Vísbending


Vísbending - 25.02.2000, Blaðsíða 3

Vísbending - 25.02.2000, Blaðsíða 3
V ISBENDING Er krónan vöm gegn verðbólgu? , Ásgeir Jónsson hagfræðingur Miklar verðhækkanir að undan- förnu hafa valdið áhyggjum um að efnahagsárangur síð- asta áratugs sé í hættu. Sumir vilja leggja þetta út sem rök fyrir því að taka upp evru í stað krónunnar, en aðrir orna sér við þá tilhugsun að verðbólgan væri mun hærri ef krónan væri ekki til staðar. Því til stuðnings hefur verið tekið dæmi af Irlandi þar sem verðbólga tók kipp á fyrsta ári evrunnar. Báðar skoðanir gætu haft við rök að styðjast, en erfitt er að segja til um hver verðbólga hefði orðið ef Island hefði orðið tólfta þjóðin til að taka upp evru. Það veltur m.a. á vaxta- næmi eftirspurnar, verðbólguvænting- um og áhrifum gengislækkunar evru á efnahagslífið. Hins vegar er það næstum aukaatriði. Ef ísland væri hluti af evrópsku myntsvæði skiptir skammtíma verðbólgumunur ekki miklu þar sem verðlag gæti aldrei reikað mjög langt frá því sem gerist í Evrópu og verðbólgu- væntingar myndu mótast af því. Aðalatriðið er að við nú verandi fyrir- komulag er hætta á því að verðbólgu- þrýstingur og viðskiptahalli leiði til kollsteypu, þ.e. gengislækkun, verð- bólguholskeflu og bankakreppu. Svo lengi sem krónan er við lýði mun íslenska hagkerfið ekki aðeins vera veikt fyrir verðbólgu heldur munu áhrif hennar vera mun verri en þyrfti að vera. Fram á veginn f litið er til sögu íslands frá seinna stríði er ljóst að landið hefur átt við krónískan verðóstöðugleika að stríða. Það hafa aðeins komið þrjú tímabil þar sem verðlag hefur verið nokkuð stöð- ugt; 1953-59, 1963-66 og nú síðast 1992-1998, en annars hefur verðbólga verið óásættanleg. Stór hluti af þessum óstöðugleika hefur verið framleiddur með gengisfellingum sem hafa yfirleitt komið í kjölfar þenslu hér innanlands. Hið sama gæti orðið uppi á teningnum nú þar sem mörg teikn eru á lofti um veikleika krónunnar, s.s. þrálátur viðskiptahalli og mikill vaxtamunur við útlönd. Aðild Island að myntsamstarfi Evrópu rnyndi hins vegar sjálfkrafa negla niður verð á þeim vörum sem er frjálst að flytja inn og einnig mætti búast við aukinni erlendri samkeppni í þjónustugreinum. Þó er ekki loku fyrir það skotið að launaskrið geti átt sér stað og verð á óskiptanlegum vörum (e. non-tradables) hækki meira en gerist erlendis, en verðbólgan gæti hvorki orðið langvinn né almenn. Verðbólgu- væntingar munu einnig verða negldar niður sem mun gera einkaneyslu mun stöðugri en verið hefur hingað til. Núverandi aðstæður Ahrif vaxta á hagsveiflur ráðast af vaxtanæmi eftirspurnar. Svo virðist sem eftirspurn heimila sé frernur ónærn fyrir vaxtahækkunum. Þjóðin er tiltölulega ung og því mikið af ungu fólki sem þarf lán til þess að fjárfesta og koma sér fyrir í lífinu. Þetta er því eftirspurn sem er lífshlaupstengd (e. Life cycle demand) og ónæm fyrir vöxtum. Vormenn Islands munu frekar velja að greiða hærri vexti heldur en dvelja eitt ár enn hj á foreldrum eða leigj a í kjallaraholu einhvers staðar. Þá virðist einnig ríkja mikil bjartsýni um framtíðartekjur samhliða nokkru ábyrgðarleysi í lántökum. Það er vandi um slíkt að spá hvort sú bjartsýnin sé réttmæt eður ei. Hins vegar er ljóst að lánaþenslan er að nokkru leyti verk stjómvalda sem hafa komið upp kerfi sem verðlaunar þá sem skulda. Það er gert bæði með sjóðum sem lána út á niðurgreiddum vöxtum, en einnig með niðurgreiðslu á vaxtagjöldum með sk. vaxtabótum. Með því hafa vextir í raun verið gerðir óvirkir sem stjórntæki. Þá skipta væntingar miklu. Hag- kerfið bregst ekki við nafnvöxtum í sjálfu sér heldur væntum raunvöxtum. Ef verð- bólguvæntingar eru miklar þarf skarpa hækkun nafnvaxta til þess að hækka vænta raunvexti. Margir Islendingar virðast nú búast við hárri verðbólgu, m.a. vegna þess að þeir muna lengur en 10 ár aftur í tímann, og þess vegna þarf miklar vaxtahækkanir til þess að hafa áhrif á eftirspurn. Því til viðbótar koma væntingar um hækkun eignaverðs. Þrátt fyrir háa vexti virðist það enn arðsamt að taka lán og kaupa fasteignir eða hlutabréf, því hækkanir á fasteigna- eða hlutabréfaverði hafa verið miklar. Ef lánaeftirspurn er óteygin skiptir framboðshliðin öllu máli. V axtahækkanir hérlendis hafa aukið vaxtamun við útlönd og arðsemi þess að taka lán erlendis og endurlána innanlands. Þess vegna læðist sá grunur að að vaxta- hækkanir hafi hingað til aukið lána- framboð og hvatt lánastofnanir til þess að teygja sig lengra með lánaáhættu. Þessi erlendu lán eru tekin í því trausti að gengið haldist stöðugt og eru því í þeim skilningi með ríkisábyrgð. Ef gengið gefur eftir af einhverjunt ástæð- um geta afleiðingarnar orðið nokkuð hörmulegar þar sem gengisfelling mun auka greiðslu- og skuldabyrði innlendra lánastofnanna og getur jafnvel leitt til bankakreppu. Hvað ef? f Island hefði tekið þátt í samruna- ferlinu sem fylgdi evrunni er ljóst að nafnvextir hefðu lækkað. En jafnframt hefðu verðbólguvæntingar minnkað vegna þess að fólk hefur meiri trú á evrópskum verðstöðugleika en íslensk- um. Þess vegna er erfitt að segja til um þróun væntra raunvaxta hérlendis. Einnig er ljóst að lægri verðbólguvænt- ingar hefðu valdið mun meiri tregðu hjá fyrirtækjum að hækka verðlag en nú hefur verið raunin, auk þess sem erlend samkeppni hefði aukist. Hins vegar hefði gengisfall evrunnar áfjármálamörkuðum orðið til þess hækka innflutningsverð, en þar sem margar af neysluvörum landsins koma frá evru- svæðinu og einhver staðkvæmd kæmi fram varðandi vörukaup utan evruland- anna yrðu verðbólguáhrifin ekki jafn mikil og við gengisfall krónunnar. Þá myndu útflutningstekjur aukast sem að öðru óbreyttu yki eftirspurn. En samt sem áður er ekki víst með heildar- útkomuna. Nú er fjármagnsflæði frjálst og breytingar á útflutningstekjum eru lítilvægar samanborið við fjármagns- strauma til og frá landinu. Það er jafnvel ekki fjarstæða að álíta að gengissig og hverfandi vaxtamunur við útlönd hefði orðið til þess að hægja á aukningu útlána og jafnvel draga úr verðbólguþrýstingi. Hvað um írland? erðbólga í Irlandi var um 3,3% á árinu 1999 sem er um 1-2% hærra en í Frakklandi eða Þýskalandi sem þýðir að samkeppnisstaða írlands hefur veikst. En hið sama hefði gerst ef Irar hefðu ráðist í vaxtahækkanir til þess að kæla hagkerfið sem mundu jafnframt hækka írska pundið á gjaldeyris- mörkuðum. En hér verður einnig að líta á málin í breiðara samhengi. írar hafa rétt risið úr fátækt og alþjóðleg fyrirtæki hafa fjárfest þar vegna þess að laun og verðlag er lægra en gerist á meginlandi Evrópu. Þrátt fyrir mikinn hagvöxt síðustu áratugi er verðlag í Irlandi enn um 10-20% lægra en gerist í norðlægari hluta ESB, m.v. jafnvirði kaupmáttar (e. purchasing power parity). Slíkt getur ekki haldist til langframa og er eðlilegt að velgengnin skili sér í meiri verðbólgu en gerist í ESB og það án þess að landið beri skaða af. Myntbandalagið hefur hraðað þessari þróun með því að gera (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.