Vísbending


Vísbending - 16.04.1999, Blaðsíða 2

Vísbending - 16.04.1999, Blaðsíða 2
ISBENDING Áfangaskýrsla auðlindanefndar - nokkur álitaefni Þórólfur Matthíasson hagfræðingur Igrein sem birtist hér í blaðinu fyrir viku síðan fjallaði ég nokkuð um greinargerðir lögfræðiprófessor- anna Þorgeirs Örlygssonar og Sigurðar Líndal til svokallaðrar auðlindanefndar. Eg gerði einnig grein fyrir framlagi nokkurra nafngreindra hagfræðinga. Þar var komið sögu í umfjöllun minni að ég hafði farið nokkrum orðum um fr amlag Þjóðhagsstofnunar (ÞHS) til fyrr- nefndrar áfangaskýrslu. Skal nú haldið áfram þar sem frá var horfið í síðustu viku og fyrst vikið að fímmta kafla skýrslu ÞHS. í þeim kafla er gerð grein fyrir verðmyndun á kvóta. Aðalályktanirkaflanserutvær. Fyrri hvers vegna kvótaverð geti orðið hærra en jaðarhagnaður útgerðar- fyrirtækjanna metinn á grundvelli þjóðhagsreikninga. Greinilegt er af skýrslu ÞHS að stofnunin fellst ekki á rök sjómannasamtakanna. Það hefði verið og er forvitnilegt að vita á hvaða grundvelli stofnunin hafnar kenningu þeirra. Séu gagnrök ÞHS sannfærandi hlýtur þessi staðreynd að móta samskipti aðilaávinnumarkaðnum strax í næstu kjarasamningum. Um áramótin 1997/98 samþykkti Alþingi breytingu á skattalögum sem tók af öll tvímæli um að keyptar varanlegar aflaheimildir mynduðu ekki stofn til fyminga (lög nr. 188/1997). í umræðu um málið var bent á að hagfræðileg rök hnigu í þá átt að þessi lagabreyting myndi lækka verð varanlegra aflaheimilda um allt að 25%. \ / / ályktunin er „Það er jaðarhagnaðurý betur settu fyrirtækjanna sem ræður v kvótaverðinu" (bls. 200). Seinni Verð aflaheimilda ályktunin er þessi: „Fiskveiði- p stjórnunin mun verða til þess að p fískistofnar stækki og útgerðar- 1 kostnaður minnki." Sé áætluðum núvirtum hagnaði af flskveiðunum 2 deilt niður á þorskígildiskíló er verð á varanlegum kvóta (aflahlut- deildum) „síst of hátt“ (bls. 202). Seinni niðurstaðan fellur ágætlega að niðurstöðum skoðana undirritaðs á fyrirliggjandi talnaefni. Fyrri niðurstaðan er hins vegar umdeilanleg og illskýranleg út frá hefðbundinni kennslubókarhagfræði. Litlar tilraunir eru gerðar til að skyggnast á bak við ákvörðunarþætti jaðar- hagnaðar. Þetta er undarlegt í ljósi þess að sjómenn hafa haft uppi háværar fullyrðingar um að pappírsaðgerðir útgerðarmanna geti aukið jaðarhagnað fyrirtækjanna og lækkað skiptaverð til sjómanna (sjá t.d. skrif Benedikts Valssonar í Hagmálum árið 1994). Svo sannfærðir hafa sjómenn reyndar verið um að einstaka áhafnir séu þvingaðar til að greiða hluta kvótaleigu að samtök þeirra hafa haldið uppi verkfalls- hótunum og verkföllum til að knýja fram breytingar er torvelduðu slíkan verknað. Rök sjómannasamtakanna hafa verið þau að greiðslugeta einstakra útgerða ráðist af jaðarhagnaði að teknu tilliti til þátttöku sjómanna í kvótakaupum. Forystumenn sjómanna tala um kvótabrask í þessu sambandi. Akademískir hagfræðingar eiga ekki auðvelt með að kalla viðskipti brask. En að nafngiftum slepptum verður ekki annað séð en að sjómannasamtökin hafi gefið nokkuð sannfærandi skýringu á Mynd I. Verðmyndun á kvóta Jaðarhagnaður Meðalhagnaður Magn Kvóta Þessi spá gekk ekki eftir. Enn er fátt vitað um hvers vegna. Hugsanleg skýring er að markaðurinn fyrir varanlegar aflaheimildir sé svo „þunnur“ að verðið ráðist af duttlungum kaupenda og seljenda en ekki af hagfræðilegum rökum. Önnur skýring gæti verið að einhver atburður hafi orðið samhliða skattalagabreytingunni og að heildaráhrif beggja breytinganna hafi orðið óbreytt kvótaverð. Fyrri skýringin gæti vel átt við um markað fyrir aldrað vín eða sjaldgæf listaverk. Hún á ekki við um spariskírteini ríkissjóðs af gefnum flokki, jafnvel þó svo viðskipti með þann flokk séu strjál. Lesandinn getur gert upp við sig hvort varanlegur kvóti eigi meira sameiginlegt með verðbréfi eða ófalsaðri mynd eftir Svavar Guðnason. Undirrituðum er ekki kunnugt um að nokkur sá atburður hafi orðið sem gæti hækkað kvótaverð um 25-30% seinni part ársins 1997. Þessi staðreynd, að heimildir til afskrifta varanlegra aflaheimilda hafi ekki haft áhrif á verð þessara heimilda, er svo þversagnarkennd að hún hreinlega hrópar áumfjöllun. Það er illskiljanlegt hvers vegna ÞHS heyrði ekki þessi hróp. Verðmyndun á kvóta Snúum okkur þá að fullyrðingunni um að kvótaverðið ráðist af jaðar- hagnaði best stæðu fyrirtækjanna og rökstuðningnum í 5. kafla skýrslunnar. Mynd 1 lýsir aðstæðum á markaði íýrir aflaheimildir. Niðurhalla þunn- dregna línan lýsir samhengi jaðar- hagnaðar allra útgerðarfyrirtækja og magns úthlutaðs kvóta. Jaðarhagnaður lækkar með auknum kvóta enda er gengið út frá að útgerðarfyrirtækin haldi ekki óhagkvæmari hluta flotans úti nema ætlunin sé að draga mikið magn að landi. Bogadregna línan lýsir samhengi hagnaðar á úthlutað þorskígildistonn annars vegar og úthlutunarinnar hins vegar. Ef kvóti er mjög lítill getur ávinningur af að auka hann örlítið verið afar mikill. En sá ávinningur er ekki nægur til að greiða fjármagns- kostnað og annan fastan kostnað —■' sem er óháður aflamagni. Með auknum kvóta og auknum afla minnkar vægi fasta kostnaðarins í hagnaði á landað tonn. Þess vegna liggur meðalhagnaðarferillinn undir j aðarhagnaðarferlinum lengst til vinstri í línuritinu. Halli og form þessara ferla er í samræmi við almennt viðteknar hugmyndir rekstrarhagfræðinnar um legu þeirra. Lóðrétta feitdregna línan lýsir stjórnvaldsákvörðuðum kvóta. Hér er gengið út frá að kvótaframboðið sé óháð verði aflaheimildanna. Hefðbundin verð- myndunarfræði gerir nú ráð fyrir að jafnvægi náist á markaði fyrir aflaheimildir þar sem jaðarhagnaðar- línan sker lóðréttu kvótalínuna, þ.e.a.s. að jafhvægisverð aflaheimilda verði P1. Hugsum okkur að kvóta sé úthlutað ókeypis en að kvótaþegar reyni, með einum eða öðrum hætti, að halda verðinu hærra, segjum P3. Þeim mun takast að selja/leigja frá sér allt að K2 þorskígildistonn. Útgerðarmaður sem ætlaði að kaupa viðbótarkvóta myndi ekki gera það þar sem útreikningar hans myndu sýna að ávinningurinn (jaðarhagnaðurinn) væri minni en tilkostnaðurinn (verðið á þorsk- ígildistonninu) þannig að einhverjir kvótaþegar munu sitja með óseldan kvóta. Ætla verður að þeir muni heldur vilja fá eitthvað fyrir kvótann en að láta hann ónýtast. Sé verðið á kvóta sett lægra en jafnvægisverðið myndu útgerðarmenn slást um hann og bjóða upp verðið hver fyrir öðrum uns jafnvægisverðinu væri náð. Takið eftir að efkvóti er lítill þá er verð aflaheimilda (Framhald bls. 4) 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.