Vísbending


Vísbending - 29.05.1998, Blaðsíða 2

Vísbending - 29.05.1998, Blaðsíða 2
ISBENDING Er að sjóða upp úr? Astand íslensks efnahagslífs hefur sjaldan verið stöðugra en síðustu 10 árin. Á öldinni hafa skipst á upp- og niðursveiflur en eins og sjá má á mynd 1 hafastökkingjarnanveriðstærri og munur á milli ára mun meiri en um þessar mundir. Meðalhagvöxtur á öldinni er áætlaður 4,1% en mælingar hafa vafa- lítið verið óáreiðanlegri á fyrri hluta aldar- innar. Sveiflurnar í efnahagskerfmu má að mestu leyti rekja til meginstoða efna- hagslífsins, fískveiða og -vinnslu og þrátt fyrir mikla uppbyggingu í stóriðju eru þessir þættir enn ráðandi. Eftir hrun þorskstofnsins og ákvörðunar um að byggja hann upp með varfærinsleg sjón- armið í huga hefur leiðin legið hægt upp á við og nýjustu athuganir fiskifræðinga benda til þess að uppbyggingin sé að skila Sígandi lukka Niðursveiflan, sem merkja mátti að hæfist árið 1988 stóð í fimm ár með smá upprofi 1990 og 1991, byrjaði illa. Hagvöxtur hrapaði á einu ári úr 8,5% í -0,1 og fór lægst í -3,3%. Uppsveiflan hefur verið heldur stöðugri, stærsta breyt- ingin var úr 1 % í 5,5% og síðustu tvö árin og spá fyrir næsta ár bendir til þess að hagvöxturverði íkringum5%. Markvisst hefur verið unnið að því að auka fjöl- breytni atvinnulífsins til að draga úr sveiflum sem verða vegna mismunandi árferðis í fiskveiðum og -vinnslu. Að auki hefur gengisstefnan síðustu ár miðað að því að halda gengi krónunnar sem stöð- ugustu gagnvart þeim myntum sem helsl eru notaðar í erlendum viðskiptum og reynt hefur verið að ná tökum á ríkisfjár- málum til að auka svigrúm atvinnuveg- anna til innlendrar fjáröflunar. Atvinnu- leysi sem lét aðeins kræla á sér er í rénun og vextir hafa farið lækkandi. Það er þó einkennandi fyrir allar þessar breytingar að þær eru fremur hægfara og áhrifin hafa komið fram jafnt og þétt. Þenslumerki Nú eru blikur á lofti. Ymis teikn eru um að þensla sé að vaxa. Helst horfa menn á að framleiðslugeta margra at- vinnugreina sé að mestu fullnýtt, tölur um minnkandi atvinnuleysi og tölur um aukningu innflutnings á fjárfestingarvör- um sem styðja þessa skoðun. Innflutn- ingur neysluvamings hefur einnig vaxið sem bendir til þess að almenningur sé farinn að eyða frjálslegar en áður var. Útlán bankanna hafa vaxið mikið á síð- ustu 10 mánuðum og lætur nærri að vöxt- urinn sé um 17% að meðaltali umreiknað áársgrundvöll. Spennaer farin að mynd- ast í ákveðnum stéltum og eftirspurn er meiri en framboð með tilheyrandi yfir- boðum. M i kil hagræðing hefur átt sér stað í sjávarútvegi en þótt ofmikil afkastageta sé enn fyrir hendi hefúr orðið vemlega grisjun á þessu sviði. Flotinn er þó að stofni til nokkuð gamall, þótt aldur skipa geti reyndar verið misvísandi þar sem í sumum tilvikum eru skipin endurbyggð að mestu með reglubundnum hætti. Hvað er til ráða? Til að sporna við þensluhættu var gripið til þess ráðs að ffesta fram- kvæmdum og er ljóst að sú aðgerð var nauðsynleg þótt hún hafi sætt gagnrýni á sínum tíma. Enn eru þó mannfrekar og fjárfrekar aðgerðir í gangi sem sumar hverjar þola litla bið. Bæði er unnið að virkjanaframkvæmdum vegna skuld- bindinga um raforkusölu til stóriðju og einnig eru í gangi umfangsmiklar verk- legar framkvæmdir svo sem endurbygg- ing mannvirkja á Skeiðarársandi sem vart verður komist hjá. Ljóst er að frekari niðurskurður útgjaldahins opinberabæði ti 1 ff amkvæmda og annarra verkefha mun reynast stj órnmálamönnum þung raun þar sem ff amundan eru kosningar til Alþingis á næsta ári og stjómmálamenn hafa ekki aflað sér vinsælda með niðurskurði, þótl ílestum sé ljós þörfin. Annað viðnám við þenslu er að draga úr eftirspurn eftir láns- fé með því að standa fyrir vaxtahækkun- um. Þessi leið er ekki mjög greiðfær hér- lendis vegna auðveldari aðgangs en áður að erlendum lánamörkuðum sem bjóða hagstæðari kjör og einnig vegna þess að almenningur hér á landi skuldar mikið og finnur fyrir því á beinan hátt ef vextir hækka í hærri afborgunum. Viðvaranir hafa borist erlendis frá, bæði hefur OECD varað við þensluhættu og einnig em vam- aðarorð í umsögn Standard & Poor’s um lánshæfismat skuldabréfa ríkissjóðs. En gamall málsháttur kemur upp í hugann í þessu sambandi: Eigi veldur sá er varar. Mynd 1. Hagvöxtur á íslandifrá aldamótum (Hagvöxtw er mœldursem prósent breyting á magnvísitölu vergrar landsframleiðslu. Heimild: Hagskinna og Sögulegt yfirlit hagtalna 1945 -1997)________________________________________ 40 30 -30 d? <£> 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.