Vísbending


Vísbending - 16.06.2000, Blaðsíða 1

Vísbending - 16.06.2000, Blaðsíða 1
V Viku ISBENDING rit um viðskipti o g efnahagsmál 16. júní 2000 24. tölublað 18. árgangur Evran - ónýtur gj ald miðil 1? Þann 8. júní síðastliðinn hækkaði evrópski seðlabankinn vexti um hálft prósentustig, tvöfalt meira en gert hafði verið ráð fyrir. í kjölfarið hækkaði evran gagnvart Bandaríkjadol- lara en evran hefur verið að styrkjast að undanförnu og eru flestir gjaldeyris- sérfræðingar á því að hún hafi náð botninum í síðasta mánuði. Þeir bjart- sýnustu gætu verið að vitna í diskó- slagarann „The only way is up“ því að þeir spá því að evran hækki ört það sem eftir lifir árs. Misheppnuð tilraun? Aður en evran var sett á markað voru væntingar til hennar miklar og talað um raunverulegan valkost andspænis Bandaríkjadollar. Sú varð hins vegar ekki raunin heldur seig gengi evrunnar Verðmœti samruna í Evrópu frá 1994 til 1999 (í milljörðum $) 1994 1995 1996 1997 1998 1999 Verðmœti einkavœðingar í nokkr- um Evrópulöndum frá 1992-98 ítalfa WBBHBBStBBBHBSk 1 Frakkland L ■ 1 Spánn Bretland HHHH Þýskaland Holland MHI ;í ( 20 40 60 80 í milljörðum Bandaríkjadala niður í nær fimmtán mánuði samfleytt þar til það náði botninum nú í maí, 0,8845 gagnvart Bandaríkjadollar. Flestum kom hin stöðuga lækkun mikið á óvart og menn eins og ungverski risafjárfestirinn Soros töpuðu stórfé og sitja eftir með sárt ennið. Það er einkum tvennt sem hefur gert þetta að verkum, annars vegar mikill uppgangur í Bandaríkjunum og hins vegar takmarkaður pólitískur einhugur í Evrópu. Meiri og langlífari uppgangur í Bandaríkjunum hefur gert að verkum að fjármagn hefur eftir sem áður streymt inn á bandaríska markaðinn. Blaðran sem missti loftið einungis að litlu leyti í aprílmánuði, þegar tæknifyrirtæki og nýskráð fyrirtæki misstu ljómann, hefur sogað til sín fjármagn sem annars ætti að hafa farið inn á Evrópumarkaðinn. Útflæði fjárfestinga nam um 147,2 milljörðum evra árið 1999 sem sýnir að aðrirmarkaðir,aðallegaBandaríkjamark- aður, voru fýsilegri fjárfestingarkostur en evrusvæðið á síðasta ári. Hina aðalástæðuna fyrir lækkun evrunnar má rekja til þess að pólitíkusum hefur gengið illa að senda markaðnum afdrátt- arlaus skilaboð um þær umbætur sem eru og munu eiga sér stað í Evrópu. Á hinn bóginn hafa þeir gefið misvísandi skilaboð, talað um umbætur en staðið svo í vegi fyrir þeim í skjóli þjóðarhags- muna, til dæmis stöðvað samruna á þeirn forsendum að yfirtökufyrirtæki væri erlent, jafnvel þótt bæði það og fyrir- tækið sem var yfirtekið væru í Evrópu- sambandinu. Einnig hafa ríkisstjórnir verið fljótar að kasta út björgunar- hringnum þegar vinnuaflsfrek fyrirtæki hafa orðið fyrir skakkaföllum en það tefur einnig fyrir því að markaðsöflin fái notið sín. Skattalækkanir, umbætur á vinnumarkaði og fækkun heftandi reglna um viðskipti eru þrjú mikilvæg- ustu verkefnin sem evrulönd standa frammi fyrir en þau hafa einungis verið unnin með hálfum hug enn sem komið er. Flest evrulöndin eiga því enn þó nokkuð eftir. Þegar evran var fyrst kynnt sögðu margir andstæðingar hennar að tilraunin væri stærsta veðmál sem sögur færu af. í fyrstu virðist veðmálið hafa tapast þar sem evran hefur lækkað úrl,17gagnvart Bandaríkjadollar, eins og hún var í byrjun árs 1999, niður fyrir einn dollar, sem fáir eða nokkur trúði að mundi gerast. Engu að síður er hvorki hægt að segja að veðmálið hafi tapast né tilraunin misheppnast því að horfur á evrusvæð- inu verða stöðugt bjartari. Viðskipti í Evrópu Ibyrjun þessa árs var flæði fjárfestinga inn á evrusvæðið samfleytt í tvo mánuði, í fyrsta sinn síðan 1997. Bjart- sýni hefur aukist mikið í Evrópu að undanförnu og fjárfestar eru greinilega að styrkjast í þeirri trú að skynsamlegt sé að fjárfesta í álfunni. Þó að veik staða evrunnar hafi valdið mönnum áhyggj- um, sérstaklega vegna þess að vænting- ar til hennar voru allt of miklar, hefur hún gert evrópskum fyrirtækjum ákveð- inn greiða þar eð vöruframboð fyrirtækja á evrusvæðinu hefur um leið verið ódýrara en vöruframboð erlendra fyrirtækja. Lágt gengi evrunnar hefur þannig gefið fyrirtækjum einstakra landa evrusvæðisins betri möguleika en ella á að ná fótfestu innan evrusvæðisins og á öðrum markaðssvæðum. Lág gengis- skráning getur þó sjaldnast gengið nema til skamms tíma þar sem kostnaðarsamari innflutningur er verðbólguhvetjandi, sérstaklega þegar olíuverð er í kringum þrjátíu Bandaríkjadollara á fatið. Umbætur í fyrirtækjarekstri í Evrópu eru miklar þrátt fyrir að erfiðlega gangi að komast úr spennitreyju gamalla hug- sjóna. Fylgi við markaðshugsjónina er þó stígandi, jafnvel afturhaldssinnar í Frakklandi hafa skilið mikilvægi þess að einkavæða ríkisfyrirtæki, þó að Lionel Jospin kalli það að „opna fyrir fjármagn" en ekki einkavæðingu. Það er ekki einungis að einkavæð- ingu hafi vaxið fiskur um hrygg heldur hefur mikið fjör verið í einkageiranum. Á síðasta ári nálgaðist verðmæti sam- runa í Evrópu 1.500 milljarða Banda- ríkjadala sem er meira en í Bandaríkjun- um miðað við heildarverðmæti fyrirtækja Framhald á síðu 4) 1 Þó að evran hafi ekki verið sterk síðan hún var fyrst kynnt hefur hún verið Evrópu mikilvæg. 2Sveinn Ólafsson fjallar um upplýsingabyltinguna, byggðaþróun og nærsýni. tækni- 3 Ásgeir Jónsson hagfræð- ingur fjallar um seðlabanka og aukna upplýsinga- skyldu þeirra í kjölfar 4 notkunar verðbólgumark- miða. Þá er mikilvægt að seðlabankar hafi sjálfstæði gagnvart stjórnvöldum.

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.