Vísbending


Vísbending - 14.04.2000, Blaðsíða 1

Vísbending - 14.04.2000, Blaðsíða 1
ISBENDING 14. apríl 2000 15. tölublað V i k u rit um viðskipti og efnahagsmál 18. árgangur Endurskipulagning markaðarins Aprílmánuður hefur verið tækni- fyrirtækjum erfiður á bandaríska verðbréfamarkaðinum. Hin hömlulausa gleði sem hefur ríkt á þess- um mörkuðum virðist að kvöldi komin og komið er að skuldadögum. Nasdaq- vísitalan hefur tapað helmingnum af þeirri hækkun sem hún hafði náð frá byrjun árs 1999 og vísitala nýskráðra fyrirtækja rúmlega það (sjá mynd). Þetta er verðleiðrétting sem var óumflýjanleg. Enn meiri lækkun? jög skiptar skoðanir eru um hvernig markaðurinn muni hreyf- ast í framhaldi af þessu. Ein tilgátan er sú að eins konar endurskipulagning á markaðinum eigi sér stað þar sem fjárfest- ar leggi einungis fé í líklegri sigurvegara en áður og yfirgefa nýgræðingana þar sem meiri óvissa er um árangur. Net- fyrirtæki hafa t.d. hrapað í verði, I nternet- vísitala Dow Jones hefur lækkað um 40%, en markaðsleiðtogar tæknifyrir- tækja eins og Dell Computer, Cisco Systems og Intel hafa hækkað í verði á sama tíma. Efnahagsástandið er líka gott í Bandaríkjunum, mikill hagvöxtur, lítið atvinnuleysi, tiltölulega lítil verðbólga, mikið streymi fjármagns inn á hluta- bréfamarkaðinn og búist er við að afkomutölur fyrir 1. ársfjórðung verði almennt mjög góðar. Jafnframt er líklegt að forsetakostningar í Bandaríkjunum hafi þau áhrif að stjórnvöld reyni að halda markaðinum í jafnvægi. Önnur tilgáta segir að verð hluta- bréfa eigi eftir að lækka enn meira. Fyrir- tæki eru enn verulega ofmetin á markað- inum og sjaldnast þegar verðleiðrétting á sér stað stöðvast hún í raunvirði og þ.a.l. er líklegt að lækkunin haldi áfram og verð fari niður fyrir raunvirði. Margir fjárfestar eru mjög skuldsettir og þola illa lækkanir því að þá eru skuldir þeirra innkallaðar og þeir neyðast til að selja bréf sín á óhagstæðum tíma. Mikið af innherjum mega nú á næstu vikum selja hluti sína í nýskráðum félögum og er líklegt að margir þeirra vilji innleysa eitthvað af þeirri ávöxtun sem þeirþegar hafa náð. Loks er Ifklegt að mörg Net- fyrirtæki muni eiga í verulegum greiðslu- vandræðum áður en árið er úti. Allt þetta þrýstir verðinu niður jafnvel þó að engin geðshræring grípi um sig. Nýskráð fyrirtæki Igamla góða CAPM-líkaninu þá sam- svarar hár áhættustuðull (beta) þeirri lækkun sem getur orðið á hlutabréfa- verði þegar markaðurinn sveiflast fyrir- tækjum í óhag. Mesta áhættan er fólgin í nýskráðum fyrirtækjum, sérstaklega þeim sem hafa orðið til úr nær engu og komist inn á hlutabréfamarkað á mettíma. Á meðfylgjandi mynd má sjá hvernig vísitala nýskráðra fyrirtækja hrapar mun hraðar en Nasdaq-vísitala tæknifyrir- tækja. Rúmlega 32% þeirra 272 netfyrir- tækja sem skráð voru á markað á síðasta ári seljast undir því gengi sem þau voru upphaflega boðin upp á. Líklegt er að þessi tala eigi eftir að hækka verulega á næstu vikum. Frumkvöðlar eiga ekki j afngreiða leið að áhættufjármagni og áður þar sem leikurinn gekk fyrst og fremst út á að búa til eitthvað sem hægt væri að setja á markað og margfalda fjárfestinguna þar. Ef markaðurinn tekur hins vegar ekki nýjum fyrirtækjum jafnopnum örmum og áður eykst áhætta áhættu- fjárfesta og þeir eru líklegir til þess að hugsa sig tvisvar um áður en þeir fjárfesta. Þetta kemur sérstaklega illa niður á þeim fyrirtækjum sem hafa treyst á það að fjárfestar muni íleyta þeim langt inn í framtíðina og gefa þeim markaðs- stöðu þar sem þau geta aflað tekna og hugsanlega skilað hagnaði. Skapandi eyðilegging Stjórnunargúrúinn Peter Drucker hefur bent á að í fyrstu skrefum nýrrar atvinnugreinar eru það frumkvöðlarnir sem ráða lögum og lofum, menn með tækniþekkingu sem er öllum öðrum ókunnug. Það sem gerist hins vegar þegar atvinnugrein hefur náð ákveðnum þroska er að menn uppgötva að það verður að fara reka fyrirtæki eftir hefð- bundnum viðskiptalögmálum ef þau eiga að geta lifað og dafnað. Viðskipta- menn taka við af tæknimönnum. Hag- fræðingurinn Joseph Shumpeter kallaði það „skapandi eyðileggingu" þegar markaðsöflin hreinsa til innan atvinnu- greinar og úthýsa þeim sem ekki hafa nægilega getu og kunnáttu til að standa brotsjói af sér. Slík endurskipulagning mun gera markaðinn betri og skilvirkari. Vísitala nýskráðra fyrirtœkja (Bipo), tœknifyrirtœkja (Nasdaq) og hefðbundinna fyrirtœkja (DJIA) (apríl 1999 = 0) ^ Nasdaq-vísitalan hefur ^ Þorvaldur Gylfason, próf- ^ Þórður Friðjónsson, for- a hagræðingu er hægt að ná I lækkað mikið í aprflmán- ) essor, fjallar um peninga- 2 stjóri Þjóðhagsstofnunar, /| með því að markaðsvæða í X uði sem hefur slæm áhrif magn og áhrifa þess á fjallar um markaðsumbæt- "T orkugeiranum. á nýskáningu fyrirtækja. verðbólgu. ur í orkumálum. Verulegri I

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.