Vísbending


Vísbending - 03.04.1998, Blaðsíða 2

Vísbending - 03.04.1998, Blaðsíða 2
ÍSBENDING Afkoma í landbúnaði 1997 kr./kg móti 379,5 kr./kg. Útflutningur á æðardúni gekk vel á árinu og voru flutt út 2.627 kgafæðardúni fyrirum 172 milljónir króna eða tæpar 65.500 kr./kg. Horfur fyrir árið 1998 En hvert stefnir? Ytri skilyrði land- búnaðar verða að teljast hagstæð um þessar mundir. Kaupmáttur fer vaxandi og verðlag er stöðugt þótt verðbólgu- merki láti nú á sér kræla. Fyrst er að nefna breytingu á innheimtufyrirkomulagi sjóðagjalda. Mun takast að hækka verð til bænda til samræmis við auknar álögur á framteiðendaverð á móti niðurfellingu gjalda af heildsölustigi. Laun hækkuðu á síðasta ári og enn um 4% í ársbyrjun. Það mun vega nokkuð í rekstri þeirra búgreina þar sem launakostnaður er hlutfallslega hár. Þessar greinar eru einkumkjúklinga- rækt og btóma- og grænmetisbú. Hvað einstakar búgreinar áhrærir þá rikir einna mest óvissa í sauðfjárrækt og loð- dýrarækt. Hvað sauðfjárræktina áhrærirþá mun breytt kjötmat samhliða frjálsri verð- lagningu til bændakrefjast mikillarathygli. Samkeppni á kjötmarkaði er hörð og þó heildarkjötney sla fari vaxandi hefur kinda- kjötsneysla minnkað. Hætt er við að þetta muni reyna á verð til bænda á komandi hausti, á sama tíma og verð til framleið- enda verður gefið fijálst. V æntanlega mun þetta reyna mest á þolrifin í bændum á meðalstórum búum þar sem tekjur af sauðfé eru uppistaðan í ráðstöfunartekjum fjöl- skyldunnar. Framtíð loðdýraræktar er enn og aftur í heljargreipum. Spár hníga í þá átt að bati verði á mörkuðum þegar kemur fram á árið en veik staða greinarinnar gerir hana van- búna til að takast á við áföll af þessu tagi. Þá hefur útbreiðsla veirusjúkdóms í hross- um þegar stöðvað alla verslun með hross um ótiltekinn tíma og munu afleiðingamar birtast á útflutningsskýrslum og í buddu þeirra sem hafa viðurværi af framleiðslu, tamningu og umhirðu hrossa, auk þess sem kjötbirgðir hafa safnast í hrossahögum landsins. I öðrum búgreinum er staðan heldur sterkari og grunnur hefur verið lagður að starfsumhverfi mjólkurframleiðslunnar til lengri tíma. Mikilvægustu þættirnir varðandi afkomunatil lengri tímaeru tví- þættir. Annars vegar er um að ræða það samkeppnisumhverfi sem landbúnaðin- um verður búið til framtíðar hér á landi, á grundvelli samkeppnislaga og búvöru- laga og túlkunnar þeirra. Hins vegar al- þjóðlega umhverfið en sá tími er liðinn að hægt sé að líta á landbúnaðarstefnuna sem hreinræktað innanlandsmál. Við erum þátttakendur í samfélagi |rjóðanna og ætlum okkur að vera áfram. Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Framleiðsla og sala mjólkur var í þokkalegu jafnvægi á árinu. Verk- fall Dagsbrúnarmanna hjá Mjólkur- samsölunni skaðaði markaðinn þó nokk- uð, skammtímaáhrif þess eru talin nema sölu upp á 0,7 milljónir lítra en ekki er séð fyrir hver langtímaáhrif þess kunna að verða. Heildarsalan á fitugrunni varð rúm- um 2% minni en 1996 en um 0,5% meiri mæld á próteingrunni. Vaxandi misvægi er í sölu á mjólkurfitu og injólkurpróteini. Heildarkjötsalajókstfráárinuáðurogsama eraðsegjaumsölumiðaðviðíbúa.Nokkrar tilfærslur urðu þó á milli greina og misstu kindakjötsframleiðendurnokkramarkaðs- hlutdeiIdtilannarrakjötgreina.Mikilaukn- ing varð í framleiðslu og sölu alifuglakjöts og svipaða sögu er að segja af svínakjöti. Aukin kjötsala gefur tilefni til bjartsýni, endaferkaupmátturlauna vaxandi og fram- sækin fyrirtæki vinna að þróun nýrra vöru- tegunda. Enn erum við nokkuð undir með- alneyslu á íbúa 1990 en hún var um 64 kg. Afkoma árið 1997 ráðabirgðatölur benda til að heildar- verðmæti nokkurra stærstu afurða- flokka landbúnaðarins á verði til fram- leiðenda hafi aukist um 6% milli áranna 1996 og 1997, mælt á verðlagi hvors árs. Munar þar mest um verðhækkanir á mjólk og kindakjöti en einnig jókst framleiðsla svína- og alifuglakjöts. Kúabúskapur erð á mjólkurlítra til framleiðenda var kr. 54,76 í ársbyrjun en hafði hækkað í kr. 58,25 í árslok. Meðalverð á nautakjöti samkvæmt verðlagsgrundvelli varkr. 257,1 Oá kg í ársbyrjun og kr. 261,67 á kg í árslok. Þá greiddu (flest) mjólkur- samlög arð sem nam 0,7 kr. á innveginn lítra á árinu 1996. Að þessum breytingum samanlögðum og þeirri staðreynd að greiðslumark keypt á árinu 1992 er nú að fullu fymt og sá I iður mun a.m.k. ekki hlaða jafn hratt upp á sig og áður, þá bendir allt til þess að aikoma kúabúa hafi batnað til munaáárinu 1997.Búinhaldaeinnigáfram að stækka með kaupum á greiðslumarki. Sauðfjárrœkt s Aárinu 19971ækkaði verðskerðingar- gjald til framleiðenda úr 8% í 3%. Útflutningshlutfall dilkakjöts lækkaði úr 19% í 13% og verð á dilkakjöti hækkaði, bæði innanlandsverð og verð á útflutn- ingsmörkuðum. Meðalverð samkvæmt verðlagsgrundvelli hækkaði um 5,48% frá 1.9.1996 til 1.9.1997. Sé lækkun verð- skerðingargjalda tekin með nemur hækk- unin 11,21%. Verð fyrir dilkakjöt til út- flutnings hefur farið hækkandi á sfðustu misserum. Útlit er því fyrir að afkoma sauðfjárbúa verði betri á árinu 1997 en árið á undan. Sölusamdráttur á nýliðnu ári varpar þó nokkrum skugga á fram- tíðarhorfur greinarinnar. Önnur framleiðsla ramleiðsla og sala á svínakjöti og alifuglakjöti jókst á árinu. Þróun fóð- urverðs hefur verið þessum greinum fremur hagstæð og því er ástæða til bjart- sýni um afkomuhorfur eftir taprekstur á árinu 1996. Samkvæmt bráðabirgðatöl- um var framleiðsla og sala á eggjum ívið meiri áárinu 1997 en 1996. Afurðirvarp- stofnsins fara einnig vaxandi. I loðdýrarækt reyndist frjósemi og stærð skinna með allra besta móti á árinu. Mark- aðir í Japan og Kóreu (sem hefur keypt um 60-70% af refaskinnum) brugðust hins vegar í upphafi nýs söluárs (1. des- ember) og vegna skorts aðila á fjármagni til skinnakaupa. Nægirmarkaðireru hins vegar taldir vera fyrir hendi fyrir unnar vörur. Samkvæmt bráðabirgðatölum Hagstofu íslands nam útflutningsverð- mæti (fob) loðskinna284,1 milljón króna áárinu 1997. Arið 1996namútflutnings- verðmætið hins vegar 403,5 milljónum króna og nemur lækkunin því 42%. Garðyrkja Samkvæmt upplýsingum frá Sambandi garðyrkjubænda bendir fiest til að af- koma grænmetisbænda hafi verið góð á nýliðnu ári. Afkoma í garðplöntufram- leiðslu var viðunandi en rekstur blóma- stöðvaerfiður. Neysluaukninghefurorð- ið á grænmeti. Samkomulag sem náðist í febrúar milli iðnaðarráðuneytis, Lands- virkjunar, Rafmagnsveitna ríkisins og Sambandsgarðyrkjubændaoggildirfram í apríl n.k. gerirgarðyrkjubændum kleift að kaupa rafmagn á ódýrari taxta en rof- taxta og skilaði það milljónum í sparnað fyrir greinina. Raflýsing fer vaxandi og bætir nýtingu mannafia og fjármuna. / Utflutningur Samkvæmt bráðabirgðatölum Hag- stofu íslands reyndist útflutningur á reiðhrossum nema tæplega 2500 hrossum að verðmæti um 211 milljónir króna. Út- flutningur á hrossakjöti reyndist 122 tonn á árinu eða ívið mei ri en árið 1996en meðal fobverð var hins vegar mun lægra eða 203 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.