Vísbending


Vísbending - 04.12.1998, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.12.1998, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 4. desember 1998 47. tölublað 16. árgangur Evran kemur Et i I ftir tæpan mánuð verður bylting. Sameiginleg mynt nokkurra Œvrópuríkja verður að veruleika um áramótin. Ellefu ríki hefja þá ferlið þar sem gjaldmiðlar landanna verða lagðir niður og evran verður tekin upp í staðinn. Sumum finnst áreiðanlega að mikið sé lagt undir en ef vænt- ingar ráðamanna þessara ríkj a standast verður ávinningurinn mikill ogefnahagslegurmátt- ur landanna gæti vaxið í kjöl- farið. Sennilegt er að evran nái svipaðri stöðu og Banda- ríkjadalur því að ýmsar efna- hagsstærðir allra aðildarlanda myntbandalagsins eru áþekk- ar bandarískum efnahag, svo sem landsframleiðsla en 19,4% landsframleiðslu heimsins er í evru-löndum en um 19,6% hennar er í Bandaríkjunum. Evru-lönd standa að 18,6% heimsviðskipta en Bandaríkin að 16,6%. Það ferli sem leitt hefur til myntbandalagsins er hafið fyrir nokkru enda er það þriðji áfangi sem hefst nú um áramótin. Langur aðdragandi Þegar hugmyndir um sameiginlega mynt í Evrópu komu fram fyrir nokkr- um áratugum þóttu þær óraunsæjar og fjarlægar en orð eru til alls fyrst og smátt og smátt hefur þessum hugmyndum vaxið fiskur um hrygg og eftir misheppnaða tilraun í lok sjöundaáratugarins og byrjun áttunda áratugarins var ný stefna tekin þegar Maastricht-sáttmálinn var gerður í árslok 1991. Sáttmálinn tók gildi í árs- byrjun 1993 en bæði Danmörk og Bret- land hafa samkvæmt honum rétt til að taka ekki þátt í myntbandalaginu. Síðar hefúr aðildarlöndum ESB fjölgað en S ví- þjóð, sem er eitt hinna nýju aðildarlanda, hefur kosið að standa utan við mynt- bandalagið, jafnvel þótt Svíar hafi ekki formlegan rétt til þess. Tímasetningar á viðtekningu hins nýja myntbandalags voru nokkuð sveigjanlegar og hefst þriðj i áfangi um næstu áramót en hann hefði getað hafist fyrir tveimur árum. Um ára- mótin verður gengi þeirra gjaldmiðla sem verða innan myntbandalagsins fest gagn- vart evru og verður því ekki breytt eftir Tafla 1. Nálarauga myntbandalagsins (skálemð sýnir þau lönd sem uppfylltu „skilyrði" fyrir aðild) r Verðbólga Afkoma hins opinb. % af VLF Skuldir liins opinbera Langtíma-\ vextir 1998 1999 1998 1999 1998 1999 02.97-01.98 Þýskaland 1,6 1,7 -2,7 -2,5 62,5 62,7 5,6 Frakkland 1,4 1,8 -3,0 -2,7 58,9 59,6 5,5 ítalia 1,8 1,7 -2,5 -2,5 118,8 116,5 6,7 Bretland 2,9 2,6 -0,3 - 51,8 49,7 7,0 Spánn 2,1 2,3 -2,2 -2,0 66,6 65,3 6,3 Holland 2,0 2,2 -1,7 -1,3 70,0 67,5 5,5 Belgía 1,7 1,8 -1,7 -1,6 118,1 114,5 5,7 Svíþjóð 2,0 2,0 1,3 2,0 71,3 67,2 6,5 Austurríki 1,4 1,5 -2,5 -2,5 65,2 64,5 5,6 Danmörk 2,6 2,7 1,2 2,0 57,5 53,3 5,6 Finnland 2,3 2,5 0,5 1,0 53,5 51,5 5,5 Grikkland 5,0 3,7 -2,4 -2,0 107,4 103,1 9,8 Portúgal 2,1 2,0 -2,5 -1,9 62,4 61,6 6,2 Irland 2,2 2,1 0,5 1,3 60,8 56,0 6,7 Lúxemborg 1,2 1,4 0.6 0,9 7,7 7,5 5,6 ^Viðmið 2,8 3,0 -3,0 -3,0 60,0 60,0 7,8 J það. Evran mun hins vegar lúta markaðs- lögmálum og hreyfast gagnvart öðrum myntum. Seðlabanki Evrópu mun verða fonnlega stofnaður þann 1. janúar næst- komandi. Utgáfa evruseðla og -myntar mun heljast 1 aðildarlöndunum í síðasta lagi þann 1. janúar árið 2002 og hálfú ári síðar munu gjaldmiðlar einstakra aðild- arlanda verða teknir úr umferð. Vítt er nálaraugað Fyrir aðild að myntbandalaginu voru sett nokkur skilyrði sem miðuðu að því að efnahagur ríkjanna yrði sem stöð- ugastur til að draga úr mjög neikvæðum eða mj ög j ákvæðum áhrifúm við upptöku hinnar nýju myntar. Þessi skilyrði voru í upphafi nokkuð þröng en þegar á leið kom í ljós að ýmsar undanþágur höfðu verið geínar frá þeiin og má sjá í töflu 1 h versu vel þau ellefu ríki sem fengu aði ld uppfylltu skilyrðin í sinni ströngustu mynd. Tólfta ríkið sem sóttist eftir aðild var Grikkland en það náði ekki að sýna fram á nægjanlega góðan árangur til að komast í gegnuin nálaraugað víða. Áhrif stj ómmálamanna Eitt það athyglisverðasta við evrópska myntbanda- lagið er að samkomulag náð- ist um að stýring peningamála yrði í höndum seðlabanka Evrópu og þar með „óháð“ ríkisstjómum hinna einstöku landa. Þetta var eitt af grund- vallarskilyrðum þess að Þjóð- verj ar tækj u þátt í myntbanda- laginu. Seðlabankanum eru sett ákveðin markmið og á hann að haga peningamálum á þann veg að þau markmið náist. Sjálfstæði hans er því áþekkt því sem þýski seðla- bankinn hefúr haft en auðvitað eru yfirstjómendur hins nýja seðlabanka skipaðir af stjóm- völdum landanna. Frakkar reyndu lengi allt hvað þeir gátu að auka vald stjómmála- manna yfír seðlabankanum en það tókst ekki. Það kemur væntanleganokkuð fljótt til með að reyna á sjálfstæði seðlabank- ans því að hann á að gæta hags heildar- innar og þá er víst að eitthvað mun þrengj a að í einstökum löndum. Þegarþetta verður mun sennilega heljast mikið kvein frá þeim löndum sem verða að lúta ákvörð- unum bankans. Hvað er framundan Þau lönd sem taka þátt í myntbandalag- inu hafa á undanförnum mánuðum þurft að taka til í efnahagskerfum sínum til að ná að uppíylla þau skilyrði sem sett voru fyrir aðild. Þótt skilyrðin hafi verið túlkuð rúmt hafaþau veitt vemlegt aðhald og leitt til þess að flest aðildarríkjanna eru betur sett en áður. Vextir í löndunum hafa leitað í svipaðan farveg, þótt órói á ljármálamörkuðum heimsins hafi sett strik í reikninginn. Atvinnuleysi hefur verið töluvert í flestum lönduin megin- lands Evrópu og margir vonast til að ný 1 Um áramótin verðurmikil breyting í nokkrum ríkj um ESB þegar evran tekur formlegaviðafgjaldmiðl- 2 um viðkomandi landa. Þeir verðaþó áffam í umferð um skeið á meðan aðlögun að nýrri mynt fer fram. 3 Finnland em eitt af þeim löndum sem taka upp evr- una unt áramótin. Undir- búningur er þegar hafinn. 4 Áhrif evrunnar á íslenskt'' efnahagslíf munu koma í ljós ánæstu mánuðum. Þau gætu orðið mikil.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.