aðra og fmmkvæði og sjálfstæði í vinnubrögð- um. Lagður er grunnur að símenntun á öllum stigum formlegs skólanáms, boð- ið verður upp á valgreinar allt frá fyrsta bekk og lögð er áhersla á aukin tengsl skóla við foreldra. Ljónin í veginum Háleit stefna er ekki pappírsins virði ef höndum er kastað til við fram- kvæmdina. Lykilatriðið í framkvæmd nýrrar skólastefnu eru kennarar. Til að stefnan nái fram að ganga þarf að manna skólana með áhugasömum og velmennt- uðum kennurum. Eftir flutning grunn- skólans til sveitarfélagannaerþessi þáttur ekki lengur í höndum rfldsins og því er það undir sveitarfélögunum komið hvern- ig til tekst. Sveitarfélögin eru hins vegar misvel í stakk búin á þessu sviði og koma þartil nokkrirþættir, helstfjármálog land- fræðilegar aðstæður. Því kann hin nýja skólastefna að steyta á því skeri að verr stæð sveitarfélög muni ekki ná markmið- unum og þar með er brostin ein af þremur stoðum stefnunnar: jafnrétti til náms. Ekki er víst að ríkið geti gripið inn í ef framkvæmdin verður ekki í samræmi við áætlanir því að þá færðist ábyrgðin til baka og eins víst er að skriða krafna um aðstoð fylgdi í kjölfarið. Þarft plagg Stefnumótun í menntamálum er verk- efni sem sífellt þarf að endurskoða. Sú vinna sem nú hefur verið unnin er fyrsta skrefið á þeirri braut að mennta- kerfið sé í takt við brey lingamar sem hafa orðið í þjóðfélaginu. Þótt áherslur kunni að vera umdeilanlegar eru vinnubrögðin til fyrirmyndar. ^ Ný skólastefnahefurver- Útboð og sala nýna verð- ^ Öll fyrirtæki taka áhættu a Framhald á grein um I iðkynnt. Innihaldiðkann 1 bréfa er nokkuð flókið enekkiervísthúnséþekkt. /\ áhættu og greiningu og X að vera umdeilanlegt en /j ferli. Varpað er ljósi á Benteráleiðirtilaðgreina flokkun á henni. vinnubrögðin eru góð. nokkra þætti þess. áhættuna og flokka. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.