Vísbending


Vísbending - 18.09.1998, Blaðsíða 3

Vísbending - 18.09.1998, Blaðsíða 3
ISBENDING Góðærðir Norðmenn Um langt árabil hafa Norðmenn verið öfundaðir vegna góðs gengis í efnahagsmálum. Hagn- aður þeirra af olíuvinnslu hefur skilað afgangi í ríkissjóð ár eftir ár og upp hafa safnast feitir sjóðir og helsta vandamál þeirra hefur verið hvemig fara skuli með hagnaðinn. Nú virðist sem Norðmenn hafí orðið fómarlömb eigin velgengni eftir að þeir upplifðu í sumar eitt versta áfall sem yfír þá hefur dunið um ára- tugaskeið. Svartagull Um og eftir 1980 var farið að vinnaolíu úrborholum við strendur Noregs. Þessi vinnsla hafði mikil áhrif á efnahagslífNorðmanna. Aður höfðu þeir byggt afkomu sína á fiskveiðum og fiskvinnslu, auk þess sem raforka var nýtt til að knýja álver og aðra stóriðju. Það er ekki hægt að segja að þetta hafí breyst á einninóttu enþó tókbreytingin ekki lang- an tíma. Yfirvöld tóku strax þá afstöðu að takmarka þátttöku sína í olíuvinnsl- unni. Þess í stað vom seld leyfi til vinnslu og síðan var innheimtur sérstakur skattur af tekjum olíufyrirtækjanna sem rann í sérstakan „olíusjóð“. Með þessu móti tókst að draga verulega úr áhrifum af því efnahagslega umróti sem þó fylgdi i kjöl- farið. Norðmenn hafa staðið utan samtakaolíuframleiðslu- ríkja (OPEC) og hafa oft ögrað þeinr með því að hafa uppi aðra verðstefnu en samtökin. Þessi stefna Norðmanna hefur komið í veg íyrir hækkun olíu- verðs oftar en einu sinni. Góðærisskeið Frá 1993 hefur rikt góðæri í Noregi. Hagvöxtur hefúr að meðaltali verið rúmlega4% og afgangur af rekstri ríkis- sjóðs sömuleiðis um 4% af VLF. Verðbólga hefur verið v----- um2,5% ogblússandi gangurhefúr verið á framkvæmdum og tjárfestingu. Við- skiptajöfnuður hefur verið jákvæður öll árin og atvinnuleysi hefur verið í lág- marki. Verð á húsnæði hefur hækkað um u.þ.b. 40% á þessurn fímm áioim. Raun- vextir húsnæðislána lækkuðu á sama tíma úr tæplega 8% í u.þ.b. 2%. Við svona skilyrði má búast við verðbólgu en með áhrifaríkum aðgerðum hefúr tekist að halda aftur af henni. Hollenska veikin Þótt reynt væri að draga úr áhrifum olíuvinnslunnar á efnahagslífið var ekki hægt til lengdar að koma í veg fyrir þau. Smíði olíuborpalla fór ffam hjá iðn- fyrirtækjum i landinu og þar komu strax fram efnahagsleg áhrif. Laun starfsmanna á oliuborpöllum tóku m.a. mið af erfiðum aðstæðum og áhættu og voru því verulega hærri en laun annarra og í tiltölulega smáu hagkerfi eins og í Noregi sáust þessa fljótt merki. Ekki leið heldur á löngu áður en „hollenska veikin“ kom upp þannig að flestar efnahagsráðstafanir tóku mið af olíuvinnslunni og fyrir það guldu aðrar atvinnugreinar. Ríkisstyrkir til sjávar- útvegs, landbúnaðar og iðnaðar voru svarið og þótt Norðmenn hefðu vel efni Mynd 1. Þróungengis norsku krónunnargagnvart Bandaríkjadal frá byrjun júní 1998 <f> <§ \fcX # <^x p>x <$ \nX \%x <& Sveiflur Þrátt fyrir olíuhagnaðinn, hugsanlega einnig vegna hans, hafa Norðmenn lotið sveiflum í efnahagslífmu og þótt sjóðasöfnun hafi eflaust dregið nokkuð úr þeim áhrifúm sem ella hefðu orðið ef oliuhagnaðurinn hefði flætt óhindrað um æðar efnahagslífsins þáhafði sjóðasöfn- unin áhrif á annan hátt því að „oliusjóð- urinn“ fjárfesti m.a. í fyrirtækjum íNoregi og hafði þannig örvandi áhrif á viðgang þeirraogvöxt. Sveifiuráolíu- verði hafa verið alltiðar og vegna mikilvægis olíutekna í þjóðartekjum verða áhrifm j afnan veruleg. Norðmenn eru einnig töluverðir hráefnisút- flytjendur og þegar kreppan í Rússlandi náði hámarki þótti einsýnt að þeirra eina leið út úr kreppunni væri að fella verð á hrávöru ýmiss konar og það hafði veruleg áhrif á framtiðarhorfúr í Noregi. Fyrirséð hætta Ekki verður annað sagt en að yfirvöld hafi vitað af hættunni því að seðla- bankinn og Efnahags- og þróunarstofn- unin (OECD) höfðu þegar í ársbyrjun var- að við hættunni á ofhitnun í efnahags- kerfinu. í skýrslu OECD nú í vor var þetta orðað á eftirfar- andi hátt: „Norskt efnahagslíf er alveg við það að ofhitna nú á fimmta ári mikils vaxtarskeiðs. í reynd er svigrúm fyrir vexti nánast upp- urið, senr byggist á aukinni at- vinnu án þess þó að verðbólga fylgi í kjölfarið því að atvinnu- þátttaka er í hámarki og atvinnu- leysi er við lægstu mörk. Erfitt verður að koma í veg fyrir hækkun launa í framtíðinni vegna minna aðhalds í efna- hagsmálum þótt verðbólgu hafi ekki gætt í neinum verulegum mæli til þessa.“ á þessuin aðgerðum þá skekktu þær sam- keppnisumhverfi fyrirtækja í öðrum grein- um og hafa valdið þeim búsifjum. Auk þess hafa samkeppnislönd gripið til að- gerða vegna þess sem álitið er óheiðarleg samkeppni. T.d. hefur sala á ýmsum fisk- afúrðum og eldislaxi sætt gagnrýni vegna meintra niðurgreiðslna norska ríkisins. Þríþætt steftia Fram eftirþessuári varþríþættri stefnu fylgt til að halda aftur af þenslu í efhahagslífinu. Einn angi þessarar stefnu er að halda genginu stöðugu miðað við myntkörfú með helstu myntum Evrópu- ríkja. Annar anginn er sá að halda launum í skefjum til að varðveita samkeppnishæfni innlendrar ffamleiðslu á erlendum mörk- Framhald á sídu 4 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.