Vísbending


Vísbending - 12.03.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 12.03.1999, Blaðsíða 4
ISBENDING Eldhúsfj árfestirinn Netið gefiir marga möguleika á að sækja upplýsingar, leika sér, versla og eiga viðskipti. Einn viðskiptamöguleikinn er verðbréfa- viðskipti. Menn geta „spilað" á öllum helstu hlutabréfamörkuðum heimsins á netinu og þar á meðal þeim íslenska. Nýjasta tískan í tjármálahöfuðborginni New York er að segja upp dagvinnunni, kaupa tölvu, mótald og fá sér reikning ánetinuog„spila“ ámarkaðinum. Sögur af fyrrverandi þjónum, atvinnulausum skrifstofumönnum og jafnvel húsmæðrum sem orðið hafa milljónamæringar í þessum leik eru vinsælt fréttaefni. Allir orðnir sérfræðingar að er ánægjulegt að margir vilji taka þátt í leiknum og ánægjulegt þegar fólk spilar til vinnings. Þriðjungur íslendinga ijárfesti í bönkunum og allir græddu, allir voru sigurvegarar. Margir hafa haldið áfram að spila þegar þeir komust að því að þetta væri létt verk og löðurmannlegt. í uppsveiflunni í Bandaríkjunum hafa líka margir orðið ríkir, óheyrilega ríkir. Gróði er þó ekki eina niðurstaðan í þessum leik. Góður árangur hefur hins vegar stigið fólki svo mikið til höfuðs að áhætta er eitthvað sem tilheyrir ekki þessum heimi lengur. Fjöldinn allur af fólki spilar á gengi dagsins með galdraformúlur að leiðarljósi sem „geta ekki klikkað“. Að kaupa þegar bréf eru á uppleið og selja þegar þau eru að ná toppi er ein aðferðin. Önnur er að fylgjast með fáeinum fyrirtækjum, lesa ævisögu eigenda og skoða ferilsskrá stj ómenda og sj á árangur fyrirtækj a áður en aðrir sjá hann. Allir eru sérfræðingar og jafnvel tilbúnir til þess að sýna öðrum veginn til himnaríkis (fýrirkannski örlitla þóknun). Reglur markaðarins Fæstir gera sér fullkomlega grein fyrir áhættuþættinum. Hlutverk löggiltra verðbréfasala er einmitt að koma i veg fyrir Ijárfestingarmistök. I Banda- ríkjunum er nokkur munur á verðbréfamiðlurum sem em meðlimir NYSE (New York Stock Exchange) og verðbréfamiðlurum sem tilheyra NASD (National Association of Securities Dealers). MeðlimirNYSE verða að fara eftirþeim reglum sem NYSE setur. Þær fela m.a. í sér að miðlariNY SE ber skylda að athuga hvort fjárfesting henti þörfum og aðstæðum fjárfestisins áður en sala á sér stað. NASD-miðlari hefur engum slíkum skyldum að gegna og gerir því enga athugasemd, hversu vitlaus sem ljárfesting kann að vera. Reglur hér á landi eru ekki eins strangar og reglur NYSE og svipar til reglna NASD hvað þessa ábyrgð varðar. „Eldhúsfjárfcstir" sem kominn er í góðan gír gæti hins vegar ekki verið meira sama þar sem hann er búinn að finna lykilinn að markaðinum. Hvort sem það er með því að fylgjast með spjallrásum netsins eða hans eigin innsæi og skilningur á fyrirtækjarekstri. Enda skiptir ekki stóru máli hversu vitlaus fjárfesting er ef einhver er enn vitlausari og tilbúinn að kaupa á hærra verði. Vangaveltur um hvort netbóka- búðin Amazon.com sé ofmetin, en hún var að markaðsvirði um 30 milljarða Bandaríkjadalir í byrjun árs, eru afstæðar vangaveltur í huga eldhúsfjárfestisins. Forboðinn ávöxtur ó að verðbréfaviðskipti á netinu gefi gífurlega möguleika þá er betra fara sér hægt. Allt ofmargir eru tilbúnir til að gefa ráð eða upplýsingar um fj árfestingu sem á að bera mikinn ávöxt. Netið getur verið net af slæmum upplýsingum og freistingum sem auðvelt er að falla fýrir. Mjög líklegt er að netið muni í vaxa verulega sem vettvangur verðbréfa- viðskipta á næstu árum. Hugsanlegt er að netið taki við af verðbréfahöllum samtímans þegar fram í sækir. Þegar fyrrverandi þjónar og atvinnulausir verktakar eru hins vegar farnir að vera ráðgjafar um ijárfestingar í hugbúnaðarfyrirtækjum er tími til kominn að staldra örlítið við og hugsa sinn gang. Ef verðbréfamarkaðurinn er spilaður eins og rúlletta líður ekki á löngu þar til að heilladísimar og líkumar fara að vinna gegn manni. i VísbendingirTj jV Jf argt hefur breyst á síðustu ámm í' lViíslcnskuathafnalín. Ein breytingin er sú að líflegur verðbréfamarkaður hefur orðiðtil. Flestallirhafafagnað breyting- unni og litið svo á að nú sé loksins hægt að fjármagna framrás fýrirtækja á annan hátt en með lántökum. Verðbréfaútgáfa felur í sér ákveðið valdaframsal og þá gefst tækifæri til þess að „stela“ völdum frá sitjandi stjórn eins og gerðist á stjórnarfundi SH nýlega. Um leið eykst möguleiki áþví aðrússneskarog jafnvel pólitískar kosningar fortíðarinnar heyri Vsögunni til.________________ Aðrir sálmar Út úr skápnum Dularfullurhópursemkallarsig Ungl fólk í Samfylkingunni keypti þriðjudaginn 9. mars síðastliðinn heilsíðuauglýsingu á dýrasta stað í Morgunblaðinu. Út frá málflutningi forystumanna Samfýlkingarinnar hefði mátt ætla að brýnt hefði þótt að koma á framfæri skilaboðum um bágan hag öryrkja, óréttlæti kvótakerfisins eða önnur þau mál sem nefhd hafa verið í ræðum forystumanna fylkingarinnar. En svo var ekki heldur markar þetta unga fólk sér sérstöðu með því að birta myndir af kálhausum. Ekki er að sjá skýr skiíaboð út úr auglýsingunni en helst virðist mega af henni ráða að ríkið eigi að taka upp stuðning við garðyrkjubændur i ýmsu formi, meðal annars með styrkjum, verndartollum og niðurgreiðslu á rafmagni. Hér er um athyglisverða stefnubreytingu að ræða frá dögum Jóns Baldvins og Sighvatar í ríkisstjóm en þeir börðust einmitt liart íýrir frjálsunt innllutningi landbúnaðarvara. Það virðist því ljóst að vemdarstefna hefur náð undirtökum í Samfylkingunni og var þó síst þörf á enn einum framsóknar- flokknum. Á næstunni má líklegast vænta auglýsinga frá Samfýlkingunni gegn frjálsri samkeppni og litasjónvarpi. Þegjandi og hljóðalaust ví berað fagna að ríkisstjómin hefur nú selt Áburðarverksmiðjuna. Það var löngu tímabært og verðið sem fýrir hana fékkst sýnir að það var rétt ákvörðun að bíða með sölu í fyrra þegar óviðunandi tilboð fengust, jafnvel þótt ástæðan þá hafi reyndar verið sú að ekki fengust réttir kaupendur. Minna hefur farið fyrir frásögnum af sölu á Skólavörubúðinni en það var hárrétt að draga úr verslunarrekstri ríkisins. Einmitt það hve lítið er sagt frá sölunni sýnir að andstaða við einkavæðingu er ekki lengurtalin vænlegtil atkvæðaveiða enda Ijóst, eftir að þriðjungur þjóðarinnar vildi kaupa hlut í Búnaðarbankanum, að almenningur vill taka þátt í atvinnulífmu með beinum hætti en ekki gegnum ríkið. Vonandi verða þessi viðbrögð ríkisstjóm frekari hvatning til dáða í einkavæðingu. j Á3itstjórn: EyþórívarJónssonritstjóriog^ ábyrgðarmaður.,BenediktJóhannesson. Útgefandi:Talnakönnunhf.,Borgartúni23, 105Reykjavík. Sími:561-7575. Myndsendir:561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf:MálvísindastofnunHáskólans. Prentun:Gutenberg.Upplag:700eintök. Öllréttindiáskilin.©Ritiðmáekkiaf ritaánleyfis Aitgefanda. ________________________y 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.