Vísbending


Vísbending - 24.04.1998, Blaðsíða 4

Vísbending - 24.04.1998, Blaðsíða 4
V ISBENDING Afskrftir bankanna Mikið hefur verið rætt um afskrift- ir íslenskra banka. Mörgum þykja þær miklar og hafa ýmis stóryrði fallið af því tilefni. Öllum ætti þó að vera ljóst að áhætta fylgir ávallt bankastarfsemi en spumingin er hversu mikil hún er. Skemmst er að minnast bankakreppu á hinum Norðurlöndunum en ríkisstjóm Finnlands lagði m.a. fram fjárhæðir sem samsvara 8,2% af vergri landsframleiðslutilaðbjargaþarlendum bönkum frá gjaldþroti. Bankar í Japan og Kóreu riða margir til falls eftir margra ára hremmingar. Bandarískir og breskir bankar urðu einnig illa úti fyrir 10-15 árum þegar þeir neyddust til að afskrifa skuldir við þróunarríki. 31 milljarður á 10 árum Iathugun sem Vísbending gerði á af- skriftum sjö stærstu bankastofnananna hérlendis kom í ljós að alls voru afskrifaðir31 milljarðurkróna(áverðlagi í desember 1997) á síðustu 10 árum. Þetta Leiðrétting r Igrein um hag af Myntbandalagi í Vís- bendingu 3. apríl hefur ýmislegt skolast til.V erst heíur textinn við myndina orðið úti. Lárétti ásinn sýnir vöruskipti við væntanleg aðildarríki Myntbandalags Evrópu árið 1994 (útflutning og innflutn- ing á vörum), sem hlutfall af landsfram- leiðslu.ÞettahlutfallerhæstíBelgíu(sem ætti þá að hafa mestan hag af evru, að öðru jöfnu). Lóðrétti ásinn sýnir fylgni hagvaxtar einstakra landa við hagvöxt Myntbandalagslandanna 11, árin 1975 til 1994. Landsframleiðsla Hollands, Belgíu, Frakklands og Ítalíu hefúr sveifl- astmjög svipað og landsframleiðslaann- arra Myntbandalagsríkja. Þar ætti því að vera lítil þörf á gengisbreytingum gagn- vart öðrum ríkjum bandalagsins. Löndin sem eru efst og lengst til hægri á myndinni hafa mestan hag af bandalaginu, þegar aðeins er litið á þessa tvo kvarða. Eins og vikið er að í greininni eru líkur á að Mynt- bandalagslönd færist upp og til hægri á myndinni eftir stofnun þess. I þriðj a dálki á blaðsíðu 3, 6. línu að ofan á að standa: „Tvennt bendir til þess að Myntbanda- lagið smðli að minni mun á hagsveiflum.“ Á blaðsíðu 4, fyrsta dálki, hefur tveim málsgreinum verið slegið sarnan og er erfítt að skilja útkomuna. Þar á að standa, frá 22. línu að neðan: „Þess vegna er hvergi eins mikilvægt að menn taki af- stöðu til málsins. Engin leið er að reikna út á óyggjandi hátt kostnað og ávinning af þvi að taka upp evru og afstaðan hlýtur að miklu leyti að ráðast af huglægumati.“ svarar til 1,63% af meðalstöðu útlána á sama tímabili. Tafla 1 sýnir afskriftir bankanna á þessum 10 árum og hlutfall afmeðalstöðuútlána. I töflunni eruteknar saman tölur fyrir forvera Islandsbanka Tafla 1. Afskriftir banka s.l. 10 ár og hlutfall af útlámim (m.kr.) AfskriftirHlutfall af N (sí verðl. 1997) útlánum Landsbankinn 14.851 1,65% fslandsbanki 10.511 2,29% Búnaöarbankinn 4.301 1.17% SPRON 514 0,85% Sparisj. Hafnarfjarðar 289 0,58% Sparisj. í Keflavík 548 1,15% Nparisj. vélstjóra 196 0,59% J hf.: Útvegsbankann, Iðnaðarbankann, Verslunarbankann og Alþýðubankann og einnig er Samvinnubankinn talinn með í tölum Landsbankans. Það sem gerir þessar tölur athyglisverðar er að á tíma- bi linu sem þær spanna varð töluverð nið- ursveifla í efnahagslífinu sem lýsti sér í gj aldþrotum og vandræðum hj á fýrirtækj - um og einstaklingum. Sterkir sjóðir Staða bankanna er sterk um þessar mundir. Afskriftarsjóðirnir voru i árslok 1997 að meðaltali tæplega 3% af meðalstöðu útlána á árinu. Sparisjóðurinn í Keflavíkhefurhæstahlutfallið, tæplega 5% en það stalar væntanlega af 90 milljón króna aukaframlagi í afskriftarsjóðinn á árinu sem ætlað var að hreinsa upp for- tíðarvandamál. Ljóslerað varfæmi ræður nú ríkum innan bankanna og virðast þeir liafa lært sína lexíu af þróun síðustu ára. Þótt mörgum hafi ofboðið afskriftir ís- lenskra banka þá voru vandamálin hér smávægileg miðað við vandræði banka í sumum nágrannalöndum okkar. Heimildir: Ársreikningar bankanna og skýrslur bankaeftirlilsins. ( Vísbendingin ' "ÓV 4'ikið lífáskuldabréfamarkaðibendiú iVXtil þess að menn trúi á enn ffekari vaxtalækkanir en þær sem þegar eru komnarfram. Frekari vaxtalækkanirgæhi þó stefnt í voða þeim áætlunum Seðla- banka að draga úr þenslu í hagkerfmu og því er ekki víst að þessi trú muni ganga eftir. Það sem styrkir trú vaxtalækkunar- sinna er að vextir hérlendis eru enn hærri en sambærilegir vextir erlendis en það sem mælir gegn þessari trú er ofangreind skoðun að frekari vaxtalækkun muni stuðla að of mikilli þenslu. V________________________________J Aðrir sálmar K__________________________________/ r “ ~ \ Stjórnmál og fjármál Vandamál Landsbankans hafa beint kastljósinu enn einu sinni að því hve ótækt er að stjórnmálaflokkar velj i menn til stjórnarstarfa í fjármálastofhunum. Einn aðalvandinn er sá að flokkamir em allir flæktir í fjámrál ríkisbankanna með einhverj um hætti, meira að segj a Kvenna- listinn rneð „Kristínu litlu Sigurðardótt- ur". Það vekur þó von um stefhubreytingu að formaður Sjálfstæðisflokksins opnaði umræðu um gjaldþrot Útgáfufélags Þjóð- viljans og ábyrgðir Alþýðubandalagsins á því. Morgunblaðið segir í Reykjavík- urbréfi 19.4.: „Það er kontinn tími til að skýra frá þessum viðskiptum öllum og reyna ekki lengur að fara í kringum slík mál eins og köttur kringum heitan graut. Ef Alþýðubandalagið hefur valdið Landsbankanum verulegu tjóni ... þá á að upplýsa það og skýra heiðarlega frá því, hverjirað slíkum viðskiptum stóðu.“ Viðbrögð formanns Alþýðubandalagsins sem felur sig bak við bankaleynd vekja fúrðu. Eins er það afar ómálefnalegt að fela sig bak við að Almenna bókafélagið hafi líkaorðið gjaldþrota. Almennabóka- félagið valdi ekki fulltrúa í bankaráð Landsbankans, ólíkt Alþýðubandalag- inu, en jafnvel þótt málin væru sambæri- leg gerir það gjaldþrot Þjóðviljans og ábyrgðir Alþýðubandalagsins áþví nokk- uð betri? Margrét Frímannsdóttir segir málið hafa komið til fýrir sinn tíma. En auðvelt ætti að vera að fá upplýsingar frá forvera hennar. Bankaleynd getur ekki átt við gagnvart viðskiptum þeirra flokka sem kusu fulltrúa í bankaráðið, síst af öllu þegar gefið er til kynna að stjóm- málaflokkur hafi gert samning beinlínis í því skyni að skuldir féllu á banka allra landsmanna. Það er siðferðileg skylda að upplýsa þetta ntál og komi þar eitthvað óhreinl í ljós verða þeir sem ábyrgðina bera að bregðast við með sama hætti og bankastjórar Landsbankans. Svavar Gestsson hefur lýst því yfir að laxveiðimálið sýni yfirburði ríkiseignar umfram einkaeign. Þá rökvisi er erfitt að skilja, en gæti bakábyrgð Alþýðubanda- lagsins á skuldum Þjóðviljans „meðan hann kom út“ skýrt þessa skoðun? V__________________________________) ^Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og^ ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án vleyfis útgefanda._________________. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.