Vísbending


Vísbending - 02.06.2000, Blaðsíða 3

Vísbending - 02.06.2000, Blaðsíða 3
ISBENDING Framleiðni og lánsfé r «e Þorvaldur Ciy.ll'ason prólessor - -- Mynd 1. Skuldir útvegsfyrirtœkja 1980-1999 (inilljarðar króna á verðlagi 1999) 180 160- Skuldir íslendinga hafa aukizt hröðum skrefum síðustu ár, einkumskuldirheimilanna. Skuldir heimilanna við lánakerfið námu um 513 milljörðum króna í árslok 1999, eða um 140% af ráðstöfunartekjum heimilanna. Þetta gerir um IVi milljón króna á hverja fjögurra manna fjölskyldu í landinu. Raunvextir af þessum skuldum eru taldir nema um 25 milljörðum króna á ári eða um 30.000 krónum á mánuði á hverja fjölskyldu að jafnaði. Sum heimili bera þyngri vaxtabyrði en þetta, önnur léttari. Ymislegt bendir til þess, að eignir heimilanna hafi ekki aukizt til jafns við skuldir að undanfömu, svo sem vænta má, þegar lánsfé er notað til að greiða fyrir neyzlu. Skuldir ríkisins Skuldir ríkis og byggða hafa á hinn bóginn lækkað síðan 1995 vegna aukins aðhalds í fjármálum ríkisins og aukinnar skattheimtu af hækkandi tekjum í góðæri. Húsnæðiskerfið og opinber fyrirtæki eins og t.a.m. Lands- virkjun halda þó áfram að safna skuld- um. í árslok 1999 námu heildarskuldir hins opinbera, þ.e. ríkis og sveitarfélaga, 4 milljónum króna á hverja fjölskyldu í landinu, eða milljón á mann. Heildar- skuldir hins opinbera náðu hámarki árið 1995 og námu þá 59% af lands- framleiðslu, en komust niður í 43% af landsframleiðslu í árslok 1999 og stefna í 37% í árslok 2000 skv. spá Þjóðhags- stofnunar. Þetta eru umskipti frá fyrri tíð. Til samanburðar náðu heildarskuldir hins opinbera í Danmörku hámarki árið 1993 og námu þá 79% af landsfram- leiðslu, en lækkuðu síðan niður í 58% í árslok 1999. írar hafa gengið enn lengra: þeim tókst að grynnka á heildarskuldum hins opinbera úr 118% af landsfram- leiðslu árið 1987 niður í 53% í fyrra. Hversu góð tíðindi eru það, að skuldir ríkisins skuli hafa minnkað um þriðjung? — ef spá Þjóðhagsstofnunar rætist. Harla góð, að minnsta kosti að því leyti, að hallarekstur ríkisins er úr sögunni í bili og kyndir því ekki lengur undir verðbólgu. Það er gott. Hitt væri enn betra, ef aukinn agi í ríkisfjármálum héldist í hendur við sómasamlega þjón- ustu ríkisins við þegnana, en því er þó ekki að heilsa, eins og viðvarandi fjár- skortur í menntakerfmu og heilbrigðis- kerfinu vitnar um. Þessi vandi leysist 140 120 100 80 60- 40 20 n s OOOOOOOOOOOnOnOnOsOnOnOnOnOnOn OnOnOnO\OnOsOnOnOnOnOnOnOnOnOn varla, fyrr en veiðigjaldsmálið er komið í höfn, sé vel á málum haldið. Gott jafnvægi í fjármálum ríkisins — afgangur í uppsveiílu, halli í illu árferði — er góðra gjalda vert, en það er samt ekki einhlíturmælikvarði áríkisfjármálin. Nei, stjóm ríkisfjármálanna er því aðeins í góðu hoifi, að (a) þjónusta ríkisins við þegnana sé viðunandi, (b) tekjuöflun ríkisins sé hagkvæm og (c) endar nái saman. Allt þrennt þarf. Skuldir útvegsfyrirtækj a Skuldir útvegsins eru kapítuli út af fyrir sig. Mynd 1 sýnir skuldir útvegsfyrirtækja í milljörðum króna frá 1980 til 1999 (á verðlagi ársins 1999). Skuldirnar námu um 170 milljörðum króna í árslok 1999 skv. nýáætluðum tölum frá Seðlabanka íslands og Þjóð- hagsstofnun og hafa aldrei verið meiri. Þetta gerir 12,5 milljónir króna á hvem vinnandi mann í sjávarútvegi. Raun- vextir af þessum skuldum námu um 8 milljörðum króna í fyrra. Takið eftir því, að skuldirnar hafa aukizt um 63% að raunvirði síðan 1995 eða um 13% á ári að jafnaði. Kvótakerfinu var ætlað að stuðla að hagræðingu og þá væntan- lega einnig að endurgreiðslu skulda, en það hefur leitt til þveröfugrar niður- stöðu, skuldasöfnunar — og að vísu einnig til eignamyndunar á móti að einhverju leyti (meira um það á eftir), en fiskveiðistjórnunarkerfinu var ekki ætlað að greiða fyrir áframhaldandi fjár- festingu í útvegi. Alagning veiðigjalds í tæka tíð — með því að fara gjald- heimtuleiðina, uppboðsleiðina eða af- hendingarleiðina eða einhverja blöndu af öllum þrem—hefði leitt til miklu meiri og skjótari hagræðingar en átt hefur sér stað og hefði dregið úr skuldum útvegs- ins í stað þess að auka þær. Skuldir útvegsfyrirtækja ættu að réttu lagi ekki að vera þjóðhagslegt viðfangs- og áhyggjuefni. Reynslan sýnir samt, að útvegurinn stendur ekki á eigin fótum og hefur nær aldrei gert vegna beinna og óbeinna ríkisafskipta. (Framhald á síðu 4) Mynd 2. Aflamagn, eignir og skuldir útvegsfyrirtœkja 1980-1999 (1980 = 100) ----Vísitala skulda sjávarútvegsfyrirtækja á föstu verði —Vísitala eigna sjávarútvegsfyrirtækja á föstu verði Vísitala aflamagns á föstu innanlandsverði 50 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.