Vísbending


Vísbending - 26.02.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 26.02.1999, Blaðsíða 4
ISBENDING Framkvæmd útboða Aðrir sálmar Júlíus Sæberg Ólafsson viðskiptafræðingur Verkútboð hér á landi eiga sér langa hefð, sem meðal annars kemur fram í því að staðallinn ÍST 30 var settur árið 1969, en um útboð á vörum og þjónustu gegnir öðru máli. Hjá ríkinu voru fyrst settar formlegar reglur um þetta efni um mitt ár 1993 og þá um vorið tóku gildi ný lög um fram- kvæmd útboða sem Samtök iðnaðarins höfðu barist fyrir lengi. Með EES-aðild- inni 1. janúar 1994 tóku gildi EES-reglur um útboð. Þar með voru þessu innkaupa- formi - útboðum - settar þröngar form- legar skorður. Það er samdóma álit kunn- ugra að setning þessara reglna hafi ver- ið mikið framfaraspor. Margir aðilarhafa þó haft tilhneigingu til að líta svo á, að reglumar gildi ekki um þeirra eigin inn- kaup vegna þess að þau séu svo smá í sniðum. Þetta sjónarmið virðist áber- andi hjá mörgum sveitarfélögum og enn stunda margir opinberir aðilar óform- legar verðkannanir sem ekki eru gerðar skriflega og niðurstöður úr þeim eru ekki tilkynntar þátttakendum formlega þegar þær liggja fyrir. Nokkur góð ráð Til að vekja áhuga slíkra aðila á bættri framkvæmd útboða eru hér fyrir neð- an nokkur góð ráð sem voru þýdd úr dönsku riti um ffamkvæmd útboða. Þar er á einfaldan hátt leitast við að taka fram nokkur einföld grundvallaratriði sem tryggja að nokkru leyti jafnræði bjóðenda og gegnsæi útboðsferilsins. 1. Aflið skriflegra tilboða. 2. Samskipti við bjóðendur eiga sem mest að vera skrifleg. 3. Bjóðendur eiga að fá skýra og greini- lega útboðslýsingu. 4. Bjóðendur eiga að fá allar nauðsyn- legar upplýsingar og skýringar sam- tímis. 5. Tilboðum á að skila í lokuðu umslagi. 6. Tilboð á að opna á tilsettum tíma í eigin húsnæði að viðstöddum bjóð- endum. 7. Engar umræður eða „samningatil- raunir" um verð eða aðra skilmála eiga að fara fram á tilboðstíma eða eftir að tilboðstími er runninn út. 8. Gera á yfirlit um útboðið og niður- stöður úr því og rökstyðja það. 9. Senda á bjóðendum tilkynningu um niðurstöðu útboðsins. 10. Hafa á eftirlit með gæðum og af- hendingu vörunnar/þjónustunnar. 11. Gera á umkvartanir tímanlega. 12. Ekki á að stunda viðskipti við eigin starfsmenn. 13. Forðist að leyfa starfsfólki að kaupa á kjörum skv. opinberum kjörum. 14. Ekki á að þiggja „ókeypis" boðsferðir seljenda á ráðstefnur eða námskeið 15. Selja á notuð tæki eða húsgögn o.þ.h. á tilboðsmarkaði. 16. Reyna á að láta notuð tæki ganga upp í viðskiptin. Áhugasömum má vísa á nýútkomna bók, Handbók um opinber innkaup, sem er fáanleg hjá Ríkiskaupum í Borgartúni 7, Reykjavík. Siðareglur Eins og sjá má í töluliðum 12 til 16 þá em settar fram fimm ábendingar um viðskiptasiðferði( 12-16), t.d. kaup starfs- fólks á vöru frá seljendum sem eru með fasta viðskiptasamninga við stoluanir, „ókeypis“ ferðir á vömsýningar, hvemig stofhanir skuli standa að ráðstöfún not- aðramunao.s.ffv. Hérerekkium formlegar siðareglur að ræða heldur tilraun til leið- beiningar og til að kveikja umræðu um mikilvæg ogstundum viðkvæmúrlausn- arefni þar sem nánari reglur skortir. Hugsanlega ættu samtök viðskiptalífs- ins og hið opinbera að taka höndum saman um gerð slíkra reglna. Umræður um slík mál hafa komið upp öðru hverju þegar vandamál hafa komið upp en lítið orðið úr ffamkvæmdum enn sem komið er. Forystumenn viðskiptalífsins em þó meðvitaðir um þetta viðfangsefni og bætt viðskiptasiðferði er allra hagur. Með auknu frjálsræði á markaðnum er þörf meira aðhalds en áður. Reglur gegna vissulega slíku aðhaldshlutverki. Ein- hvern veginn er það þó hugnanlegra að viðskiptalífíð hafi sjálft frumkvæði við setningu slíkra reglna, þar sannast hið fomkveðna: „Lögin taka við þar sem sjálfstjórn sleppir." f Vísbendingin tafrænar myndavélar hafa verið á' tJ markaði í nokkur ár. Til þessa hafa gæði mynda úr þeim ekki verið neitt til að hrópa húrra fyrir og ef gæðin hafa verið viðunandi þá hefur verðið verið óviðunandi. Þetta er að breytast. Nú eru komnar á markað myndavélar sem hafa rúmlega 2 milljónir myndeininga (pixels) og verðið er undir 1.000 Banda- ríkjadölum. Myndir úr þessum vélum má stækka í 11x14 tommur án þess að mikiðsjáiágæðum. Þamaerþví kominn raunhæfúr valkostur iýrir lýrirtæki sem Vþurfa að geyma myndir stafrænt. Forneskjur nútímans Eftir tæplega tvö ár hefst nýtt árþús- und. Fyrir einhverja markar það nýtt upphaf en íýrir flesta mun lífíð sennilega hafa sinn vanagang. Síðustu tveir ára- tugir þessarar aldar munu sennilega skipa sinn sess í sögunni vegna þeirra frelsishugsjóna sem hlotið hafa hljóm- gmnn meðal almennings. Það em ekki aðeins þjóðir sem hafa losnað undan oki einvalda heldur hafa efriahagsleg höft brostið og frelsið haldið innreið sína í alhnargar stofnanir þjóðfélagsins. RÚV-brauð En nokkrar eftirlegukindur em þó enn til staðar í það minnsta hér á landi. Ríkisútvarp og -sjónvarp eru þeirra á meðal. Nýstárlega auglýsingaherferð stjómmálasamtaka hefúr vakið athygli alþjóðar á þessu með því að setja málið í nýtt samhengi. Réttlæting fýrir ríkis- rekstri þessara stofnana er enginn. Menningu verðurjafn vel sinntaföðmm efáhugi erfýrirslíku. Öryggishlutverkið geta aðrir einnig rækt jafn vel og inngrip stjómvalda í fjölmiðlum á neyðarstund- um hljóta að teljast sjálfsögð. Snakk fyrir hest Tilboð Norðmanna um að fá tollffelsi á snakk í skiptum týrir að flytja inn nokkrar merar hlýtur að teljast með því ómerkilegra sem rekið hefur að ströndum þessa lands um langt skeið. A.m.k. óbreytt. Hins vegar mætti kannski nota tækifærið og afnema tolla á þessum vörutegundum gagnvart öðmm í leið- inni og þá stæðu allir jafnfætis. Auglýsingadómur Dómur Hæstaréttar um áfengisaug- lýsingar kemur í sjálfu sér ekki á óvart. I lins vegar eru það ákveðin von- brigði að hinn dæmdi ætlar sér ekki að fara lengra með málið. Það er óþolandi nú á dögum að það sé íþyngjandi að vera búsettur á þessum klaka. Engar athugasemdir eru gerðar við áfengis- auglýsingar sem berast með erlendum ijölmiðlum, aðeins þeim innlendu. Jafn- 'vræði er greinilega aðeins fýrir suma. 'Ritstjórn: Tómas Örn Kristinsson ritstjóri og ábyrgðarmaður., Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Háskólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis ýútgefanda.______________________ 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.