Vísbending


Vísbending - 29.10.1999, Blaðsíða 1

Vísbending - 29.10.1999, Blaðsíða 1
ISBENDING 29. október 1999 43. tölublað V i k u rit um viðskipti og efnahagsmál 17. árgangur Framtíðin bankar Mynd 1. Heildareignir nokkurra af stœrstu böiikum á Norðurlöndunum í samanburði við íslenska banka þann 30. júní 1999 (í milljörðum króna) FBA Búnaðarbankinn íslandsbanki Landsbankinn Christiania Bank Den norske Bank SEB Unidanmark FöreningsSparbanken Den Danske Bank MeritaNordbanken Flandelsbanken 1000 2000 3000 4000 5000 6000 7000 8000 9000 Mikil spenna ríkir um þessar mundir um hvort og hver og fyrir hve mikið meirihluti hins opinbera í Fjárfestingarbanka atvinnu- lífsins verði keyptur. Þegar þeirri spurningu er svarað þá er næsta spurning: Hvað verður svo? Verður Fjárfestingarbankinn sameinaður ein- hverju öðru fjármálafyrirtæki? Það er í sjálfu sérekkertólrklegt, sérstaklegaekki ef horft er til hinna Norðurlandanna en þar hafa bankar í auknum mæli verið að þreifa fyrir sér í einni sæng. I sjálfu sér er það þó bara ein af mörgum stórum spurningum sem bankar hér á landi sem og annars staðar á Norðurlöndunum standa frammi fyrir um þessar mundir. Góð afkoma amkvæmt árhlutauppgjöri bank- anna var afkoma allra bankanna góð á fyrri hluta ársins. Arðsemi eigin fjár var 20% hjá Búnaðarbankanum, 19% hjá íslandsbanka, 18% hjá Fjárfest- ingarbanka atvinnulífsins og 15% hjá Landsbankanum. Frá áramótum til júníloka hafa eignir bankanna vaxið um 12% að raungildi og miðað við júnílok 1998 hefur vöxturinn verið um 28%. Landsbankinn óx mest eða um 32% á sama tíma. Útlán jukust um 23% að raungildi frájúnílokum 1998 til júníloka 1999, mest hjá Landsbanka og Búnaðar- banka (sjá einnig töflu 1). Aukning útlána og annama umsvifa bankanna hefur verið fjármögnuð með lántökum, fremuren innlánum. Þessi lán eru að miklu leyti tekin í útlöndum. Lántökur bankanna hafa á einu ári aukist um 47% umfram verðbólgu en innlán aðeins um 16%. Lántökur eru nú rneiri en innlán bankanna og virðist lítið lát vera á lántökum það sem af er árinu 1999. Bankakreppa Seðlabankinn, sem lætur fátt frá sér fara nema að vandlega athuguðu máli, lét fylgja nokkurn fróðleik um það sem einkennir almennt fjármálakreppu í ársskýrslu sinni 1999. Þetta vakti nokkra athygli og það er ekki úr vegi að láta þennan fróðleik fylgja að mestu óbreyttan: -Bankakreppa fer yfirleitt saman við almenna efnahagserfiðleika sem birtast ílitlumhagvexti og/eðamikilli verðbólgu. -Útlánaþensla og hækkun fasteigna- verðs eða hlutabréfaverðs eru yfirleitt undanfari bankakreppu, sem brýst út þegar hlutabréfaverð eða fasteignaverð fellur. -Háir raunvextir fara oft saman við erfiðleika í bankakerfinu. -Gjaldeyriskreppa stuðlar oft að banka- kreppu í nýmarkaðslöndum. -Helstu hættumerkin varðandi gjald- eyriskreppu eru hækkun raungengis, lækkun útflutningstekna, versnandi viðskiptakjör og peningaþensla. -Stefna fasts en breytanlegs gengis, sem ekki er nægjanlega trúverðug, getur bæði stuðlað að banka- og gjaldeyris- kreppu, þar sem hún getur fyrst valdið óhóflegu innstreymi fjármagns og síðan skyndilegu útstreymi. -Reynslan sýnir að mikið innstreymi erlends skammtímafjármagns við skil- yrði fastgengisstefnu, sem innlendar lánastofnanir endurlána síðan til lengri tíma, jafnvel á innlendum kjörum, getur verið ávísun á bankakreppu samhliða gjaldeyriskreppu, þegar og ef öndverð þróun leiðir til gengislækkunar og erfið- ari aðgangs að lánsfjármagni. -Komið hefur í ljós að hækkun raunvaxta í heiminum getur stuðlað að gjaldeyris- og bankakreppu í nýmarkaðslöndum. Það má finna nokkuð í þessum fróðleik sem minnir á þann tíðaranda sem nú er og þetta eru því sennilega orð í tíma töluð hjá Seðlabankamönnum. Það er veruleg hætta sem stafar af mikilli lántöku í einkageiranum og hjá ein- staklingum þar sem ekki þarf mikið að gerast til þess að þeir geti ekki staðið við skuldbindingar sínar. Þá hafa bankarnir sjálfir, í takt við það sem er að gerast hjá mörgum erlendum bönkum, tekið mun meiri áhættu í eigin viðskiptum undanfarið en áður með háu skulda- hlutfalli og áhættusömum verðbréfa- viðskiptum. Netbankinn að olli nokkru umróti þegar net- bankar voru settir á fót hér á landi í (Framhald á síðu 2) Margt spennandi er að mundir. Hér á landi snýst ^ Kanadískur hagfræðingur, t kallaður „faðir evrunnar^ I gerast í bankageiranum, 1 spennan unt hvað verður 2 Robert A. Mundell, hlaut /| vegna þeirra rannsókna bæði hér á landi og um FBA og einkavæðingu nóbelsverðlaunin í hag- sem hann hefur gert á hag- erlendis, um þessar ríkisbankanna. fræði íár. Hann erstundum kvæmum myntsvæðum. I

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.