Vísbending


Vísbending - 23.10.1998, Blaðsíða 1

Vísbending - 23.10.1998, Blaðsíða 1
V Vi k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 23. október 1998 41. tölublað 16. árgangur Áhyggjur af viðskiptahalla Nýleg spá Þjóðhagsstofnunar um þróun viðskiptahalla á þessu ári og því næsta veldur mönnum nokkrum áhyggjum. Utflutningstekjur munu vaxa en mun meiri vöxtur innflutn- ings varpar skugga á árangurinn. Samkvæmt spánni ergertráð fyrir að hallinn verði 38,6 milljarðar á þessu ári og 24,9 á því næsta. Síðustu tvö ár varhalli afviðskipt- um við útlönd rúmlega 8 millj- arðar hvort ár. Ekki er búist við verulegum breytingum á fjárfest- ingum tengdum stóriðjufram- kvæmdum og því bendir flest til þess að aukin neysla sé helsti sökudólgurinn. Vaxandi útflutningur Ispá Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyriraðútflutninguráþessu ári verði 7,5% meiri en á síðasta ári og á næsta ári er búist við 8,6% vexti útflutnings til viðbótar. Mest munar um aukinn útflutning á áli en á næsta ári er því spáð að magn útflutts áls muni vaxa um 43,5% en vegna verð- lækkunar á heimsmarkaði mun þessi vöxt- ur einungis skila 22,3% aukningu tekna. Því er spáð að minna magn verði flutt út af fiski í ár en í fyrra. Tekjurnar munu þó vaxa og er gert ráð fyrir 6,6% aukningu í ár og 5,1% aukningu á næsta ári. Enn meiri innflutningur Ispá Þjóðhagsstofnunar er gert ráð fyrir að sérstakur innflutningur (innflutning- ur vegna stóriðju- og orkuframkvæmda) verði 17,8 milljarðaráþessu ári og 15,3 milljarðar á því næsta. A síðasta ári nam þessi innflutningur 15,4 milljörðum og 12,6 áárinu 1996. Þessi sérstaki innflutn- ingur skýrir því ekki nema að mjög litlu leyti tæplega 29 milljarða aukningu inn- flutnings á þessu ári og óbreyttan heild- arinnflutning á því næsta. Af hverju áhyggjur? Stöðugur eða mikill viðskiptahalli veldur því að fjármagn streymir út úr hagkerfmu. Áhrifin eru samdráttur þj óð- artekna og lakari aíkoma en áður. Við þessu geta stjómvöld brugðist með því að draga úr útgjöldum þjóðarbúsins, t.d. með samdrætti í ríkisútgjöldum, skatta- Mynd 1. Þróun viðskiptahallalslendinga ogspá um þróunina í ár og á því nœsta (milljómr króna) 50000 1989 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997 1998 1999 breytingum eða peningamálastýringu í einhverri mynd. Einnig er hugsanlegt að hægt sé að bregðast við með því að beina viðskiptum ff emur til innlendra íf amleið- enda en erlendra og er slíkt helst gert með gengis- eða skattabreytingum. Það sem veldur helst áhyggjum er að ekki eru greinanleg merki um að ríkið sé að draga úr útgjöldum sínum, skattabreytingar hafa frernur miðað að því að draga úr sköttum og svigrúm til peningamálastýr- ingar er takmarkað (vextir hér á landi eru hærri en víðast erlendis og gengisstefna miðast við stöðugt verðlag). Efling spamaðar Undanfarin ár hefúr ítrekað verið bent á það að þj óðhaglegan spamað þurfi að auka. Þjóðhagslegur sparnaður er í raun hin hliðin á sama peningnum því að hann er reiknaður út sem mismunur fjár- festingar og viðskiptajafnaðar auk áhrifa birgðabreytinga. Meðþví aðminnkavið- skiptahalla vex þjóðhagslegur spamaður og öfúgt. Tillögur ljármálaráðherra urn ffamhald á skattalfádrætti vegna hluta- bréfakaupa og skattaívilnanir vegna auk- ins lífeyrisspamaðar hefðu þau áhrif að draga úr neyslu og beina ljármagni í sparnað og sem slíkar næðu þær að virka. Skattaívilnanimar hafa í för með ein- hverja útgjaldaaukningu ríkis- sjóðs og því verða nettóáhrifm minni en ella. Það hefúr hins vegar verið gagnrýnt að með skattaíviln- unum sé verið að skekkja grund- völl fjárfestingarákvörðunar ein- staklinga og mismuna lj árfesting- arformum. Er hægt að snúa þróuninni við? Það er fátt sem bendir til þess að stjórnvöld taki á þessu vandaniáliánæstunni. Kosningar em ffam undan og niðurskurður útgjalda er þeim væntanlega lítt hugnanlegur. Áhrifa af miklum viðskiptahalla hefur lítt gætt fram til þessa og er fastgengisstefnunni -----" oghagstæðriþróungengisíhelsm viðskiptalöndum þakkað að ekki hefúr orðið vart við verðbólguþrýsting. Þjóð- hagsstofnun telur að ekki séu líkur á að þessi halli leiði til þess ástands sem var hér um árabil þegar óðaverðbólga geisaði, til þess hafl orðið of miklar breytingar á grundvallarþáttum efnahagsicerfisins m.a. með frjálsum fjármagnsflutningum til og frá landinuog framþróun verðbréfa- markaðar. Hvort sem það er heppni eða markviss stýring sem veldur því að áhrif þessarar auknu neyslu hafa ekki komið fram í verðlagi kann það að vera tíma- spursmál úr þessu hvenær þeirra verður vart. Áhrifa af óróanum á fjármálamörk- uðurn heimsins er lítt tekið að gæta hér á landi og vel getur verið að þau eigi eftir að verða mun meiri en menn búast við. Þau áhrif gætu þó allt eins orðið til góðs fyrir í slendingaþví að aukinn fiskafli gæti náð að yfirvinna þá lækkun á verði sem búast má við ef kreppan breiðist út til fleiri landa en hún hefúr nú gert. Heimildir: Þjóðhagsstofnun og Haglýsing íslands eftir Sigurður Snævarr. 1 Viðskiptahallinn stefiiir í 38 milljarðaáþessu ári og 24 á því næsta. Af þessu hafa menn áhyggjur. 2 Regína Bjamadóttir hag- Iræöingur skrifaði lokarit- gerðtil B. A.-prófsum efna- hagsmál á Indlandi. Þrátt 3 lýrir mikinn mannauð, nátt- úruauðlindir og sterka lýð- ræðishefð hefúr Indverjum ekki tekist að 4 na sama árangri i efnahagsmálum og þjóðir í grennd seni oft eru kölluð tígrísdýrin i Ásíu. Er indverski fillinn oiþungur? 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.