Vísbending


Vísbending - 09.06.2000, Blaðsíða 3

Vísbending - 09.06.2000, Blaðsíða 3
ISBENDING Erlendar skuldir: Afram hærra Þorvaldur Gylfason prófessor Erlendar skuldir þjóðarbúsins í heild jukust mjög árið 1998 og aftur 1999 vegna mikils halla á viðskiptum við útlönd. Skuldimar náðu sögulegu hámarki (66% af landsfram- leiðslu) í lok árs 1999 skv. nýjum tölum frá Seðlabankanum. Hið opinbera (ríki og sveitarfélög) hefur tekið fjórðung þessara lána, innlánsstofnanir og aðrar lánastofnanir hafa tekið helminginn, og atvinnufyrirtæki fjórðunginn, sem eftir er. Skuldirnar munu halda áfram að hrannast upp á þessu ári, því að við- skiptahallinn verður áfram mikill: því er nú spáð í Þjóðhagsstofnun, að hallinn verði um 7% af landsframleiðslu árið 2000, þriðja árið í röð. f árslok 2000 verður skuldahlutfallið væntanlega komið upp undir eða jafnvel upp fyrir 70%. Og það stefnir miklu hærra, því að Þjóðhags- stofnun spáir því nú, að viðskiptahallinn muni nema um 8% af landsframleiðslu að jafnaði 2001-2004. Þetta hefur ekki gerzt áður. Hvað með það? Myndin lýsir þróun erlendra lang- tímaskulda í hlutfalli við lands- framleiðslu frá 1980 til 2004 miðað við spá, eða réttar sagt framreikning, Þjóð- hagsstofnunar um viðskiptahalla og hagvöxt og óbreytt gengi. Ef spáin gengur eftir, þá fer skuldahlutfallið að nálgast 90% árið 2004, svo að greiðslu- byrði erlendra langtímalána mun þá væntanlega leika á bilinu milli fjórðungs og þriðjungs, ef reynsla fyrri ára er höfð til marks. Með öðmm orðum: við þurfum þá að nota þriðju eða fjórðu hverja krónu af útflutningstekjum okkar í vexti og afborganir af erlendum lánum. En hvað gerir það til? — kann nú einhver að spyrja. Hverju skiptir það mig, þótt nágranni minn safni skuldum? Vandinn hér er þessi: nágranni þinn getur velt skuldabyrðinni að nokkru leyti yfir á þig, einkum og sér í lagi úr því að bankakerfið er enn að miklu leyti í hönd- um ríkisins og þarf ekki að sæta verulegri samkeppni erlendis frá. Bankarnir taka lán erlendis fyrir hönd viðskiptavina sinna og þurfa að standa í skilum við erlenda lánardrottna. Þegar skuldabyrð- in þyngist út á við, þá reyna þeir að jafna metiri með því að bjóða innlendum viðskiptavinum sínum lakari vaxtakjör en ella, einnig þeim, sem bera enga ábyrgð á skuldasöfnuninni erlendis. Og ef bankarnir komast í kröggur vegna fyrirhyggjuleysis og óhófs í útlánum, þá mun ríkið næstum örugglega velta kostnaðinum yfir á skattgreiðendur. Kjarni málsins er sá, að raunveruleg ábyrgð ríkisins nær langt umfram lán- tökur ríkisins sjálfs. Úti í Evrópu myndu miklar skuldir við útlönd að vísu ekki valda sambærilegum vanda, ekki lengur, því að þar ríkir nú alþjóðleg samkeppni á fjármálamarkaði. Þar skiptir skulda- byrðin, sem er að vísu óvera víðast hvar, því mun minna máli en hér. Þegar svipuð staða kom upp hér heima fyrir nokkrum árum og erlendar skuldir stefndu á 70% af landsfram- leiðslu, þá gripu menn til þess ráðs að ganga á gjaldeyrisforðann til að endur- greiða erlendar skuldir. En nú er ekki Erlend lanetímalán sem hlutfall af landsframleiðslu 1980-2004 (%) 90 80- 70- 60- ■ 50 40 30- 20- 10. ■iiiimiiiii n 11111111 ii 111 1111111 ii ii 1111 ' 11111111111111 Spáfyrir2001-2004skv.framreikningiÞjóðhagsstofnunar hægt að leika þann leik á ný, því að gjaldeyrisforðinn er í sögulegu lágmarki miðað við innflutning og dugir aðeins fyrir innflutningi á vörum og þjónustu í sex vikur, sem er langt fyrir neðan venjuleg öryggis- og viðmiðunarmörk. Ef gengi krónunnar fellur af völdum viðskiptahallans og veikrar gjaldeyris- stöðu, svo sem virðist æ líklegra með hverjum mánuðinum sem líður, þá myndi skuldahlutfallið hækka og skuldabyrðin þyngjast enn frekar í bráð og þjóðar- tekjurnar mynduþá lækka í einni svipan í dollurum talið. Island myndi þá flytjast sem því nemur niður eftir listanum yfir ríkustu lönd heims miðað við lands- framleiðslu á vinnustund (sjá grein mína hér í Vísbendingu 7. maí 1999). Fari svo, mun gengisfall krónunnar á hinn bóginn verða til þess, að skuldabyrðin léttist aftur smám saman að öðru jöfnu, því að lægra gengi er lyftistöng undir ýmiss konar útflutning til langs tíma litið og dregur auk þess úr innflutningi. Útlán, arður og sjálfstæði Það hefði verið hyggilegra að nota uppsveifluna í efnahagslífinu síð- ustu ár til að grynnka á erlendum skuld- um þjóðarbúsins og standa straum af t.a.m. stóriðjuframkvæmdum með inn- lendu lánsfé frekar en erlendu. Til þess hefði þurft styrkari hendur við stjórn peningamála og næmara tímaskyn: það hefði þurft að halda aftur af útlána- þenslunni í tækan tíma, ekki aðeins með ströngum aðhaldsaðgerðum, heldur einnig með skipulagsbreytingum, þ.e. einkavæðingu og aukinni erlendri sam- keppni á fjármagnsmarkaði. Hvort tveggja brást. Ríkið ber ábyrgðina, þegar útlánaþensla ríkisbankakerfis fer úr böndunum, ekki sízt í landi, þar sem Seðlabankinn heyrir undir sjálft for- sætisráðuneytið. Þar að auki hefði álagning veiðigjalds í tæka tíð, t.d. með uppboði aflaheimilda á opnum markaði, hamlað gegn þenslunni. Nú ríður auk þess mjög á því sem fyrr, að fjárfestingin, sem verið er að nota lánsfé til að fjármagna, beri myndar- legan arð, því að ella mun aukin skulda- byrði íþyngja þjóðinni verulega, þegar frá líður. Útreikningar hæfra hagfræð- inga utan stjórnkerfisins virðast þó benda til þess, að umtalsverður vafi leiki á hagkvæmni fyrirhugaðra virkjunar- framkvæmda í Austurlandskjördæmi, enda þótt engar bætur komi fyrir um- hverfisspjöll. Það er nauðsynlegt, að þær framkvæmdir og aðrar svipaðar séu ekki aðeins látnar sæta umhverfismati, heldur einnig arðsemismati fyrir opnum (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.