Vísbending


Vísbending - 14.05.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 14.05.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Gialdevrisforðinn Þorvaldur Gylfason prófessor Til hvers þurfa þjóðir að eiga gjaldeyrissjóð? Til þess liggja tvær aðalástæður. Önnur er sú, að það þarf að vera til gjaldeyrir til að greiða fyrir innflutning af öllu tagi og til að mæta sveiflum í innflutningi. Þetta er sambærilegt við reiðufjárþörf einstaklinga og fyrirtækja, sem þurfa að hafa fé handbært til að standa straum af rekstrarútgjöldum frá degi til dags. Hin ástæðan er sú, að það þarf að vera til gjaldeyrir til að verja gengi gjaldmiðilsins, ef gjaldeyrisforðinn skyldi verða fyrir áhlaupi og ef stjómvöld telja nauðsynlegt, að gengi gjaldmiðilsins sé fast eða stöðugt. Þá þurfa stjómvöld að geta gripið í taumana með því að selja erlendan gjaldeyri í stómm stíl til að halda verðinu á honum niðri og þá um leið til að halda verðinu á innlenda gjaldmiðlinum (þ.e. genginu) uppi. Til þess að geta sett nægan gjaldeyri á markað í þessu skyni þarf seðlabankinn að eiga gildan forða. Þessi rök eiga þó ekki við með sama hætti, ef gengið flýtur, því að þá bregzt gengið sjálfkrafa við sveiflum í framboði og eftirspurn á gjaldeyrismarkaði. Þá leiðir áhlaup á gjaldeyrisforðann umsvifalaust til gengisfalls. Við þær kringumstæður er ekki jafnmikil þörf á gildum gjaldeyrisforða í varúðarskyni og ella, en eftir stendur þó eigi að síður viðskiptaþörfm, þ.e. þörfin fyrir gjaldeyri til að standa straum af viðskiptum. Þó erþað svo, að stjómvöld telja iðulega rétt að skipta sér af fljótandi gengi með því að kaupa og ' selja gjaldeyri til að halda gengis- sveiflunum innan ákveðinna marka. Þriggj a mánaða reglan Hversu mikill þarf forðinn að vera? Hversu mikið er nóg? Til skamms tíma var yfirleitt miðað við það, að gjaldeyrisforðinn dygði til að greiða fyrir innflutning á vörum og þjónustu í þrjá mánuði. Gjaldeyrisforðinn þurfti með öðmm orðunt að nema ijórðungi inn- flutnings á einu ári. Sums staðar, t.d. hér heima, var sá háttur hafður á að miða við vöruinnflutning eingöngu í stað innflutnings á vörum og þjónustu, vegna þess að vöru- innflutningur skipti mestu rnáli hér áður fyrr og vöruinnflutningstölur var auk þess hægt að fá í hverjum mánuði eins og tölur um gjaldeyrisforðann, svo að hægt var að fylgjast með forðanum ffá einum mánuði til annars. Þannig er þetta ennþá: í Hagtölum mánadarins er gjaldeyrisforðinn mældur í endingartíma til almenns innflutnings, þ.e. vöruinnflutnings. Þetta hefur þó þann galla, að vöruinnflutningur segir ekki alla söguna í þjónustuhagkerfi nútímans, þar sem innflutningur á þjónustu verður æ meiri með tímanum. Gamla viðmiðunfn við vöruinnflutninginn einan á því ekki lengur við. Hún getur auk þess gefið villandi mynd af gjaldeyrisstöðunni. I árslok 1998 dugði gjaldeyrisforði Seðlabankans til dæmis fyrir vöru- innflutningi í 2 mánuði, en fyrir innflutningi vöru og þjónustu í aðeins sex vikur. Það er þessi sex vikna tala, sem menn ættu að réttu lagi að bera saman við þriggja mánaða regluna, sem lýst var að framan. Alþjóðagjaldeyris- sjóðurinn miðar til dæmis gjaldeyris- forðann yfirleitt við innflutning á vörum og þjónustu og ekki við vöru- innflutninginn einan, meðal annars í skýrslum um ísland, og horfir auk þess í auknum mæli á umfang fjármagns- hreyfmga. Önnur pláss Hvernig er þetta annars staðar? Myndin sýnir gjaldeyrisforðann i sautján Evrópulöndum í árslok 1996 skv. upplýsingum Alþjóðabankans (nema íslenzkatalan erfráárslokum 1998). Þama eru sem sagt fjórtán Evrópusambands- lönd, þ.e. öll nema Lúxemborg, og þrjú EFTA-lönd,þ.e. öll nemaLiechtenstein. Mælieiningin er endingartími lil innflutnings á vörum og þjónustu. Myndin sýnir, að Norðmenn og Svisslendingar telja nauðsynlegt að eiga gilda gjaldeyrissjóði, sem duga fyrir innflutningi í 6-8 mánuði. Hvers vegna? Þetta stafar meðal annars af því, að þessar þjóðir standa utan Evrópusambandsins og eiga því ekki aðgang að sameiginlegum sjóðum Sambandsins, efgjaldniiðlarþeirra lenda undir þrýstingi. Við íslendingar ættum sennilega að hafa sama háttinn á og hinar EFTA-þjóðirnar, Norðmenn og Svisslendingar, úr þvi að okkur er umhugað unt að halda gengi krónunnar stöðugu innan tiltekinna vikmarka. Við þyrftum þó ef til vill ekki að ganga alveg jafnlangt og þeir, því að Norðmenn hafa nokkra sérstöðu vegna mikilla olíutekna og Svisslendingar vegna aðdráttarafls síns fyrir ijármagnseigendur i öðrum löndum. Til samanburðar má geta þess, að Japanar eiga gjaldeyrisforða, sem dugir fyrir innflutningi í sex mánuði, án þess að búa við sams konar sérstöðu ogNorðmenn og Svisslendingar. Haítar, svo að annað dæmi sé tekið, eiga gjaldeyri, sem ntyndi duga fyrir innflutningi í sjö vikur: það er of lítið, en er þó framfor frá fyrri tið, því að um tírna dugðu gjaldeyrisbirgðir landsins fyrir innflutningi í aðeins tvær klukkustundir. Þær þjóðir, sem standa utan Myntbandalags Evrópu (EMU), þótt þær séu í Evrópusambandinu, skiptast í þrjá flokka. Grikkir eiga gildan gjaldeyrissjóð, sem dugir þeim fyrir innflutningi í níu rnánuði, á meðan Danir og Svíar láta sér nægja að halda sig nálægt þriggja mánaða viðmiðuninni. (Framhald á nœstu siðu) Mynd 1. Gjaldeyrisforði i endingartíma til innflutnins á vörum og þjónustu i árslok 1996 (í mánuðum) Hoimild: Alþjóðabankinn, World Development Indicators , 1 Athugiö, aö talan um fsland á viö 1998. tafla 4.16. Um ls 9 1T) , Haglölur mánaöarins. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.