Vísbending


Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 8

Vísbending - 18.12.1998, Blaðsíða 8
og seljenda í löndunum án ríkisaf- skipta, að opna markaði og afnema höft og hömlur á gjaldeyrisviðskipt- um, samfara því að byggja upp efna- hagslíf þeirra landa sem harðast höfðu verið leikin af eyðileggingu stríðsins. Það er ekkert sem mælir því í mót að Islendingar hefðu getað orðið sam- ferða öðrum Evrópuríkjum í þessu ferli. Við hefðum reyndar getað verið í fararbroddi ef við hefðum tekið við okkur strax eftir stríðið og stjórnvöld sett það á oddinn að skrá gengið rétt. Núna var þetta orðið miklu erfiðara. Við vorum komnir í aðra og þrengri stöðu en önnur Evrópulönd í kringum 1950, vegna þess að við vorum með svo mikinn raunverulegan halla út á við, sem að vísu var haldið í skefjum með þessum víðtæku höftum. Ef að staðfastur vilji og ásetningur hefði verið fyrir hendi hefði tilraunin 1950 líka átt að geta heppnast. Að vísu komu til ytri áföll í kjölfar Kóreustríðsins, sem gerðu okkur erfitt fyrir, en eftir það fóru að- stæður hér á landi batnandi. Harðar vinnudeilur 1952 leystust með tiltölu- lega hófsömum kjarasamningum og víðtækt atvinnuleysi hvarf með samn- ingunum um varnarliðsframkvæmdir 1953, þegar allt að 3000 manns fékk atvinnu við margháttaðar fram- kvæmdir á vegum ameríska hersins. Markaðir okkar voru að styrkjast á næstu árum með stórauknum útflutn- ingi til Bandaríkjanna og föstum við- skiptasamningum við Sovétríkin. Það vantaði bara herslumuninn á að að- gerðirnar 1950 heppnuðust þegar menn hröktust af leið og fóru inn í bátagjaldeyriskeríið. Annað tækifæri kom svo síðar á ára- tugnum. Markaðirnir voru í góðu lagi og rífandi hagvöxtur í þjóðfélaginu og mikil aukning í gjaldeyristekjum. Þarna voru í rauninni miklu betri tæki- færi til kerfisuppskurðar en á tímanum bæði á undan og eftir, en þau nýttust ekki til varanlegra umbóta og eftir kjaradeilurnar miklu á árinu 1955 festust menn enn frekar í kerfinu, juku við það fremur en að draga úr því. Þarna bar náttúrlega margt til. Það er ekki lítið átak sem þarf til umskipta, þegar kerfi er orðið jafn hátimbrað og víðtækt og hafta- og uppbótakerfi okkar var á þessum tíma, þar sem bók- staflega allar hagstærðir og atvinnu- greinar voru tengdar innbyrðis með millifærslum, enda hið opinbera gengi krónunnar fjarri öllum sanni. Margir voru auk þess orðnir vantrúaðir á að í svo litlu veiðimannaþjóðfélagi eins og okkar, sem væri háð gífurlegum sveifl- um í aflabrögðum og á mörkuðum, væri hægt að stjórna nema með beinum að- gerðum, stjórnvöld yrðu bókstaflega að passa upp á alla hluti, annars hlyti að fara illa. Ég held að það hafi farið saman þrennt, sem gerði útslagið á að í svo víðtæka kerfisbreytingu var ráðist. Þótt íslendingar hafi alltaf reynst vera sérlundaðir í efnahagsmálum má ekki gera of lítið úr því að við höfum alltaf fylgst með því sem aðrir voru að gera í löndunum í kringum okkur, sem voru þá að feta sig í átt til frelsis og við sáum að það bar árangur. Evrópusam- runinn var þá að byrja og byggðist á efnahagslegum hugmyndum í þessa veru og hér var fylgst með þeim ferli og skoðað hvort við Islendingar yrð- um ekki fyrr eða síðar, nauðugir vilj- ugir, að verða samstíga viðskiptalönd- um okkar á þeirri braut. Það þýddi að sjálfsögðu aðlögun að þeim nýju hag- stjórnaraðferðum, sem þar var byrjað að beita. Fram til þessa hafði pólitískar forsend- ur skort til þess að ná saman pólitísk- um meirihluta urn kerfisbreytingu. Stjórnmálaflokkarnir voru mjög tví- stígandi. Innan þeirra margra var menn að finna, sem gerðu sér ljóst að söðla þurfti um í hagstjórninni. En það var fyrst með kjördæmabreyt- ingunni og úr- slitum kosninga eftir hana, sem forsendur sköp- uðust fyrir þing- meirihluta um nýja efnahags- lega hugsun. Sá meirihluti var þó í tæpasta lagi, svo að um þetta þurfti firnasterka sam- stöðu, svo að tryggt væri að ekki yrði hopað á hæli í miðjum klíðum, eins og svo oft hafði gerst áður, þegar slakað var á höftunum um stund, en tökin svo jafnan hert aftur strax og í móti blés. Loks voru menn farnir að finna til vax- andi vonleysis í því endalausa þrefi og átökum, sem það kostaði um hver ára- mót að ná endum saman, koma fiski- skipunum á flot og reyna að tryggja jafnvægi á vinnumarkaðnum og í efnahagslífinu. Það var ekki fyrr búið að leysa einn vanda en sá næsti kom upp og það var aldrei hægt að líta til framtíðar og hugsa um lengri tíma þróun þjóðfélagsins. Allt þetta gerði það að verkum að nú fannst mönnunt tími til korninn að gera það róttækar ráðstafanir í einurn áfanga að yfirgnæfandi líkur væru á að þær tækjust. Markmiðið var að tryggja að til frambúðar væri hægt að afnema allar gjaldeyrishömlur vegna innflutnings og aflétta fjárfestingar- eftirliti og öllum óeðlilegum hömlum á framtak í atvinnuvegunum. Annars vegar var þetta að sjálfsögðu hag- fræðilegt viðfangsefni, að setja fram slíka efnahagslega verkáætlun, sem gripi yfir alla nauðsynlega þætti, og þar var að sjálfsögðu hægt að byggja Á ársfundi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins 1968. F.v. Jóhannes Nordal, Jónas Haralz, Vilhjálmur Þór, Gylfi Þ. Gíslason og Magnús Jónsson frá Mel. Ljósm. imf. 8

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.