Vísbending


Vísbending - 02.04.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 02.04.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Er viðskintahalli veikleikamerki? m Tryggvi Þór Herbertsson forstöðumaður I lagfræðistofnunar N -L y r 'okkuð hefurborið á því i umræðu um efnahagsmál undanfarið að menn hafa lýst áhyggjum af þróun viðskiptajafnaðarins á Islandi. í framhaldi af því er ekki úr vegi að spyrja hvort þessar áhyggjur séu réttmætar? Viðskiptajöfnuður er í meginatriðum verg þjóðarframleiðsla að frádreginni innlendri eftirspurn, þ.e. neyslu hins opinbera og einkaaðila og fjárfestingu. Viðskiptajöfnuðurereinnigskilgreindur sem munurinn á þjóðhagslegum spamaði og ijárfestingu. Þessar skilgreiningar á viðskiptahalla gera það kleift að hægt er að velta fyrir sé hvert helst megi rekja hallann. I nreðfylgjandi töflu má sjá að þjóðhagslegur spamaður var að meðaltali 21,6% af vergri landsframleiðslu timabilið 1960- 1999 en fjárfesting 24,3%. Þetta leiddi til þess að meðal- viðskiptahallinn á tímabilinu var 2,7% og skuldir Islendinga uxu að sama skapi erlendis. Úr töflunni má einnig lesa að leita þarf aftur til sjöunda áratugarins til að fínna jafnlítinn viðskiptahalla og verið hefur á þessum áratugi. Einkaneyslan hefur verið nokkuð stöðug, um 60% af landsframleiðslunni en samneyslan hefur vaxið jafnt og þétt undanfarin fjörtíu ár. Þetta hefur orðið á kostnað sparnaðar og fjárfestingar. Arið 1998 varð sjöundi mesti halli á viðskiptum við útlönd frá árinu 1960 og var hann um þrjú prósentustig yfir meðalhalla. Orsakir hallans er aukin eftirspum innanlands en hana má eins og áður segirrekja til neyslu hins opinbera og einkaaðila og fjárfestingar. En hver er meginorsakavaldurinn? Verg fjárfesting á íslandi árið 1997 var 18,5% af vergri landsframleiðslu en 21,4% árið 1998 og hafði hún því aukið hlutdeild sína í lands- framleiðslunni urn tæp 3 prósentustig. Einkaneysla var 60,5% af vergri landsframleiðslu árið 1997 en var 61,7% árið 1998 og hafði aukið hlutdeild sína um 1,2 prósentustig. Samneyslan var 20,4% af vergri landsframleiðsluárið 1997 envar 21% árið 1998 og hafði aukið hlutdeild sina um 0,6 prósentustig. Samtals jók innlend eftirspurn því hlutdeild sína í vergri landsframleiðslu um 4,8 prósentustig milli áranna 1997 og 1998. Ef við gemm til einföldunar ráð fyrir því að aukningu viðskiptahallans milli áranna 1997 og 1998 megi að öllu leyti rekja til aukinnar hlutdeildar innlendrar eftirspumar í landsffamleiðslunni má rekja rúm 62% aukningar hallans til fjárfestingar, 24% til einkaneyslu og rúm 14% til samneyslu. Af þessum tölum að dæma má að langmestu leyti rekja aukinn viðskiptahalla til fjárfestingar en ekki neyslu eins og haldið hefur verið frain. Til samanburðar er athyglisvert að skoðaárið 1987 semflestirhagfræðingar forsendu að aukinn viðskiptahalla megi rekja til aukningar á innlendri eftirspum þá mátti rekja 47% hallans til aukningar einkaneyslu á milli áranna 1986 og 1987, 37% til fjárfestingar og 16% til samneyslu. Af þessum tölum að dæma virðist vera grundvallarmunur á eðli viðskiptahallans á níunda áratugnum og á þessum. Á níunda áratugnum mátti að miklu leyti rekja hann til neyslu en til fjárfestingar nú. Viðskiptahalli er hlutlaust fyrirbæri innan hagfræðinnar. Hann getur verið vondur eða góður, eða hvorugt, allt eftir því í hvaða samhengi rætt er um hann. Ljóst er að þjóð þar sem aldurssam- setningu er þannig háttað að mikill hluti Tafla 1. Ýmsar þjóðhagsstœrðir sem hlutfall af vergri landsframleiðslu Tímabil Verqur spamaðir Vera fíárfestinq Einkaneysla Samneirsfa Vióstdntaiofiuiöir 1960-1969 27.1% 290% 608% 110% -1.9% 1970-1979 26.1% 296% 57.1% 150% -3.5% 1980-1989 176% 206% 61.4% 178% -3.2% 1990-1999 15.7% 17.7% 61 2% 205% -2.0% 1960-1999 Ár 21 6% 243% 60.1% 16.1% -2.7% 1986 172% 166% 61 6% 173% 0.4% 1987 15.1% 186% 633% 186% -3.4% 1997 166% 185% 605% 20.4% -1.4% 1993 155% 21.4% 61.7% 210% -5.7% eru sammála um að hafi einkennst af lítilli fyrirhyggju bæði hjá einkaaðilum og hinu opinbera. Á milli áranna 1986 og 1987 breyttist viðskiptajöfnuðurinn úr því að vera jákvæður um 0,4% af landsframleiðslu í að vera neikvæður um 3,4%. Fjárfesting jók hlutdeild sína í landsframleiðslu um 1,8 prósentustig, einkaneysla um 2,3 prósentustig og samneysla um 0,8 prósentustig. Samtals jókst innlend eftirspurn því um 4,9 prósentustig eða þvi sem næst um sömu prósentutölu og milli áranna 1997 og 1998. Ef við gefum okkur aftur þá einföldu þegnanna er ungur þarf að fjármagna fjárfestingar, ogjafnvel neyslu, i ríkara mæli erlendis en hjá þjóðum sem eru eldri til að þjóðfélagsþegnamir nái að jafna neyslu sína sem mest yfir ævina. Því má leiða að því likur að ungar þjóðir eins og Islendingar búi að öllu jöfnu við viðskiptahalla en eldri þjóðir eins og Svíar við viðskiptaafgang. Að taka stutt tímabil út og fjalla um viðskiptahalla sem góðan eða slæman hefur því í raun litla hagfræðilega merkingu. Heimild: Hagstofa íslands-útreikn. höf. Mynd 1. Sparnaður, JJárfesting og viðskiptajöfnuður á Islandi 1960-1999 3 «o 3 C **- :0 'ÖT Q. s </> *o 1960 1965 1970 1975 1980 1985 1990 1995 2000 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.