Vísbending


Vísbending - 04.02.2000, Blaðsíða 1

Vísbending - 04.02.2000, Blaðsíða 1
ISBENDING 4. febrúar 2000 5. tölublað V i k u rit um viðskipti og efnahagsmál 18. árgangur Atvinnuþróun á landsbyggðinni ó svo að bæði tækni- og alþjóða- væðing hafi minnkað einangrun og aukið tækifæri afskekktra svæða hefur þróunin orðið sú að hún hefur aukið samþjöppun byggðar frekar en dreift henni. Þrátt fyrir að mögu- leikinn á að framleiða vörur sé næstum hvar sem er fyrir hendi hafa fyrirtæki enn ávinning af stærri vinnumarkaði, meiri þjónustu og nálægð við viðskipta- vini sem stærri kj arnar hafa umfram minni byggðakjarna. Reykjavíkursvæðið hefur laðað að sér langmestu nýsköpun- ina í landinu en hráefnaframleiðsla heldur hins vegar áfram að vera lífæð landsbyggðarinnar. Atvinnuþróunarsvæði Byggðastofnun hefur skipt landinu upp í þrjú svokölluð atvinnu- þróunarsvæði, þar sem Reykjavík og nágrenni er undanskilið. Atvinnuþróunarsvæði I (5,13% landsmanna) nefnast þau svæði þar sem ástandið er verst. Byggða- stofnun leggur til að þar verði gripið til bráðaaðgerða og þar er mesta þörfin fyrir sértækar aðgerðir. Á atvinnuþróunarsvæði II (8,18% landsmanna) er ástandið nokkuð skárra þó að Byggða- stofnun leggi til að þar verði gripið til sértækra aðgerða ef ekki eigi illa að fara. Loks er atvinnuþróunar- svæði III (25,72% landsmanna) þar sem eingöngu er gert ráð fyrir almennum byggðaaðgerðum. Byggðarvandinn er vandamál sem er án nokkurs vafa erfitt viðureignar og það er því aðdáunarvert að menn reyni að sporna við versnandi ástandi með öllum tiltækum ráðum. Oft virðist þó niðurstaðan vera að millifærslu þurfi frá ríkinu til þess að snúa ástandinu við og er sú aðstoð oftar en ekki tilraun til „að gera eitthvað" frekar en hún sé byggt á einhverri vissu um árangur. Stað- reyndin er nefnilega sú að stjórnvalds- legar aðgerðir til þess að breyta byggðaþróun hafa nær undantekning- arlaust mistekist hvort sem er hér á landi eða erlendis. Þróunin er sú sama á íslandi og annars staðar, fólk flytur í auknum mæli í stóra kjarna. Á höfuðborgarsvæðinu eykst mannfjöldi meira en fólkfjöldi á öllu landinu. Á heimsvísu bæði fjölgar borgum og þær stækka; meðalstór borg var skilgreind sem borg með 250-500 þúsund íbúa árið 1970 en núna er miðað við milljón íbúa. Árið 1950 var meðalfjöldi íbúa í hundrað stærstu borgum heimsins um 2,1 milljón en í byrjun tíunda áratugarins var meðaltalið komið yfír fimm milljónir. Frumkvæðið andamálið við miðstýrða atvinnu- þróun er að atvinnugreinar verða sjaldnast til með stjórnvaldslegu hand- afli. Mikilvægustu þættirnir sem ráða þróuninni eru oft ekki í höndum stjóm- valda eins og kostnaður vinnuafls og geta, staðsetning og veðurfar, auðlindir o.s.frv. Reynslan hefur líka sýnt að miðstýring er afleit leið til að velja vænlegar atvinnugreinar. Atvinnugreinar verða miklu frekar til fyrir tilstilli tilviljanakenndra atburða og frumkvöðla sem plægja akurinn og sá fræjum sem mörgum árum síðar verða grunnur að nýrri atvinnugrein. Það sem gerist oft þegar vel heppnað fyrirtæki verður til er að þá verður svokallað yfirflæði þekkingar út úr því sem gerir það að verkum að stoðfyrirtæki og sam- keppnisfyrirtæki verða til og til verður markaður sem ýtir undir aukna framleiðni og nýsköpun. íslensk erfðagreining er skínandi dæmi um þetta, fjármagn og þekking hefur sprottið upp í kjölfarið á því að fyrirtækið var stofnað og bæði stoðfyrirtæki og sérhæfðir samkeppnisaðilar eins og Urður, Verðandi, Skuld hafa fengið byr undir báða vængi. Hvað sem verður um íslenska erfðagreiningu þá hefur fræinu verið sáð. Von í óvon s Isafjarðarbær, sem er á atvinnu- þróunarsvæði I, hefur unnið nokkra stefnumótunarvinnu til að reyna að snúa vörn í sökn. 1 sjálfu sér er sóknin ekki öflug en ágætt upphaf að langtíma- stefnu. Tvennt hefur komið í ljós í þeim rannsóknum sem hafa verið gerðar á verkefnum sem miða að atvinnu- uppbyggingu, annars vegar að þau skila miklu frekar árangri ef heimamenn eru f framvarðarsveit skipulags og aðgerða og hins vegarað þau eru miklu líklegri til að skila árangri ef aðgerðir miðast við að skapa aðstæður fyrir ákveðna atvinnugrein eða atvinnusköpun frekar en við einstök fyrirtæki. Hugmyndin á rætur sínar að rekja í fræði eins og „svæðahagfræði“ („regional economics") og „atvinnuklasa" („cluster theory“) og byggir m.a. á hugmyndinni um yfirflæði sem rætt var um hér að framan. Með þessar hugmyndir að leiðarljósi ættu byggðarlög að reyna sérhæfðar aðgerðir sem miða að því að búa svæði til sérstöðu. Fyrst og fremst hefur það með aukna þekkingu og upplýsingar að gera og að eyða rekstrarhindrunum fyrir stofnun og starfsemi fyrirtækja. Það er kjörið að beina aðgerðum að nýju og örtvaxandi atvinnusviði þar sem eftirspurn eftir þekkingu er meiri en framboðið og sem getur bæði vaxið á eigin forsendum og sem tenging við atvinnugreinar sem fyrir eru. Heimildir: Byggðir á íslandi. Aðgerðir í byggðamálum, útg. Byggðastofnun, Stefnumótun ísafjarðarbcejar ( atvinnumálum 1999-2003, útg. Atvinnuþróunarfélag Vestfjarða hf. og Iðntæknistofnun, World development report 1999/2000. Einhæft atvinnulíf á Tómas Kristinsson fjallar ^ ífyrrigreinsinniaftveimur i „blýfast“ eða „alfrjálsF I landsbyggðinni gerir það ) um Netbóluna og skoðar 2 umevrunaljallarÞorvaldur /| gengi gjaldmiðla og af 1 að verkum að fólk finnur þróunina í samhengi við Gylfason prófessor um <*T hverju þjóðir kjósa aðra ekki fótfestuna þar. aðrar þekktar verðbólur. valið á milli þess að hafa stefnuna umfram hina. 1

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.