Vísbending


Vísbending - 12.06.1998, Blaðsíða 3

Vísbending - 12.06.1998, Blaðsíða 3
ÍSBENDING Fallandi gengi 7 Astandið í Japönsku efnahagslífi hefur vakið ugg í brjóstum manna um allan heim. Það er þó ekki fyrr en nú á síðustu vikum sem þrýstingur á gjaldmiðilinn hefur vaxið svo mjög að við liggur að upp úr sjóði. Vandamálin í japönsku efnahagslífi eru fjölmörg og valkostirnir sem yfirvöld þar standa frammi fyrir eru fáirog slæmir. Kreppan í öðrum löndum Asíu hefur einnig haft áhrif á japanskt efnahagslíf vegna sterkra tengsla þessara landa. Mynd 1 sýnir þróunina á gengi jens gagnvart Banda- ríkjadal síðustu mánuði. Veikburða bankakerfi argir samverkandi þættir hafa vald- ið því hvernig nú er komið í jap- önsku efnahagslífi. Bankakerfið er þó af mörgum talin ein rót vandans. Eftir að fasteigna- og hlutabréfabólurnar sprungu í lok síðasta áratugar hafa vandamál bankakerfisins komið berlega í ljós. Nokkrir banka hafa farið á hausinn og sameiningar bankastofnana og hagræð- ingaraðgerðir hafa leitt til fækkunar. Tap bankanna hefur verið mikið en vegna margslunginna eignatengsla og áhrifa hins opinbera hefur raunverulegt umfang erfiðleikanna verið hulið flestum. Lítil erlend samkeppni að hefur verið gagnrýnt í mörg ár að erlend fyrirtæki eiga mjög erfitt með að komast inn á markað í Japan. Ymiss konar hindranir hafa verið til staðar, bæði sýnilegar og duldar. Fj ármálastofnanir og framleiðslufyrirtæki sent keppa við inn- lenda aðila eiga við ramman reip að draga, sem er viðskipta- og fjármálaráðuneyti Japans (MOF). Þetta ráðuneyti rekur í raun hagsmunagæslu fyrir innlend fyrir- tæki og hefur verndað þau gegn erlendri samkeppni með oddi og egg. Þessi vemd hefur valdið því að framleiðslufyrirtæki, t.d. í bílaiðnaði hafa haft innlenda mark- aðinn sem nokkurs konar akkeri í rekstri og getað treyst á að þurfa ekki að keppa við erlend fyrirtæki þar. Erlendu fyrir- tækin hafa hins vegar átt í vök að verjast á heimamarkaði og þar að auki geta þau ekki í neinum mæli selt vörur sínar á hin- um stóra Japansmarkaði. Þessi verndar- stefna japanskra stjórn valda hefur rey nd- ar stundum komið þeirn í koll, t.a.m. gátu erlend fjármála- fyrirtæki nýtt sér samtryggingu jap- anskra banka og íhlutun MOF til að hagnast verulega á skiptasamningum sem japönsku fyr- irtækjunum var bannað aðtaka þátt í. Ekki varð það til að styrkjajapapska bankakerfið. I lok síðasta árs hófust síðan gagngerar endurbætur á fjár- málakerfi landsins og miða þær að því að opna kerfið fyrir samkeppni er- lendra aðila og draga úr óhagkvæmni þess. Sú skoðun hefur heyrst að þessar endurbætur gangi of skammt og komi of seint til að valda einhverjum straumhvörfum í fjármálalíf- inu. Ómarkvissar varnaðaraðgerðir Skattahækkun í upphafi síðasta árs olli því að neysla dróst saman og það hægði á umsvifum fyrirtækja. S vo virðist sem að þessar að- gerðir hafi verið einkaróheppilegar því að efnahagslíf- ið þurfti sérstak- lega á örvun að halda á þessum tíma, ekki aðhaldi. Vegna kreppunnar í nágrannalöndun- um var fyrirséð að hægði á fram- leiðslu, þar sem viðskipti á mikil- vægum mörkuð- um drægjust sam- an auk þess sem að samstarfsaðilum þrengdi.Þettavarð til þess að japönsk stjórnvöld ákváðu að örva efnahagslífið með því að dæla út fjármagni sem nemur 3,25% af landsframleiðslu. Um það bil helmingur af fjármagninu á að fara í opinberar framkvæmdir, fjórðungur í skattalækkanir og afgangur í ýmsaóbeina liði. Að auki var boðuð breyting á ýmsum atriðum svo sem afnám hafta, örvun fjármögnunar nýrra verkefna, aðstoð við að losa banka við vandræðalán og endur- bótum á nýtingu lands. Að auki var gripið til varasjóða til að verja jenið og er talið að u.þ.b. 10% af gjaldeyrisvarasjóðum landsins hafi verið dælt út til að styrkja jenið, án þess að árangur hafi náðst. Ekki svigrúm til vaxtalækkana parnaður í Japan er með því mesta sem þekkist í iðnríkjunum. Mynd 2 sýnir þróun spamaðar í Japan og nokkrum löndum frá 1980. Sparnaðaráráttan er mjög rík með þjóðinni og á sér sennilega þær rætur að almenningur vilji ekki upp- lifa aftur það volæði sem var ríkjandi í kjölfar sfðari heimsstyrjaldarinnar. Þetta sama var uppi á teningnum í Vestur- Þýskalandi eltir stríðið. Sparnaðurinn hefur haldist mikill þrátt fyrir að vextir hafi yfirleitt verið mjög lágir, jafnvel fá- ránlega lágir. Viðbrögð almennings við yfirvofandi kreppu eru hins vegar þau að auka sparnað til að hafa varasjóði til að mæta atvinnuleysi eða öðru harðræði. Það getur verið erfitt að brjóta þessa hringrás og helsta ráðið er að reyna að örva neyslu meðeinhverjum hætti. Aukin neysla leið- ir til eftirspurnar sem fyrirtækin verða að anna með fjölgun starfsfólks eða aukinni fjárfestingu. Það þýðir meira fjármagn í umferð sem einnig hvetur til neyslu. Ein Framtmld á síðu 4 Myrnl 2. Sparnaður heimila í nokkrum löndum (hlulfall af ráðstöfunartekjum)_________________________ Mynd /. Þróunjapansksjensgagnvart Bandaríkja- dalfrá ársbyrjun 1995______________________ 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.