Vísbending


Vísbending - 13.08.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 13.08.1999, Blaðsíða 4
ISBENDING „HugsunarvillaHalldórs“ Halldór Jónsson verkfræðingur Athugasemd við grein Hannesar Hólmsteins Gissurarsonar sem birtist í 31. tbl. 1999. Dr. Hannes Segir: „í svari Halldórs er hugsunarvilla, sem er því miður mjög algeng. Það er því ómaksins vert að reyna hér að hrekja hana. Þessi villa er að líkja kvótakerfmu í sjávarútvegi við haftakerfið, sem stóð við litlar vinsældir á Islandi frá því í heimskreppunni og fram undir 1960. Eru leyfm, sem útgerðarmenn fá til að veiða, ekki svipuð leyfunum, sem heildsalar fengu til að yfirfæra gjaldeyri og flytja inn vörur? Svarið er neitandi. Munurinn er sá, að kvótakerfið styðst við raunverulegan og náttúrlegan skort, en haftakerfið við skort af manna völdum.“ Þessi fullyrðing Dr. Hannesar stenst ekki. Haftakerfið byggðist upp á raunverulegum skorti á gjaldeyri. Það var skortur á gjaldeyrinum alveg eins og á fískinum núna. Hvers vegna þessi skortur var skiptir ekki máli hér. Takmörkuðum gjaldeyrisleyfúnum var úthlutað pólitískt að verulegu leyti í stað þess að selja gjaldeyrinn á markaði. Gjafaleyfm voru síðan iðulega seld fyrir okurverð, mjög hliðstætt því sem nú er um kvótann. I stað SIS og annarra gæðinga nefndarinnar eru nú komnir forgjafar- aðilarnir í sjávarútvegi. Það er engin samkeppni um forgjöfína, grunnkvót- ann, og því verður sá stóri sífellt stærri ogsáminni minni. Mér ermjögtil efs, að hægt verði í raun að setja þak á hlut- deildareign einstakra aðila í kvóta fr emur en bankahlutabréfum. Frjálsir menn virðast ával lt fínna nýj ar leiðir í viðskipt- um og þeir stóru gleypa þá minni eftir þörfúm. Um 1 % Bandaríkjamanna er t.d. sagður eiga núna meira en helming þjóðarauðsþeirra.Hvergi íheimi erlægra verðlag á lífsnauðsynjum en þar. Enn segir Dr. Hannes: „Ég skai skýra þetta nánar meö dæmi, sem Halldór tekur sjálfur. Hann rekur steypustöð. Hvers vegna væri rangt aö binda sölu steypu við sérstök leyfi, sem opinberir aöilar úthluta? Vegna þess aö markaðurinn getur leyst vandann sjálfkrafa, takmarkaö framboðið viö eftirspumina og valið þá úr, sem hagsýnastireru, þegar til langs tíma er litið, eins og Halldór bendir réttilega á. Opinberir aðilar þurfa þar hvergi nærri að koma.“ Ég spyr á móti: Hvers vegna þurfa opinberir aðilar þá að koma að stjómun fiskveiða með ókeypis útdeilingu verð- mæta? Myndi uppboð opinberra aðila á takmörkuðum veiðiheimildum ekki takmarka aflann jafn vel og núgildandi kerfí og velja nýtingaraðilana úr samkvæmt lögmálum markaðarins? Það er umframframboð á steypu. Hún er seld ódýrt á markaði án opinberra afskipta. Framleitt magn hennar ræðst af þörfúm markaðarins. Útsala myndi lítið auka heildareftirspumina. Ef mér væri hins vegar úthlutað ákveðnum framleiðslukvóta, sem væri hlutfall af heildareftirspurn samkvæmt fyrri aflareynslu minni, þá er auðséð að verð á steypu myndi ekki myndast á sama hátt og nú. Byrjendur yrðu að kaupa kvóta af mér til þess eins að fá að byrja. Ég væri með forgjöf og neytandinn yrði að borga hærra verð. Hliðstætt steypumarkaði, þá tel ég að íslenzkir skattgreiðendur borgi hærri skatta vegna gjafakvótakerfisins en þeir ella myndu gera ef kvótinn væri seldur hæstbjóðanda. Og þá skulum við ekkert vera að tala um kanínur í höttum, kratamilljarða eða aðra aðferðafræði, heldur hvað menn era tilbúnir að borga fyrirþað, að mega veiða fisk. Ef enginn í LÍÚ vill borga neitt, þá hefur ekkert breytzt. Ef einhver vill borga eitthvað, þá er gott fyrir ríkissjóð að vita það. Dr. Hannes segir enn: „Hið sama er að segja um nýlenduvöruverslun, sem Halldór nefnir líka. En honum og mörgum öðrum sést yfir eitt mikilvægt skilyrði viðskipta með steypu og nýlenduvöru. Það ereignar- eðayfirráðarétturyfirþeimgæðum,semskipst er á. Ef slíkur eignarréttur er ekki skilgreindur, verður harla lítið úr viðskiptum. Markaðurinn getur með öðrum orðum aðeins leyst vandann við tilteknar leikreglur, aðallega vel skilgreind réttindi til eigna og fullt frelsi til viðskipta með slíkar eignir.“ Ég get ekki komið þessari málsgrein i samhengi við gjafakvótann. Ef ég ætla á bíó þá verð ég að kaupa mig inn. Annars sé ég ekki myndina. Ríkið sendir mér ekki ókeypis miða. Aðeins miðinn sjálfúr er möguleikinn til þess að vera með. Hann er verðmætið. Mér yfírsést alls ekki um það, að eign er aðeins einhvers virði, ef einhver vill borga fyrir það að ná henni til sín. Ég minnist harkaranna sem reyndu að selja miða á uppsprengdu við innganginn á Roy í gamla daga. Þeir lögðu á sig erfiði, tóku áhættu og græddu eða töpuðu ef þeir brunnu inni með miðana. Menn eignast yfirleitt ekki eignir nema fyrir eiginti 1 verknað nema að vinna i happdrætti. Það var líka sannkallaður happdrættisvinningur, að hafa verið staddur á réttum stað á réttum tíma þegar kvótinn var setlur á. Þá fengu ofveiði- mennimir sendar ókeypis miðablokkir í betri sæti framtíðarinnar í stað þess að verða að kaupa srg inn. Þá urðu soð- bollamir að silfúrkerum á einni nóttu. Að lokum segir Dr. Hannes eftirfarandi: „Sjálfur tel ég það í mestu samræmi við þá frjálshyggju, sem við Halldór aðhyllumst báðir, að einkaaðilar eigi náttúrugæði og þau séu markaðsvara, enda rati þau þá jafnan í frjálsum viðskiptum í hendur þeirra, sem mest kunna að meta þau og best geta gætt þeirra. Þetta eigi við um fiskistofna eins og önnur náttúrugæði.“ Hér viðurkennir Dr. Hannes að kvótinn á fiskistofnana eigi að vera markaðsvara í frjálsum viðskiptum. Hvers vegna rígheldur hann þá svona í upphafsforgjöfina? Af hverju eiga menn ekki að borga fyrir nýtingarrétt þjóðareignar á hverjum tíma? Mér sýnist að aðeins þannig geti einkaaðili átt náttúrugæði landsins. Og þá greinilega ekki um aldur og ævi. Aðrir sálmar Djarfúrleikur T7~ aup óþekktra aðila á stórum hlut í JSj^BA vekja bæði athygli og spurningar. Umræður um leynd um raunverulega eigendur er vissulega þörf. Það varmisráðið af sparisjóðunum á sínum tíma að færa sinn hlut til Lúxemborgar, ekki vegna þess að það hafí verið ólöglegt, heldur vegna hins að með því vöktu þeir óþarfa tortryggni. Salan nú sýnir að ótti manna þá við huldufélög erlendis var raunhæfur. Það er ekki við því að búast að mönnum sé sama um það hver á eina stærstu fjármálastofnun þjóðarinnar. Menn vilja eðlilega vita við hverja þeir skipta. Það er líka óheppilegt að Kaupþing hafði áður lýst því yfír að stefnt væri að sameiningu þess við FBA og ekki var hægt að skilja kaup sparisjóðanna á stórum hlul öðruvísi en svo að verið væri að undirbúa þá sameiningu. Menn hljóta að spyrja nú: Hvað breyttist? Þeir sem hafa það að atvinnu að leiðbeina öðram um kaup og sölu hlutabréfa verða að vanda sig mjög vel áður en þeir gefa út yfirlýsingar um áform sín á markaðinum og gæta þess að þeirra eigin gerðir skaði ekki markaðinn. Með þessu er því ekki slegið föstu að salan á bréfunum í FBA sé óeðlileg. Stefnubreytingin er hins vegar svo stór að hún kallar á ítarlegri skýringar en komið hafa fram til þessa. Loks brennur sú spurning á mönnum hvemig hægt sé að kaupa svo stóra hluti án þess að svitna. Er þetta raunveruleiki íslands eða sýndarveraleiki Lúxemborgar? Forsætisráðherra benti á það í viðtali við Morgunblaðið áður en hlutur ríkisins í bönkunum var seldur að hann teldi óæskilegt að mjög stór hluti færi á hendur einstakra aðila. Að vísu mátti skilja það af því viðtali að hann liti öðru vísi á eignaraðild sparisjóðanna eða Kaupþings, væntanlega í ljósi þess að sparisjóðirnir eru i hugum margra einhvers konar almenningseign. Það er því rangt þegar menn segja nú að forsætisráðhena hafi skipt um skoðun varðandi eignardreifíngu. En það er mjög erfítt er að setja lög um þau mál sem ekki verður farið í kringum með einhverjum hætti. Einbeittur brotavilji er allt sem þarf. V y /'Ritstjórn: Eyþór Ivar Jónsson ritstjóri ogA ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavik. Sími: 561-7575. Myndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvisindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.