Vísbending


Vísbending - 29.10.1999, Blaðsíða 3

Vísbending - 29.10.1999, Blaðsíða 3
ISBENDING Guðfaðir evrunnar Nýlega var úthlutað nóbels- verðlaununum í hagfræði og varð fyrir valinu kanadíski hagfræðingurinn Robert Mundell sem stundum hefur verið kallaður „faðir evrunnar". Sjálfur hefur hann borið það til baka og svaraði nýlega í viðtali að það væri of sterkt til orða tekið, hann væri „kannski guðfaðirinn, kannski guðfaðir, einn af mörgum guðfeðrum". Ferillinn Robert A. Mundell er fæddur í Kanada árið 1932. Hann stundaði nám við British Columbia háskólann, háskólann í Washington og London School of Economics. Arið 1956 fékk hann doktorsgráðu frá M.I.T. háskólan- um í Bandaríkjunum þar sem hann skrifaði lokaritgerð um alþjóðlegar fjármagnshreyfingar. Næstu tuttugu ár kenndi hann við ýmsa háskóla, Stan- ford, The Johns Hopkins Bologna Cent- er of Advanced International Studies, Chicago og Graduate Institute of International Studies í Genf. Frá árinu 1974 hefur hann kennt við Kólombía- háskólann í New York. Það er athyglivert að nóbelsverð- launin eru fyrst og fremst veitt fyrir framlag Mundells til hagfræðinnar á sjöunda áratugnum. Margar af frægustu ritgerðum og hugmyndum hans eru frá byrjun sjöunda áratugarins þegar hann starfaði hjá Alþjóðagjaldeyrissjóðnum (1961-1963). Einnig eru margar hug- myndir hans og rannsóknir frá þeim tíma sem hann kenndi við Chicago-háskól- ann (1966-1971) og hafa margir af nemendum hans frá þessum tíma fylgt í fótspor hans og byggt á hugmyndum hans í sínum rannsóknum. Mundell hefur skrifað yfir hundrað ritgerðir um málefni tengd hagfræði, þ.á m. alþjóðahagfræði. Einnig hefur hann gefið út nokkrar bækur þar sem m.a. má finna frægustu ritgerðir hans: The Inter- national Monetary System: Conflict and Reform (1965); Man and Econontics (1968); International Economics (1968); Monetary Theory: Interest, Inflation and Growth in the World Economy (1971); A Monetary Agenda for the World Economy (1983) ásamt öðrum; Global Disequilibrium (1990); Debts, Deficits and Economic Performance (1991); Building the New Europe (1992) og Inflation and Growth in China (1996). Myntbandalag s Iþeim greinum sem skrifaðar hafa verið um Mundell eftir að hann fékk nóbels- verðlaunin hefur mest verið fjallað um hugmyndir hans um hagkvæmustu stærð myntbandalaga enda er þessi hugmynd fyrir margra hluta sakir athygliverð. I byrjun sjöunda áratugar- ins voru næstum allar þjóðir með fast gengi sem tengt var Bandaríkjadollara (Bretton Woods samkomulagið) og hreyfingar fjármagns á milli landa voru mjög takmarkaðar. Flestir hagfræðingar á þessum tíma virðast hafa álitið að þetta væri veruleikinn sem myndi verða svo langt sem augað eygði. Mundell spurði hins vegar hvernig peninga- og efna- hagsstefna myndi verða í hagkerfi þar sem fjármagnsflæði væri frjálst eftir vöxtum á heimamarkaði og mörkuðum erlendis. Svar hans var að peninga- og efnahagsstefnan væri háð því hvernig þjóð mundi haga gengi gjaldmiðils síns. Með því að tengja gjaldmiðil lands öðrum gjaldmiðli væri peningastefna lands algerlega máttlaus en með því að leyfa genginu að fljóta gagnvart öðrum gjaldmiðlum gæti peningastefna orðið árangursrfk. í framhaldi af þessunt hugmyndum setti Mundell fram kenningu um hagkvæmustu stærð gjaldmiðilssvæðis og um hvenær gjaldeyrissamruni ríkja getur talist hagkvæmur eða hvenær ekki. Forsendur myntsamruna eru samkvæmt hugmyndum Mundells aðallega varð- andi sveigjanleika á vinnumarkaði. Þrjú skilyrði eru nefnd og verður a.m.k. eitt þeirra að vera uppfyllt til að mynt- samruni sé ákjósanlegur kostur sam- kvæmt kenningunni: að lönd verði ekki fyrir ólíkurn áföllum af breytingum á eftirspurn eftir vöru og þjónustu, þ.e. að efnahagsáföll séu samhverf; að nafnlaun séu sveigjanleg og geti komið í veg fyrir atvinnuleysi á samdráttar- skeiðum; og að vinnuafl sé hreyfanlegt á milli landa til að bregðast við áföllum. Þessi kenning hefur bæði verið notuð sem rök fyrir og gegn myntsamruna. Hagfræðingar hafa bent á að túlka megi kenninguna sem rök gegn mynt- bandalagi Evrópu þar sem vinnuafl sé alls ekki sveigjanlegt á Evrópumarkaði. Þessi sama kenning hefur einnig verið notuð til þess að rökstyðja að ísland skuli ekki taka upp evruna í nýlegri skýrslu sem gefin var út af Seðlabanka Islands. Niðurstaðan er rökrétt miðað við kenningu Mundells, efnahagsáföll hér á landi hafa ekki verið samhverf efnahagsáföllum í Evrópu, sveigjanleiki nafnlauna til lækkunar er ekki þekktur og lítil fylgni hefur verið á ntilli atvinnuleysis og búferlaflutninga á tímabilinu 1980 til 1996. Með myntsamruna að vekur nokkra athygli að Mundell er mjög harður stuðningsmaður Efnahags- og myntbandalags Evrópu (EMU) þrátt fyrir að hans eigin kenning þyki færa rök fyrir því að slíkt bandalag sé ekki fýsi legt á milli þeirra Evrópuþjóða sem eru aðilar að því. í umfjöllun Fin- ancial Times urn Mundell er sagt að aldarfjórðungsreynsla af fljótandi gengi sem einkennist af ringulreið hafi sannfært Mundell um að heimur þar sem gengi er fest á einhvern trúverðugan hátt sé fýsilegri kostur en heimur nteð fljótandi gengi. í grundvallaratriðum snýst þátttaka í myntbandalagi urn að ríki missa nokkuð möguleika til að svara samhverfum áföllum, glata getunni til þess að bregðast við með því að breyta gengis- skráningu en í staðinn getur akkurinn verið lægri viðskiptakostnaður. I 13. tbl. Vísbendingarárið 1998 fjallaði Sigurður Jóhannesson hagfræðingur um hag af myntbandalagi og benti á að sam- eiginleg mynt greiði fyrir viðskiptum og nefnir hann þrennt í því sambandi: (Framhald á síðu 4) ÍMynd 1. Gengi evru gagnvart Bandaríkjadollara frá nóvember 1998 til l október 1999. 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.