Vísbending


Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 15

Vísbending - 17.12.1999, Blaðsíða 15
„Réttast væri að einkavæða * Arnastofnun“ Jónas Kristjánsson, fv. forstöðu- maður Arnastofnunar, ólst upp sem samvinnumaður og hafði litla trú að auðvaldinu. Það kemur því mörgum á óvart að heyra skoðanir hans á kostum einkaframtaks. Þeir Ólafur Hannibalsson, blaðamaður, ræddu þessi mál í nóvemberlok. S Eg hef mælt mér mót við Jónas Kristjánsson prófessor, fyrr- verandi forstöðumann Árna- stofnunar, og við ætlum að hittast klukkan tíu að morgni dags í musterinu sjálfu. Stúdentar eru þá nýbúnir að hefja herferð fyrir bættum kjörum sínum með sýningu á beinagrind nokkurri í eigu læknadeildar Háskólans í tilefni af aldarfjórðungsafmæli framfærslugrunns LÍN. Beinagrindin á væntanlega að leiða huga okkar hinna að yfirvofandi hungursneyð þessa minnihlutahóps. Bifreiðastæðin kringum Árnagarð og Odda bera kjörum stúdentanna glöggt vitni. Það þarf að hringsóla marga hringi áður en smuga opnast fyrir litla, gamia Volkswagen-krílið mitt. Þetta hefst samt að lokum. Ég fer inn og á þriðju hæð er Jónas kominn og við flytjum okkur í bókastofu Þorsteins M. Jónssonar. Jónas er einn þekktasti hugvísinda- maður landsins en hann viðraði fyrir nokkrum árum á rótarífundi skoðanir sínar á verklagi og vinnubrögðum í einkafyrirtækjum annars vegar, en fyrirtækjum á vegunt hins opinbera hins vegar. Óhætt er að segja að þar hafi hann komið á óvart. Mér dettur í hug að spyrja Jónas hvort hann sé kunnugur svonefndu Péturslögmáli, sem er á þá leið, að í stigveldi eða píramídakerfi sé alltaf ákveðin tilhneiging til þess að menn forframist í starfi þar til þeir eru kornnir í stöðu sem þeir eru ófærir til að gegna. Sé litið á þetta frá hinni hliðinni, sjónarmiði rekstursins, segir lögntálið að sérhver staða hafi tilhneigingu til að vera gegnd af manni sem til þess er óhæfur. Jónas kannast ekkert við þennan prófessor Peters en segir að sér lítist vel á þessar kenningar hans. Jónas man hins vegar glöggt þegar hann reifaði hugsanir sínar um rekstur stofnana á rótarífundi þar sent rætt var hvernig færa mætti verkefni frá ríkinu til einkaaðila. „ALDRIG FÁRDIGA“ y Eg man, segir Jónas, „að ég sagði nokkur orð að lokum. Ég rakti þar hvernig ég sem ungur maður hefði verið Ólafur Hannibalsson vinstra megin í skoðunum, alinn upp í Framsóknarandrúmslofti Suður- Þingeyinga. Þar af leiðandi vildi ég þá víðtækan opinberan rekstur á þeim sviðum þar sent augljósir kostir samvinnuhreyfingarinnar fengju ekki notið sín. Skoðanir mtnar hefðu hins vegar mjög breyst á þessu í áranna rás. Nú væri inér að vísu vel kunnugt það lögmál að menn hneigðust í aftur- haldsátt með aldrinum, en í þessu tilfelli væri mér nær að halda að aldarfjórðungs reynsla mín sem embættismanns hefði haft meiri áhrif á skoðanir mínar en aldurinn. Niðurstaða mín væri sú, að ríkisrekstur einfaldlega „fungeraði" ekki eins vel og einkareksturinn. Ég man að ég endaði þessa tölu á dæmi um orðabók sænsku akadem- íunnar. Ekki man ég núna hvenær starfsemin hófst að samningu hennar en hitt liggur fyrir að fyrsta bindið kom út á árinu 1898 og að með síðasta bindinu, sem út kom 1993 og var það 31. í röðinni, var kornið aftur í uppflettiorðin St. Ég heimsótti einu sinni þessa stofnun í Lundi. Hún hafði þá 18 starfsmenn rétt eins og Akademían sjálf de Aderton og lætur nærri að þeir hafi komið út einu bindi á þriggja ára fresti. Svo var það að Svíakonungur, Karl Gustaf, kom hingað í heimsókn á stofnunina til að skoða handritin. Hann var þá ungur maður og mjög fátalaður. Reyndar sagði hann bara fjögur orð meðan á heimsókninni stóð. Ég sýndi honurn eintak af orðabókinni sent Akademían hafði gefið Árnastofnun. Þá mælti hann þessi fjögur orð: „Dom blir aldrig fárdiga.“ Þessi knappi dórnur hefur löngum klingt í eyrum mér eins og bjalla. Tilfinning mín, og reynsla víða að, lögðust á eitt um að sannfæra mig um að þegar hið opinbera, ríki og sveitarfélög, fara með rekstur stofnana, hafi þær stofnanir tilhneigingu til að falla í fastar skorður og starfsemin að sofna út af í værð. Nú er ég alls ekki rétti maðurinn til að gagnrýna þennan sofandahátt, ég var áreiðanlega ekki góður forstöðumaður, enda valinn sem fræðimaður til að veita minni stofnun forstöðu, án nokkurrar kröfu um fyrir fram þekkingu á stjórnsýslu. Ég geri mér líka grein fyrir að ekki má heldur keyra fræðilega útgáfu- starfsemi of hratt; menn þurfa að hafa tíma og næði til að vanda sig. En þetta vill ganga miklu hægar en æskilegt er. Einhvern tíma á árunum varð mér að orði að réttast væri að einkavæða Árnastofnun ef einhver fengist til að eiga hana! Klækin kaupmannslund róunin í heiminum í kringum okkur hefur verið sú að viðhorf lil einkareksturs hafa tekið gagngerum stakkaskiptum. Ef við rifjum upp uppeldi minnar kynslóðar þá var það gjarnan eitthvað á þessa leið: Frá blautu barnsbeini var maður alinn upp í tortryggni gagnvart auðkýfingum, ef ekki beinum fjandskap. Auðsöfnun og kúgun voru nánast óaðskiljanleg hugtök. Sem barn byrjaði maður að lesa um ríka manninn sem kúgaði hinn fátæka, frásagnir frá Ameríku unt yfirgang auðvaldsseggja, að maður nú ekki tali um sögur af valmenninu Abraham Lincoln, sem frelsaði þrælana. íslensku stórskáldin lágu heldur ekki á liði sínu. Þorsteinn Erlingsson kvað: „Voldugir húsbændur, hundar á vörð og hópur af mörkuðum þrælum.“ Og sagði ekki Jónas Hallgrímsson: „Klækin er kaupmannslund / kæta hana andvörp föðurleysingjanna?“ Það hafði lengi legið í landi mikil harka gagnvart fátæklingum. Ekki bara af hendi valdsmanna og kaupmanna, heldur átti hver sveil og hvert byggðarlag sínar sögur af stórbændum, sem áttu margar jarðir og nurluðu sarnan fé með fullkomnu tillitsleysi við fátæka leiguliða. Slíkar sögur gengu í minni sveit. Halldór Laxness útmálaði líka í sínum ritverkum hlutskipti hins snauða gagnvart þeim ríku, bændum, kaup- mönnum og hinni nýju stétt útgerðar- manna. Andúð á auðmagni hélst í hendur við sjálfstæðisbaráttu þjóðar- innar, sem þá var á lokaspretti, og þorri ungs fólks sá í hillingum nýtt þjóðfélag 15

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.