Tímarit.is
Leita | Titlar | Greinar | Um vefinn | Algengar spurningar |
skrá inn | Íslenska | Føroyskt | Kalaallisut | Dansk | English |

Vísbending

PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |
Skoğa í nıjum glugga:
PDF  | HQ_PDF  | JPG  | TXT  |


Ağlaga hæğ


Vafrinn şinn styğur ekki PDF skjöl
Smelltu hér til ağ skoğa blağsíğuna sem JPG
Vísbending

						D
ISBENDING
Aðeins það besta er nægilega gott
Danski leikfangaframleiðandinn
LEGO skilaði tapi árið 1998 í
fyrsta skipti á þessum áratug.
Dönsk dagblöð hafa talað um „krísu"
og Economist um „vandræði". Tap
ársins var 197 milljónir danskar krónur.
LEGO hefur boðað mikla endur-
skipulagningu í fyrirtækinu, fyrsta
skrefið í þeirri endurskipulagningu var
að lýsa yfir í upphafi ársins að 1000
manns yrði sagt upp á árinu.
u.
Saga kubbanna
ndir kjörorðinu „aðeins það besta
er nægilega gott" hefur LEGO verið
um tveimur og hálfu sinni meiri velta en
velta Sölumiðstöðvar hraðfrysti-
húsanna hf. sem hafði mesta veltu
íslenskra fyrirtækja 1997. Veltuaukning
á milli áranna 1997 og 1998 var þó
einungis 2,8% sem er mjög lítið í ljósi
þess að LEGO hyggst þrefalda veltuna
fyrir árið 2005. Þá þyrfti veltan að nema
23,5milljörðumDKK.
Fj ölskyldufyrirtæki
Al lt M þ ví að LEGO var stofnað hefur
það verið í eigu sömu fjölskyld-
unnar og enn í dag eru engin hlutabréf
í eigu annarra en fjölskyldumeðlima.
samanstendur af 503 vörutegundum,
þar af 201 nýrri. Samstarf við MIT-
háskólann hefur leitt af sér tölvustýrt
LEGO. Þá hefur LEGO einnig hafið
samstarf við Lucasfilm um framleiðslu á
leikföngum byggðum á Stjörnustríðs-
myndunum og samstarf við Disney
byggt á teiknimynd um Bangsímon.
LEGO hefur veðjað á skemmtigarða
sem sinn helsta vaxtarbrodd. í Billund
var opnaður skemmtigarðurinn LEGO-
LAND um mitt ár 1968 og strax fyrsta
tímabilið komu um 625.000 gestir í
garðinn. Enn í dag er garðurinn helsta
aðdráttarafl Danmerkur fyrir utan
Kaupmannahöfn, á síðasta ári komu t.d.
(~    Mynd 1. Afkoma LEGO 1995 - 1998 (milljónir DKK).
Mynd 2. Velta LEGO 1995 - 1998 (milljónir DKK).
D
8.000
7.800
7.600
7.400
7.200
7.000
6.800
6.600
6.400
6.200
1995
1996
1997
1998
eitt mesta stolt danska efnahagslífsins
síðustu 40 árin. Fyrirtæki sem byggt var
upp af dönsku hugviti, hagsýni og
kærleika fyrir börn framtíðarinnar.
Grunnurinn að LEGO var lagður árið
1932 af meistarasmiðnum Ole Kirk
Christiansen í Billund í Danmörku.
Tveimur árum síðar fékk fyrirtækið
nafnið LEGO sem er stytting á „LEg
GOdt" (leiktu vel). Seinna kom í ljós sú
skemmtilega tilviljun að á latínu þá þýðir
LEGO „ég læri" og „ég set saman", sem
kemur heim og saman við hvað LEGO-
leikföngin eru fyrir börn. I upphafí
framleiddi LEGO alls konar tréleikföng
en framsýni Ole Kirk leiddi hann til þess
að kaupa fyrstu vélina í Danmörku sem
gat steypt plastleikföng. Upp úr 1949
voru LEGO-kubbarnir þróaðir og árið
1958 var einkaleyfi fengið fyrir hönnun
kubbanna sem gerði þá þannig úr garði
að hægt var að setja þá saman á marga
ólíka vegu. Upp frá því hefur LEGO-
merkið ætíð verið í huga fólks á öllum
aldri tengt LEGO-kubbunum.
Risi í leikföngum
LEGO er fimmta stærsti leikfanga
framleiðandi í heiminum í dag á eftir
Mattel Inc., Hasbro Inc, Nintendo Co.
Ltd. og Sega Enterprises. Velta ársins
1998 var 7.830 milljónirdanskarkrónur,
Einungis þrír menn hafa farið með stjórn
fyrirtækisins. Fyrst var það stofnandinn,
Ole Kirk Christiansen, frá 1932 -195 7 en
þá tók sonur hans, Godtfred Kirk
Christiansen sem hafði unnið hjá LEGO
frá 12 ára aldri, við stjórnartaumunum.
Godtfred Kírk stjórnaðí frá 1957 -1979
þegar Kjeld Kirk Kristiansen, fulltrúi
þriðju kynslóðarinnar, tók við en hann
stýrir því enn í dag við góðan orðstír.
Oft er það þriðja kynslóð við
stjórnvöl fyrirtækja sem virðist hafa eins
konar „eyðileggingarmátt". Því er ekki
fyrir að fara hjá Kjeld Kirk, heldur hefur
hann, þvert á móti, ræktað LEGO vel og
innilega. Hins vegar veldur það
ákveðnum vandamálum að stefna að
örum vexti og um leið halda öllum
hlutabréfum í handraða fjölskyldunnar.
Kjeld Kirk hefur hins vegar gert það
ljóst að LEGO verður ekki sett á markað,
heldur skal það áfram vera eign
fjölskyldunnar eins og áður.
Starfssvið
LEGO hefur breyst verulega i tímans
rás þrátt fyrir að kubbamir séu enn
kjarni fyrirtækisins. Nýjar útfærslur á
LEGO eru nær árlegar, áherslur á ólíka
aldurshópa, stelpur og stráka og
innbyggða tækni í leikföngin skapa
vörulínu fyrirtækisins árið 1999 sem
rúmlegal.200.000 gestir.Ásíðustuárum
hafa tveir aðrir skemmtigarðar verið
opnaðir, annar í Englandi, „LEGOLAND
Windsor", árið 1996 og hinn í
Bandaríkjunum, „LEGOLAND Cali-
fornia", árið 1999. Þá hefur þegar verið
ákveðið að byggja fjórða LEGOLAND-
ið annaðhvort í Gunzburg i Þýskalandi
eða Tokyo í Japan.
Alþjóðavæðing
Fyrir utan einhverja dreifmgu LEGO-
leikfanga í Svíþjóð ogNoregi þá var
fyrsta skref LEGO í alþjóðavæðingu að
opna söluskrifstofu í Þýskalandi 1956.
Fjörutíuogþremurárum síðar, árið 1999,
starfrækirfyrirtækiðverksmiðjuíþremur
löndum fyrirutan Danmörku, þ.e. Sviss,
Bandaríkjunum og Kóreu. Einnig
starfrækir LEGO sérhæfðari verksmiðjur
í Sviss, Þýskalandi og Ungverjalandi.
Þá eru vörur fyrirtækisins seldar í fleiri
en 130 löndum í öllum heimshornum.
Stefhumarkmið Kjelds Kirk fyrir árið
2005 er að LEGO vörumerkið verði efst
í huga fjölskyldna með börn undir 17 ára
aldri á heimsvísu. LEGO hefur þegar
náð þessum árangri í Evrópu en er i
þriðja sæti á eftir Disney og Coca-Cola
hjá þessum markhópi í heiminum öllum.
(Framhald á siðu 4)
					
Fela smámyndir
Blağsíğa 1
Blağsíğa 1
Blağsíğa 2
Blağsíğa 2
Blağsíğa 3
Blağsíğa 3
Blağsíğa 4
Blağsíğa 4