Vísbending


Vísbending - 07.01.2000, Blaðsíða 1

Vísbending - 07.01.2000, Blaðsíða 1
V V i k u ISBENDING rit um viðskipti og efnahagsmál 7. janúar 2000 1. tölublað 18. árgangur Áramótaheit íslenskra fyrirtækj a / Arið 2000 gekk í garð tiltölulega áfallalaust þrátt fyrir spádóma um annað. Meira að segja blés óveður Veðurstofu Islands logni yfir landann sem þakkaði fyrir sig með því að skjóta niður himnana með stjörnu- ljósum og kampavínstöppum. Eitt augnablik voru öll dýrin í skóginum vinir, bræður og systur og skáluðu árinu til heilla og horfðu með björtum augurn inn í nýtt ár. Það er þó hætt við því að árið blási köldu á ýmsum vígstöðvum þó að það þurfi ekki endilega að vera neitt meira en stormur í glasi. ✓ Aramótaheit til langtíma Margir halda enn í þann ágæta sið að stíga á stokk og strengja áramótaheit um hvað skal gera eða ekki gera á nýju ári. Flestir springa þó á limminu áður en fyrsta vikan er liðin af nýju ári eða hafa gleymt því sem sagt var í ölgleði áramótanna. Ef íslenskt athafnalíf og fyrirtæki gætu strengt heit þá yrðu þau örugglega um margt lfk þeim sem fólk strengir yfirleitt urn áramót: Að rækta líkama og sál, skerpa skilning og hugsun og læra og gera eitthvað nýtt. Islensk fyrirtæki eru tiltölulega nýbyrjuð að lifa og hrærast í hringiðu hlutabréfamarkaðarins þar sem, rétt eins og í boltanum, allir eru sérfræðingar, vopnaðir kennitölum og efnahagsleg- um mælistikum. í slíku umhverfi er þó hætt við að skammtímahagsmunir hafi ineira gildi en langtímahagsmunir. Þá geta fjárfestingar og sameining verið allra meina bót. Tilgangurinn ristir oft ekki dýpraen að reyna að ýta hlutabréfa- verðinu upp til skamms tíma. Það er hættulegt fyrir stjórnendur fyrirtækja að taka þátt í þessum leik í blindni því að það verða að öllum líkindum þeir sem þurfa að súpa seyðið af glæfralegum og röngum ákvörðunum og þá verða mennirnir sem klöppuðu þeim sem mest á bakið fyrir margt löngu á bak og burt og búnir að selja. Það er því mikilvægt að stjórnendur horfi til lengri tíma en sem nemur ársuppgjöri fyrirtækis og af meiri víðsýni en kennitölur fjármálamarkaðarins gefa tilefni til. Rétta hluti á réttan hátt vær grundvallarspurningar ættu að vera unthugsunarefni fyrir stjórn- endur fyrirtækja á þessum tímamótum: 1) Er fyrirtækið að gera réttu hlutina og 2) er verið að gera hlutina á réttan hátt? Fyrri spurningin er spurning um megin- stefnu fyrirtækis, hvort það sé að hasla sér völl á réttum vettvangi eða hvort það sé að daga uppi í deyjandi atvinnu- grein. Spurningin kallar á stöðumynd af fyrirtækinu eins og það er núna og hvert verið er að fara með það, hvar það verður að öllu óbreyttu eftir eitt ár, tvö ár, fimm ár. Er það sá vegur sem leiðir til glæstrar framtíðar? I hverju er glæst framtíð fólgin? Hvað stendur í vegi fyrir þeirri framtíð og hvað getur haft áhrif á hana? Hvernig er hægt að yfirstíga hindranir og mæta hugsanlegum áföllum? Hvað þarf starfsfólk fyrirtækisins að gera núna til þess að sú framtíð geti orðið að veruleika? Spurning um meginstefnu fyrirtækis kallar á ákvarðanir um hvaða vörum og þjónustu fyrirtæki á að einbeita sér að, hvaða landfræðilegu mörkuðum það vill vera á og hvernig það vill markaðssetja sig á þeim mörkuðum. Stjórnendur verða að haga ákvörðunum sínum þannig að þær séu í samræmi við þá framtíðarsýn sem fyrirtækinu hefur verið mörkuð og einbeiti sér að því sem það getur gert hvað best og hætti því sem það gerir illa. í þessu felst að skoða fyrirtækið með hliðsjón af samkeppni í atvinnu- greininni sem það tilheyrir og þróun atvinnugreinarinnar, hverjir möguleikar nýliða eru o.s.frv. og felur í raun í sér greiningu á (ytra) umhverfi fyrirtækis. Að lokum verða stjórnendur fyrirtækis- ins að finna leiðir til þess að brúa bilið á milli getu þess og þeirri getu sem það þarf að hafa til þess að ná tilsettum árangri. Seinni spurningin, urn að gera hlut- ina rétt, snýst um framleiðni, kostnaðar- stjórnun og markaðssetningu, um að nýta hæfileikana eins vel og mögulegt er og hámarka virði fyrirtækis. Innri greining í samanburði við önnur fyrir- tæki er ágæt leið en ekki gallalaus en markmiðið er að gera hagnaðarstöð (e. profit center) úr sem flestum þáttum, bæði deildum og verksviðum fyrirtækis. Yfirleitt er þetta spurning um hagræðingu innan fyrirtækis en engu að síður ætti þetta í auknum mæli að snúast um sífelldar endurbætur, ekki einungis á framleiðslu- og söluaðferðum heldur ekki síður á samskiptum á rnilli starfsmanna og samskiptum við hags- munaaðila eins og viðskiptavini, sam- starfsaðila og hluthafa. Lykilorðið er lærdómur Stjórnandi verður að geta tekið púlsinn á fyrirtæki sínu með því að horfa á það í stærra samhengi en fjárhagslegir mælikvarðar gefa. Ein leið til þess sem hefur vakið nokkra athygli á undanförnum árum er „samhæft mælingakerfi" (e. Balanced scorecard) sem samanstendur af fjórum mæli- sviðum: fjárhag, viðskiptavinum, innri skipulagsferlum og lærdómi og vexti fyrirtækis (sjá 23. tbl. 1999). Stjórnandi, sem og aðrir starfsmenn, verður að fá stærri og betri mynd af fyrirtækinu og hlutverki sínu í því. Fjárhagslegir mælikvarðar einir sér og markmið út frá þeim eru ekki lfkleg til þess að skapa fyrirtæki farsæla framtíð. Starfsmenn og þekking þeirra hefur aldrei í fyrirtækja- sögunni skipt meira máli en einmitt núna. Það þarf að hlúa að þekkingu þeirra, nýta hana og umfram allt rækta hana til þess að fyrirtæki fái dafnað. Innra skipulag fyrirtækis þarf að taka mið af því um leið og það ræktar lykilhæfileika sína sem eiga að vera styrkur þeirra í samkeppni. Þá þarf að átta sig á því að árangur fyrirtækis er ekki skapaður á fjármálatorginu heldur á markaðs- torginu, með því sem fyrirtæki hefur upp á að bjóða og með þeim hætti sent það býður upp á það. Þó að sérfræðingar fjármálamarkað- arins lofi sameiningu upp á hástert sem forsendu fyrir framförum íslenskra (Framhald á síðu 4) ^ Áramót eru ágætur tími til ^ Ásgeir Jónsson hag- ^ er fýsilegt. Margt rök- a bandalag vestur á bóginn I aðskoðastöðu fyrirtækis 1 fræðingurfjallarummögu- ^ styður þá hugmynd, t.d. /\ verði hagkvæmari kostur 1 og hvert væri skynsam- /j leika á myntbandalagi við *_/ fylgjast hagsveifiur að í | en bandalag við meginland legt að stefna. Bandaríkin og hvort það löndunum og líklegt er að Evrópu.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.