Vísbending


Vísbending - 14.08.1998, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.08.1998, Blaðsíða 1
ISBENDING 14. ágúst 1998 31. tölublað Viku r i t u m viðskipti og efnahagsmál 16. árgangur Er verðbréfahrun yfirvofandi? Hræringamar á hlutabréfamarkaði í Bandaríkjunum vekja upp þá spumingu hvort nú sé komið að því að verð á hlutabréfum falli og við taki tímabil þar sem búast megi við langvar- andi verðlækkun. Allt síðasta ár hafa menn spáð því í hvert sinn er verð hefur lækkað að komið sé að snúningi á mark- aðnum en reyndin hefur orðið önnur. Hlutabréfaverð hefur haldið áfram að hækka á árinu og Dow-Jones vísitalan (Industrial Average) hefur stefnt hraðbyri að 10.000 markinu þótt við og við hafi komið „leiðréttingar“. Um miðjan júlí náði vísitalan 9.300 en síð- an varð nokkur lækk- un og í byrjun ágúst önnur meiri. Samtals hafði verðið þá lækkað um 9% frá hámarkinu. Bölsýnisspár fyrri mánaða sem ekki hafa ræst valda þ ví að marg- ir spyrja nú hvort ein- hverj ar breytingar hafi orðið sem renni stoð- um undir nýjustu böl- sýnisspárnar. Venju- legir mælikvarðar era misvísandi og óvissan er mikil. Myndin hér á síðunni sýnir þróun Dow-Jones Industrial Average vísitölunnarfrá 1985. Flókið fyrirbæri Hlutabréfamarkaðir era flókin fyrir- bæri sem verða fyrir áhrifum af ýms- um toga og hafa einnig veruleg áhrif á efnahagslífið. Hlutabréfamarkaður í Bandaríkjunum ereitt helsta skrínið fyrir spamað Bandaríkjamanna, bæði formleg- an lífeyrisspamað og ífjálsan spamað sem oft tengist spákaupmennsku. Fjárfestar í flestum löndum heimsins eiga einnig greiðan aðgang að bandarískum hluta- bréfamarkaði og margir hafa nýtt sér hann óspart. Verðmyndun er tengd efnahags- ástandi, frammistöðu fyrirtækjanna og væntingum um framtíðarhorfur. Vænt- ingarnar eru ekki alltaf raunhæfar og stundum hafa komið tímabil þar sem markaðurinn hefur spunnið sig upp á mjög veikum eða óljósum forsendum. Ofurtrú myndast á atvinnugrein eða ein- stökum íyrirtækjum og verð áþeim hækk- ar upp úr öl lu valdi. Síðan verða vatnaskil og bólurnar springa. A öðrum tímum verða svipaðar eða sambærilegar breyt- ingar á verði allflestra fyrirtækja og þá er sjaldnast efast um dómgreind markaðar- ins. Arðsemi erein aflykilstærðum hluta- bréfantarkaða og svo lengi sem hún stend- ur í stað eða eykst búast menn við hækkun áhlutabréfaverði. Þegartil skemmri tíma er litið getur arðsemi verið ærið ójöfh á milli tímabila og því er eðlilegt að hluta- bréfaverð taki nokkrum breytingum. Hlutabréfamarkaðurinn er oft eins og loft- vog fyrir efnahagslifið og getur gefið mikilvægar vísbendingar um það hvert stefnir. Hlutabréfamarkaðurinn hefur einnig áhrif á efnahagslífið, sérstaklega peningamál. Ef mikið fé streymir inn á hlutabréfamarkað minnkar fjármagn á skuldabréfamarkaði að sama skapi og það hefur fyrr eða síðar bein áhrif á vexti. Ahrifm geta einnig verið óbein. Ef arð- senti fyrirtækjaerekki nægjanlegamikil að mati markaðarins getur það leitt til þess að fyrirtækinu er nauðugur einn kost- ur að leita eftir samruna við annað fyrir- tæki eða sætta sig við yfirtöku. Slíkir at- burðir geta komið róti á efnahagslífið, sérstaklega efum stór fyrirtæki er að ræða. Hvað er í spilunum? Að einhverju leyti má rekja lækkunina í Bandaríkjunum til kreppunnar í Asíu en fleiri þættir hafa áhrif, svo sem þróun efnahagsmála og geng- is. Þar sem hlutabréfa- markaður í Bandaríkj- unum er þekktur fyrir flest annað en að vera stöðugur er nánast víst að annaðhvort hækkar verð eða lækkar. Hvort tveggja er uggvænlegt í sj álfu sér. Efverð hækk- ar byggist það á mjög tæpum undirstöðum. Sennilegt er að hækkun- in vari stutt og að fall í kjölfarið verði heldur verra en ef verð fellur nú. Ef menn gera ráð fyrir verðlækkun er spurningin helst sú hvort hægt sé með ein- hverjum hætti að stýra slíkri lækkun og draga þannig úr áhrifiim hennar. r Aframhaldandi uppgangur? ótt meiri varfæmi gæti nú meðal bjart- sýnni spámanna benda þeir á að ekki sé hægt að greina þau teikn sem oftast láta á sér kræla áður en veralegt verðfall verður á hlutabréfamarkaði. Háir vextir skuldabréfa eru þar oft nefndir en þegar verðfallið mikla varð 1987 hækkuðu vextir skuldabréfa nokkuð þegar leið á haustið og gáfu með því „ótvírætt" til kynna að verðfall yrði. Annað teikn er rnikill óstöðugleiki, verðbólga eða verð- hjöðnun en hvorugt er nú lil staðar. Þvert Framhald á siðu 2 A Farið er að bera á ótta um ^ á verði verðbréfa. Áhrif af ^ Ríkisreikningur fyrir árið æ Ráðdeild er lykillinn aö'' I að órói á hlutabréfamark- / slíkum atburði gætu orðið -Z 1997sýniraðtekjurjukust /j auðsölhunenhvenærteljast X aðiíBandaríkjunummuni víðtæk. Ekki erþó öll von meira en útgjöld en þó er | menn auðugir? fyrrensíðarleiðatilhruns úti um að rofað geti til.ekki allt sem sýnist. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.