Vísbending


Vísbending - 19.03.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 19.03.1999, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 19. mars 1999 11. tölublað 17.árgangur Glópagullið í austri Þi rju af stærstu fyrirtækjum I landsins, Eimskip, Samskip og Sölumiðstöð Hraðfrystihúsana (SH) sem hafa verið í framvarðarsveit alþjóðavæðingar íslenskra fyrirtækja, hafa nýlega greint ffá miklum taprekstri í fyrrum Sovétríkjunum. Öll þrjú fyrirtækin útskýra verri afkomu fýrirtækjanna með erfiðleikum í austri. Ástæðan er erfitt efnahagsástand á þessu markaðssvæði. Eimskip hefur ákveðið að hætta öllum rekstri í Rússlandi, loka skrifstofum í Moskvu og Pétursborg og hætta skiparekstri dótturfélagsins Maras Linija. Samskip hafa greint frá taprekstri fyrirtækisins í Eystrasalts- ríkjunum og Rússlandi en ætlar þó að „þreyja þorrann“' eins og Ólafur Ólafsson, forstjóri Samskipa, orðaði það. SH segir ástæðu minni hagnaðar á milli ára vera fyrst og fremst að finna í áhrifum dótturfyrirtækja bæði í Bretlandi og Rússlandi. Um Rússland segir Jón Ingvarsson, fyrrum stjórnarformaður SH: „Ef við gætum snúið klukkunni til baka þá myndum við sjálfsagt ekki frekar en þúsundir annarra fýrirtækja fara inn í Rússland[...]“2 Nýbyrjað ævintýri • • Oll fyrirtækin þrjú hafa tiltölulega nýverið hafið rekstur í ^-------- fyrrum Sovétríkjunum. Eimskip hóf þátttöku i rekstri Maras Linija um mitt ár 1996. Samskip keyptu meirihluta í þýska skipafélaginu Bruno Bischoff á síðasta ári, fyrirtæki sem sér um siglingar til Eystrasaltsríkjanna. Endurkoma SH til landa fyrrum Sovétríkjanna byrjaði eftir langt hlé árið 1997. Öll fóru fyrirtækin með von um að hasla sér völl á framtíðarmarkaði, öll hafa þau orðið fyrir vonbrigðum. Þetta er þó ekki í fyrsta skipti sem íslensk fyrirtæki hafa orðið fyrir vonbrigðum á þessu markaðssvæði. Ekki ný saga Flesta rekur minni til að þetta er ekki í fyrsta skipti sem gullgröftur í fyrrum löndum Sovétríkjanna reynist ekki laus við svita og tár. Enn eitt íslenskt stórfyrirtækið, Islenskar Sjávarafurðir (ÍS), spáði íslensku vori í Rússlandi ekki Mynd 1. Verðmœti inn- og útfiutnings til Rússlands (ntilljónir króna) -------Veiðmæti útflutnings - - - -VerðrriEti innflutnings fyrir svo margt löngu. Árið 1993 gerði í S samning við UTRF, rússneskt sjávarútvegsfyrirtæki sem er staðsett á Kamtsjatka í Rússlandi. I stuttu máli náði fyrirtækið mjög góðum árangri á skömmum tíma. Þegar Kamtsjatka- ævintýrið var í blóma þá sýndi ÍS 160 milljóna króna hagnað. Þessi upphæð, sem mátti að miklu leyti rekja til Mynd 2. Þróun afkomu Islenskra sjávarafurða 300 200 100 0 -100 -200 -300 -400 -500 -600 -700 -800 1995 1996 1997 1998 Kamtsjatka-verkefnisins, dró að öllu líkindum ekki úr öðrum fyrirtækjum að leggja í víking á svipaðar slóðir. Kjaftshögg Því miður, vegna ÍS, rifti UTRF samningnumíbyrjunmarsárið 1997. Ymsar ástæður voru gefiiar fyrir lyktum samstarfsins, ein sú langlífasta segir að menning- arlegur mismunur þjóðanna tveggja sem kom ffam í ósætti um hvernig ætti að stjóma verkefninu hafi að lokum leitt til riftunarinnar. Þrátt fyrir að IS hafi gert lítið úr bakslaginu hefur fyrirtækið átt í miklum erfiðleikum æ síðan. Rekstrartap ársins 1997 var um 310 milljónir sem var útskýrt í ársreikningi sem afleiðing af veru félagsins í Rússlandi. Hvort að Kamtsjatka- ævintýrið hafi markað upphafið á ógöngum IS skal ósagt látið. Engu að síður er athyglisvert að eftir blómaskeið ævintýrsins í Kamtsjatka hefúr leið ÍS legið niður á við, nýlega var greint frá því að rekstrartap síðasta árs væri 668 milljónir króna. Ógöngur bj amarins Efnahagslægðin sem dró tennurnar úr tígrum Asíu og hófst um mitt ár ----. 1997 skall strax um haustið á | löndum fyrrum Sovétríkjanna en ] það var ekki fyrr en í ágúst árið 1998 sem hún fór yfir með slíkum þunga að sjálfur rússneski björninn var knésettur. Rússneska rúblan tapaði 60% af virði sínu og bankakerfið lá við hruni.3 Þetta gerðist þrátt fyrir loforð og bjartsýni um betri tíð eftir efnahagsumskiptin árið 1992, þrátt fyrir að Heimsbankinn, Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn og aðrar alþjóðlegar efhahagsstofn- anir hafi stutt dyggilega við bakið á rússneska biminum. (framhald bls. 2) 1 Mörg íslensk fyrirtæki hafa orðið að þola verri afkomu en ella vegna þess viðskiptaástands 2 sem hefur knésett rússn- eska bjöminn og hafit alvarleg áhrif á nærliggj- andi lönd. 3 Tilgangur fyrirtækis eins og stjómendur og eig- endur skilja hann skiptir sköpum fyrir árangur þess. 4 Pólland hefúr fengið^ viðumeínið Tígurinn í Mið-Evrópu fyrir efna- hagsumbætur sínar. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.