Vísbending


Vísbending - 04.12.1998, Síða 4

Vísbending - 04.12.1998, Síða 4
ISBENDING Ahrif af evru hérlendis ótt ísland standi utan við hina nýju evru mun áhrifa af henni gæta til- tölulega fljótlega. Áhrifin verða margvísleg, t.a.m. má búast við nokkrum sparnaði vegna fækkunnar gjaldmiðla sem notaðir eru í viðskiptum. Einnig mun verðanokkurbreyting á greiðslumiðlun- arkerfum hér á landi vegna evrunnar. Þótt stærsta viðskiptaland okkar í Evrópu, Bretland, standi utan við evrusamstarfið og að auki stórar viðskiptaþjóðir svo sem Danmörk og Svíþjóð eru viðskipti við evrulöndin mikil og evran mun verða sú mynt sem mest vægi hefur í gengisvog íslensku krónunnar að öðru óbreyttu. Hagræði í viðskiptum Erfitt er að meta það hagræði sem hlýst af því að gjaldmiðlum fækkar í Evrópu. Hins vegar er ljóst að það verður nokkuð, m.a. þurfa ijármálaíyrirtæki ekki að liggja með eins miklar birgðir af seðl- um í sínum fórum og áður og einnig verð- ur vinna við ýmiss konar gjaldmiðlavið- skipti einfaldari. Ekki er ósennilegt að evran verði sterkur gj aldmiðill og því gæti farið svo að hún verði almenn viðmiðun sem stæði jafnfætis Bandaríkjadal. Til þessa hefur nokkuð af viðskiptum við einstök evrulönd farið fram í Bandaríkja- dölum til að minnka gengisáhættu, senni- legt er að þau viðskipti verði í framtíðinni í evrum. Þessi breyting getur ein og sér leitt til minni viðskiptakostnaðarþarsem áður þurftu báðir aðilar að skipta í Banda- ríkjadal vegna viðskiptanna en eftirbreyt- inguna þarf aðeins annar aðilinn að skipta. Vegna vægis evrunnar í gengis- vog er einnig sennilegt að gengi krón- unnar verði mun stöðugra en áður því að líklegt er að minna flökt verði milli gengis helstu gjaldmiðla heimsins og evrunnar en var milli þeirra og einstakra mynta aðildarlandanna. Greiðslumiðlunarkerfi egna evrunnar mun verða sett upp nýtt greiðslumiðlunarkerfi í Evrópu. Það hefur hlotið nafnið TARGET og er meginhlutverk þess að tryggja að pen- ingamálastefna seðlabanka Evrópu nái fram að ganga, auk þess sem almennt uppgjörmilliseðlabankaaðildarríkjanna mun verða skilvirkara og öryggara. Hér á landi er þegar hafin vinna við að breyta greiðslumiðlunarkerfum til að hægt verði að tengjast TARGET, þótt ekki sé með öllu ljóst með hvaða hætti slík tenging verður. Seðlabanki Englands hefur staðið í nokkru stappi við önnur ESB-lönd vegna þess að þeir telja að aðgangi að innri markaði ESB sé ógnað nema þeir hafi eitthvað um peningamálaaðgerðir seðlabanka Evrópu að segja. Ekki er að fullu búið að ganga frá því hvernig Bretar tengjast TARGET en sennilegt er að ís- lendingar verði a.m.k. skör lægra settir hvað aðgang að seðlabanka Evrópu varða en Bretar. Mikilvæg viðskiptalönd nn- og útflutningur í slendinga til þeirra landa í Evrópu sem standa að mynt- bandalaginu er um þriðjungur af heild. Viðskipti við þessi lönd til samans er Taflal. Gengisvog eftir aó evran tekurviðafnokkrnmgjaldmiðlum. ^Lönd IVIynt útn.- Innfl.- Gcngis- vog vog vog Bandarikin USD 25,90 22,27 24,09 Bretland GBP 14,32 12,47 13,39 Kanada CAD 1,56 1,18 1,37 Danmörk DKK 8,53 9,79 9,16 Noregur NOK 7,34 9,19 8,26 Svíþjóð SEK 2,15 5,55 3,85 Sviss CHF 2,69 2,01 2,35 Evrulönd ECU 31,65 32,62 32,14 Japan JPY 5,86 4,92 5,39 ^AIls 100,00 100,00 100,00 meiri en viðskipti við nokkuð einstakt land í heiminum. Þetta má m.a. sjá á samsetningu gengisvogar þeirrar sem íslenska krónan er tengd. Þjóðhagsleg áhrif Hugsanlegt er að stöðugleika gengis íslensku krónunnar verði ógnað ef spákaupmennska eykst ineð jaðargjald- miðla. Vaxtamunur gæti hækkað vegna lækkunar vaxta einstakra þjóða sem eru í myntbandalaginu. Mögulegt er að mynt- bandalagið örvi fjárfestingu og hagvöxt í Evrópu og slíkt hefði líklega jákvæð áhrif hér á landi. Heimildir: Seðlabanki islands ( Vísbendingin ) ■V^vlíuverð hefur snarhrapað i heiminurrf W á undanfömum mánuðum. í október í íyrra var verð á BRENT-olíufati um 24 Bandaríkjadalir en nú er það tæplega 10 Bandaríkjadalir.ÞóttolíuframleiðsIuþjóð- ir reyni allt hvað þær geta til að þrýsta verði upp hefur það engan árangur borið. Því má ætla að veruleg lækkun sé vænta- leg á olíu og bensíni og lækkunin nú um mánaðamótin sé aðeins forsmekkurinn að því sem koma skal. Markaðurinn virðist trúaþví að verð haldist lágt því að einungis munarum 2 Bandaríkjadölum á verði olíu vsem aflienda skal nú og í júní á næsta ári.y Aðrir sálmar ^_______________________________/ Rangur misskilningur Efsti maður á R-lista í síðustu bæjar- stjómarkosningum var kindarlegur á svip þegar Stöð 2 hermdi upp á hann kosningaloforð um að gjöld íbúaReykja- víkur y rðu ekki hækkuð á kj örtímabi 1 inu. Eins og kunnugt er ákvað meirihluti borg- arstjómar að hækka útsvar borgarbúa úr 11,24% í 11,99% á dögunum. Hann taldi sig þó geta bjargað sér út úr klípunni með því að segja að hann hefði ekki átt við útsvar þegar hann talaði um gjöld. Ekki er ósennilegt að þetta vefjist aðeins fyrir honum því að þegar hann var óbreyttur borgarbúi var útsvar auðvitað hluti af hans gjöldum en nú er hann í stöðu borgarfulltrúa og þá er útsvarið auðvitað tekjur eins og hver heilvita maður sér. Sveitarstjórnarmaður austur á landi sem hugðist eitt sinn bjarga sér úr klípu sagði allt vera „rangan misskilning". Kannski lýsir það best því sem Helgi Hjörvar reyndi að segja. Gísladóttir og Hjörvar Reyndar eru skýringar á slæmri stöðu borgarsjóðs orðnar neyðarlegar. Stjómendur borgarinnar virðast „mjög óvænt“ hafa uppgötvað að fýrri stjóm- endur, sem létu af embætti fýrir fjórum og hálfuári, hafi eytt meim en þeir öfluðu. Stórkostlegar hagræðingaraðgerðir i tíð núverandi meirihluta sem m.a. fólust í milljarða króna skuldalækkun (skuldim- ar vom færðar úr einum vasanum í annan) virðist ekkert hafa létt undir rekstrinum. Dularfullt? Auðvitað er handhægt að kenna öðrum um, ríkisstjóminni, fýrri meirihluta og síðast en ekki síst, þá eru hin sveitarfélögin líka að hækka! Undirliggjandi halli Iöllu þessu írafári hefur verið talað um að halli á rekstri borgarsjóðs sé undir- liggjandi. Hvað það þýðir er hins vegar ekki ljóst, er ekki halli alltafhalli? Liggur einn halli ofan á öðrum eða hvemig er þetta eiginlega? Kannski eru einhverjar undirl iggj andi skýringar á þessu öl lu. Þær hafa í það minnsta ekki náð að komast upp á yfirborðið. V_______________________________) ^Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og^ ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án ^leyfis útgefanda._______ , 4

x

Vísbending

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.