Vísbending


Vísbending - 08.10.1999, Blaðsíða 4

Vísbending - 08.10.1999, Blaðsíða 4
ISBENDING „Notaðuhöfuðið1 Aðrir sálmar Ofurtollar, fákeppni og jafnvel einokun hefur verið undir- tónninn þegar talað hefur verið um grænmeti að undanförnu. Meiragrænmeti Flestir eru á einu máli um að það sé bæði hollt og gott að borða grænmeti. Grænmetisbændur hafa í vel heppnaðari auglýsingaherferð lagt áherslu á hollustuna með slagorðum eins og „Notaðu höfuðið“ og „Sér á báti“. Allt til þess að fá neytendur til þess að borða meira grænmeti: einn þriðji af fæðu dagsins á að vera grænmeti, sem án nokkurs vafa væri hollt fyrir þjóðina, enda er grænmeti auðugt af vítamínum. Samkvæmt tölum frá Manneldisráði borðar hver íslendingur 44 kg af grænmeti á meðan nágrannar okkar S víar og Norðmenn borða 60 kg. I byrjun áratugarins jókst neysla á grænmeti um 12% fyrstu fimm ár þessa áratugar en lítil sem engin aukning hefur orðið síðan. Margt bendir hins vegar til að verðið hafi hækkað langt umfram verðvísitöluna á sama tíma. A síðasta ári hækkaði grænmeti mest allra vara frá fyrra ári eða um 8,7% á meðan matvara hækkaði um 6% að meðaltali. Ofurtollar Landbúnaðarráðherra lýsti því nýlega yfir skilmerkilega að ofur- tollum á grænmeti yrði ekki breytt. Verðsveiflur á grænmeti eru árvissar þegar háir verndartollar leggjast á inn- flutt grænmeti á ákveðnum tímabilum. Á milli mánaðannajúlí og ágúst hækkaði t.d. grænmetisverð um 18,2% af þessum völdum, tómatar og agúrkur um 22% og kál um rúmlega 60%. Slíkir tollar eru settir á til þess að vemda innlenda framleiðslu, innlenda framleiðendur. Hugmyndin er að vernda atvinnugreinar og þá sem starfa í þessum atvinnugreinum. Áhrifin em þau að það eru neytendur sem verða fyrir skaðan- um þar sem verð á vörum sem eru verndaðar hækkar, framboð minnkar og vömúrval getur jafnframt orðið minna. Samkvæmt áætlunum OECD þá er kostnaður neytenda í aðildarríkjunum af verndartollum rúmlega 300 milljarðar Bandaríkjadala. Hagkvæmnimilliríkjaviðskiptafelur í sér að þjóðir sérhæfi sig í þeim atvinnu- rekstri sem þær em hlutfallslega bestar í. Verndartollar leiða hins vegar til þess að staðið er í vegi fyrir þeirri hagræðingu sem alþjóðaviðskipti geta leitt af sér. Peningum er sóað ef framleiðendur vilja eða geta ekki keppt í frjálsri samkeppni þar sem minni áhersla er á skilvirkni hjá vernduðum framleiðendum en óvernd- uðum. f rannsóknum OECD kemur fram að meðalkostnaður neytenda vegna verndartolla er meiri en laun þeirra starfsmanna sem eru verndaðir með tollunum. Miklu skynsamlegri leið, samkvæmt alþjóðaviðskiptafræðinni, væri að nýta þær krónur sem sóað er með þessum hætti til að þjálfa vinnuaflið til að vinna ný og skilvirkari störf og að hjálpa fyrirtækjum til þess að þróa nýjar vörur og viðskipti. Einokun—einkeypi / 123. tbl. Vísbendingar var fjallað um áhrif samþjöppunar á verslun í tilefni þess að Baugur keypti 10-11 verslan- irnar. Þegar fáir aðilar sjá um sölu til neytenda leiðir það óhjákvæmilega til hærra vöruverðs, það eru einokunar- eða fákeppnisáhrifin. Hagkvæmni stærðarinnar er líkleg til þess að lækka innkaupsverð en þegar samkeppnin er lítil hefur fyrirtæki litla ástæðu til þess að láta neytendur njóta þeirrar hag- kvæmni. Hagkvæmni stærðarinnar verður einmitt mest þegar kaupendur eru fáir en seljendur margir, það eru einkeypisáhrifin, seljendur eru neyddir til þess að selja á lágu verði til kaupenda vegna þess að enginn annar myndi annars kaupa framleiðsluna. Á sama tíma og verð á grænmeti til neytenda hefur hækkað verulega, hefur verð til framleiðenda lítið sem ekkert hækkað frá árinu 1995. Mismunurinn hefur væntanlega orðið eftir hjá dreifingar- og smásöluaðilum. Það eru án nokkurs vafa bæði ofur- tollar, sem ríkisstjórn landsins stendur fyrir, og einokunar- og einkeypisstaða dreifingaraðila sem gera það að verkum að neytendur „nota höfuðið" og neyta ekki alls þess grænmetis sem þeirmyndu helst vilja. Vísbendingin Ahrif þess að vernda atvinnugrein eða loka hreinlega fyrir alþjóða- viðskipti eru enn ekki að fullu rannsökuð. Það er þó ljóst að hvorki í Kína né hér á landi mun verndarstefna leiða til þess að atvinnugrein eða þjóð í heild uppskeri aukna hagkvæmni og hagvöxt til lengri tíma. Miklu frekar er að verndarstefna leiði til þess að atvinnugreinar og þjóðir verði af þekkingu og tækni sem þærgætu annars öðlast og vegna þess dregist aftur úr þeim sem lifa við frjáls alþjóðaviðskipti. Lygn sjór? Kaup Burðaráss á stórum hlut í HB lif. teljast hiklaust til stórtíðinda. Ekki bara ein og sér heldur í samhengi við aðrar fjárfestingar félagsins á þessu sviði að undanförnu. Félagið hefur styrkt stöðu sína í Síldarvinnslunni og Skagstrendingi og á ráðandi hlut í Útgerðarfélagi Akureyringa. Menn munu spyrja hvort kaupin séu þáttur í valdabaráttu, til dæmis innan SH, nætursala HB á bréfum til Róberts Guðfinnssonar og félaga reið bagga- mun um formannskosningu síðastliðið vor. Þó að sú sala hafi e.t.v.verið í trássi við vilja meirihluta hluthafa í HB hafa síðar verið borin klæði á vopn. En þótt einmitt þessi kaup Róberts og félaga á SH bréfum haft verið dæmi um valda- baráttu á þeim tíma, þá er jafnvíst að þeir voru vissir um að hlutabréfin myndu reynast arðbær fjárfesting. Það sama gildir urn kaup Eimskips í sjávarútvegi. Með þeim er félagið að treysta stöðu sína til frambúðar á þessum vettvangi, burtséð fráöllum átökum. Langlíklegast er að á allra næstu árum verði enn meiri hagræðing í sjávarútvegi og útgerðar- félögum fækki. Hér er sett fram sú skoðun að innan fárra ára muni fimm til sjö fyrirtæki sjá um yfir 80% af fiskveið- um Islendinga. Þau munu öll verða skráð á verðbréfamarkaði. Síðustu „sægreif- arnir" munu flýta sér að losa um hluti í smærri fyrirtækjum til þess að komast hjá sérstakri skattlagningu kvótagróða sem háværar raddir eru uppi um. Það er hægt að setja fram nöfn en það væri villandi, því að með sameiningum verða til ný fyrirtæki, hvað svo sem þau heita. Það er þó eðlilegt að staldra við þau félög sem Eimskip á stóran hlut í. Þegar storma hefur lægt innan SH mun fyrirtækið ganga til liðs við SÍF. Menn segja að stefna fyrirtækjanna tveggja sé ólík í bili. Á því er þó enginn vafi að þegar SÍF og SH sameinast er verið að tala um hægræðingu sem bragð er að. Það mun hafa áhrif á þessa framtíð að fyrirtækin sem veiða fiskinn og vinna hann verða færri og sterkari. Eftir sameiningu 1S og SIF þarf ekki lengur að horfa til stöðu Samvinnuhreyfingar- innar heldur er hægt að taka vitrænar ákvarðanir. V ___: ÁRitstjórn: Eyþór ívar Jónsson ritstjóri og' ábyrgðarmaður, Benedikt Jóhannesson. Útgefandi: Talnakönnun hf., Borgartúni 23, 105 Reykjavík. Sími: 561-7575. fylyndsendir: 561-8646. Netfang:visbending@talnakonnun.is. Málfarsráðgjöf: Málvísindastofnun Há- skólans. Prentun: Gutenberg. Upplag: 700 eintök. Öll réttindi áskilin. © Ritið má ekki afrita án leyfis útgefanda. 4

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.