Vísbending


Vísbending - 28.08.1998, Blaðsíða 4

Vísbending - 28.08.1998, Blaðsíða 4
ISBENDING Framhald af síðu 3 er að framselja þær til þriðja aðila. Jafii- framt hefiir Samkeppnisstofnun bent á að tilskipun Evrópusambandsins nr. 96/ 9 um lögvemdun gagnagrunna (sem er hluti EES-samningsins) veiti upphafs- aðila gagnagmnns rétt til að koma í veg fyrir að þriðji aðili hagnýti grunninn. Eg tel því óhætt að tala um „gagnagrunna" í fleirtölu í 1. gr. frum varpsins og að gild- andi ákvæði laga og reglna hér og á Evrópska eftiahagssvæðinu veiti höfundi gagnagrunnsins fullnægjandi vemd. Er þörf á miðlægum gagnagrunni? Onnur spuming sem ekki er sett fram í áðumefndu frumvarpi er sú hvort endilega sé nauðsynlegt að gagnagrunnur sé miðlægur. í greinargerð frumvarpsins er vísað til umfjöllunarum skyld málefni áöðrumNorðurlöndum. M.a. kemurfram að uppbygging sjúkraupplýsingakerfa hér og í Noregi er býsna lík. Það sama kemur fram í NOU 1997:27, Tilgang til helseregistre. (Má nálgast á veffanginu littp://www.dep.no/nou) Engu að síður virðast hugmyndirmanna í Noregi ganga í þá átt að stofha ekki miðlægan gagna- grunn heilbrigðisupplýsinga. Þess í stað er lagt til að lögbundið verði að sjúkra- stofnanir skrái sjúkraupplýsingar skv. stöðlum og að hagstofa Noregs fái síðan það verkefni að tengj a saman ólíka gagna- grunna þegar þörf er á slíku vegna rann- sóknarverkefna á heilbrigðissviðinu. Þetta telja menn bæði ódýrara en það að koma upp miðlægum gagnagrunni auk þess sem auðveldara sé að tryggja per- sónuvernd með dreifðu upplýsingakerfi en með miðlægu. Lokaorð Það má setja út á fleiri atriði í frum- varpsdrögunum en þau sem ég hef nefnt. Ekki eru ákvæði um það hvort og hvaða stöðlum skuli fylgt við skráningu upplýsinganna. Ekki eru heldur ákvæði um það að löggj afinn eða heilbrigðisy fir- völd geti fyrirskipað skráningu ákveð- inna upplýsinga í grunninn hafi rekstrar- aðilinn ekki frumkvæði að því sjálfur. Þá er ekki kveðið nægjanlega skýrt á um hvort aðilar á borð við Krabbameins- félagið ogHjartavemdgeti haslað sérvöll ásambærilegum gmndvelli án samþykk- isrekstraraðilamiðlægagagnagrunnsins. Niðurstaða mín er sú að gagnagrunns- málið sé vanreifað af hálfu ráðuneytis heilbrigðismála og að mikil vinna sé enn nauðsynleg áður en fært sé að taka um það ákvarðanir í sölum Alþingis. Gullvægt? Imargar aldir hafði gull ákveðinn sess meðal verðmæta. Það var ekki aðeins gjaldmiðill heldur einnig hráefni í skart og ekki síst nokkurs konar björg- unarbátur ef til óróleika kom. Ef vá steðjaði að var jafnan hægt að treysta því að verðgildi gulls ykist og með því væri hægt að losna við óþægindi, svo sem fallandi gengi gjaldmiðla eða óðaverð- bólgu. Nú blasir við órói í heimsmálum, sérstaklega í fjármálum heimsins, og þá spyrja menn sig hvort gull geti verið sá bakhjarl sem það hefur verið um aldir. Verð gulls hefur stefnt niður á við um margra mánaða skeið eins og myndin hér fyrir neðan sýnir. Markar lækkun flestra gjaldmiðla upphafið að því að verð á gull i hækkieða styrkirBandaríkjadalurinnsig Mynd 1. Þróun gullverðs gagn- vart Bandaríkjadal ($/únsu) Aðrir sálmar í sessi sem arftaki gullsins? Myndin sýnir nokkuð glöggt að þegar erfiðleikar hafa átt sér stað hægir áfalli gullverðs eða það hækkar jafnvel. En þó virðist sem gullið nái ekki fyrri stöðu í fjármálageiranum á afdráttarlausan hátt eins og áður. Astæðan fyrirþvi að gullið hefurtapað fyrri ljóma sem björgunarbátur í efnahagsólgusjó er m.a. vegna aukins framboðs af því og vegna þess hve auðvelt það er að færa fé á milli staða miðað við gullið. Og þótt skírteini sem staðfesta gulleign séu álíka meðfæri leg og pcningaseðlar er ekki eins auðvclt að skipta þeim eða stunda við- skipti með þau. Óróinn á fjármálamörk- uðum heimsins nú mun væntanlega veita nokkrar vísbendingar um það hvort fram- tíð gullsins verður sú að vera iðnaðar- málmur sem ekki hefur fj ármálalegt gildi umfram það sem myndast af framþoði og eftirspurn vegna framleiðslu skraut- muna eða iðnvamings. Ekkert umburðarlyndi Miklar umræður hafa verið í þjóð- félaginu um brey ttar starfsaðferðir lögreglunnar. Ný stefþa felst í því að lög- reglan eigi að taka á öllum broturn sem hægt er að sanna, óháð því hversu smá eða stór þau eru. Þessi steína er nefnd „Zero tolerance“ og er rakin til íynum lögreglustj óra í New Y ork sem náði mj ög miklum árangri í starfi þar til borgarstjór- inn i New York varð afbrýðisamur yfir athyglinni og rak lögreglustjórann. Nýr lögreglustjóri hefur fy lgt sömu stefnu og náð góðum árangri. Lögreglustjórinn í Reykjavík hefur tekið upp sömu stefnu og setur sér þá einföldu reglu að hans sé að framfy lgja lögunum. Um það eiga ekki að vera deilur. Umferðaröryggi \ ukið el'tirlitmeð umferðarlagagbrot- Zl,um er eitt af þeim sviðum sem lög- reglan hefur einbeitt sér að. Þar hittir hún viðkvæman blett hjá okkur borgurunutn því að umferðarmenning hér á landi hefur ekki verið til fýrirmyndar. Aukið eftirlit hefur án nokkurs vafa leitt til lækkunnar á meðalhraða ökutækja auk þess sem aksturumgalnamót nteð umferðaljósum (og myndavélum) hefur stórbatnað. En minni umferðarhraði er þó ekki sú allra rneina bót setn boðuð er. Samkvæmt upp- lýsingum í íjölmiðlum erofhraðurakstur einungis valdur að 1,7% umferðarslysa. Flöskuhálsar Umferðarmannvirki á höfuðborgar- svæðinu hafa of lengi setið á hak- anum. Nú er svo komið að umferðarhnút- ar myndast við ýmis gatnamót á álags- tímum, t.d á gatnamótum Breiðholts- brautar og Reykjanesbrautar og á gatna- mótum Kringlumýrarbrautar og Miklu- brautar auk þeirra hnúta sem unnið er að lausn á í og við Grafarvog. Stórar nýby ggð- ir í Kópavogi munu leiða til þess að tvöfalda verður Reykjanessbraut fýrr en síðar. Ný- leg einbreið þrú þar er dæmi um þá skamm- sýni sem rikt hefur i gerð umferðarmann- virkja. Því lengur sem beðið verður með endurbætur á þessum mannvirkjum því minna verður umburðarlyndi ökumanna Askattborgaranna) í framtíðinni. Óútstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri ogN ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Simi: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án Ueyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.