Vísbending


Vísbending - 30.06.2000, Blaðsíða 3

Vísbending - 30.06.2000, Blaðsíða 3
ISBENDING Áhættuþættir í sjávarútvegi Æ.i ' Guðmundur Magnússon prófessor Grein þessi er úr námskeiðinu Áhœttustjómun ( viðskipta- og hagfræðideild Háskóla íslands hjá Guðmundi Magnússyni. Höfundar eru Amar Þór Snorrason, Einar Þór Harðarson, Geir Gíslason og Hrefna Hrólfsdóttir. / hættuþættir íslenskra sjávar- útvegsfyrirtækja eru að mörgu leyti svipaðir. Ágætt yfirlit yfir þessa áhættuþætti er að fínna í Útboðs- og skráningarlýsingu vegna nýs hluta- fjárútboðs SÍF hf. frá því íjúlí 1999. Það er gagnlegt að rekja hvaða áhættuþættir koma þar fram og fjalla sérstaklega um nokkra þeirra. I meðfylgjandi upptalningu sést að Markaðsáhœtta • Samkeppni, markaðshlutdeild, vöruúrval • Fiskverð, verð annarra matvæla, eftirspum • Neyslubreytingar, þróunarstarf • Vægi hvers markaðar og áhættudreifing með nýjum mörkuðum • Stærð kaupenda • Vömmerki Hráefnisframboð • Astand flskistofna • Hegðunarmynstur fiskistofna m.t.t. landhelgi • Veiðiheimildir • Aflabrögð • Samkeppni vinnslugreina um hráefni • íslenskt og erlent hráefni sem hefur aukist. Fjárfestingaráhœtta • Efnahagsumhverfi • Innri þættir fyrirtækis sem íjárfest er í • Markaðir sem fyrirtækið starfar á • Markmið með fjárfestingum er "að takmarka vægi hverrar rekstrareiningar og hvers efna- hagssvæðis." Vægi efnahagsástands á íslandi fer því minnkandi Gengisáhœtta • Gjaldeyrisskipting rekstrartekna og -gjalda • Gjaldeyrisskipting eigna og skulda • Gengisbreytingar hafa áhrif á samkeppnisstöðu vinnsluaðferða um hráefni • Gengisbreytingar hafa áhrif á verð afurða og samkeppnisstöðu Stjórnmála- og lagaáhœtta • Stjómkerfí fiskveiða hefur áhrif á stöðugleika og hagkvæmni framleiðenda og sölufyrirtækja • Ef Norðmenn ganga í Evrópusambandið en ísland stendur fyrir utan, þá styrkist sam- keppnisaðstaða Norðmanna vemlega í tegundum sem bera tolla • Þróun stjómkerfis og stöðugleiki stjómmála- og efnahagsástands í markaðslöndum. Mesta áhættan er í þeim löndum þar sem vaxtarmarkaðir em • Breytingar á samkeppnislöggjöf Stjórnunaráhœtta • Stjómun, skipulag og þekking innan fyrirtækisins • Tengsl móður- og dótturfélaga Umhverfisáhœtta • Hreinleiki hafsvæðis kringum landið • Mengunarslys í nálægum höfum myndi ógna gæða- ímynd sjávarafurða frá íslandi • Áhrif umhverfissamtaka Áhœtta tengd upplýsingatœkni • 2000, afrit, samhæfmg upplýsingakerfa í útboðslýsingunni er gerð góð grein fyrir áhættuþáttum SIF. Alltaf má þó benda á eitthvað sem vantar, þar má t.d. nefna afhendingaráhœttu. Verkföll fisk- verkafólks, sjómanna hjá útgerðarfélög- um eða á flutningaskipum hafa áhrif á reksturinn, auk þess sem fyrirtæki getur misst viðskiptavini ef umsamin afhend- ing gengur ekki eftir. I lýsingunni er ekki getið þeirrar óvissu sem útgerðarfyrirtæki standa frammi fyrir vegna sveiflna í olíuverði. Kjarasamningar sjómanna minnka þó áhættuna vegna þeirra því að samkvæmt hlutaskiptasamningum taka sjómenn þátt í olfukostnaði. Markaðsáhætta eimsmarkaðsverð á sjávarafurðum er mjög sveiflukennt. Áhrifaþættir eru samkeppni, aflabrestir, verð stað- gengilsvöru, breyting á neysluvenjum og fleira. Til að standast samkeppnina er mikilvægt að tryggja markaðshlut- deild, þekkt og góð vörumerki, tryggð viðskiptavina, auk þess að dreifa áhætt- unni með breiðu vöruúrvali og treysta ekki um of á einstaka markaði. Það skiptir miklu máli fy rir I slendinga að kynna vöru sína undir þekktum vöru- merkjum sem tryggja mikil gæði því að eðli munaðarvöru er að vera óháðari verðsveiflum. Ekki er allt unnið með þvf framleiða fyrir stórar erlendar vöru- keðjur því þær leita gjaman að ódýmstu staðgengilsvörunni fyrir sín vörumerki. U mh verfisáhætta iskistofnar í hafinu umhverfis Island eru mjög háðir umhverfisþáttum á borð við sjávarhita, -strauma og -æti. Miklar sveiflur hafa verið á mörgum stofnum sem íslenskur sjávarútvegur byggir afkomu sína á. Ekki eru það alltaf umhverfisþættir sem ráða þar um heldur geta sveiflurnar einnig stafað af ofveiði. Skemmst er að minnast norsk-íslensku sfldarinnar sem hvarf árið 1969 eins og dögg fyrir sólu. Árin 1983-84 voru loðnuveiðar stöðvaðar vegna hruns stofnsins. Á síðasta áratug nálgaðist þorskstofninn einnig hættuástand þegar ákveðið var að koma á kvótakerfi árið 1984 og á komandi fiskveiðiári eru horfur á verulegum samdrætti. Af þessari upptalningu, sem ekki er tæm- andi, er ljóst að íslensk útgerðarfyrir- tæki búa við töluverða áhættu í rekstri sínum hvað varðar ástand fiskistofna. Menn skiptast í tvær fylkingar varðandi ástæður þessara sveiflna. Annars vegar eru þeir sem telja að eingöngu líffræðilegir þættir hafi áhrif á stofnstærðir en sókn hafi þar lítil sem engin áhrif. Hins vegar eru þeir sem telja ofveiði vera meginskýringuna. Vísinda- menn eru sammála um að báðir þættir hafi áhrif á stofnstærðir. Við úthlutun á árlegum kvóta fer sjávarútvegsráðherra nánast að öllu leyti eftir ráðleggingum fiskifræðinga Hafrannsóknarstofnunar. Fj árfestingaráhætta Sú leið sem mörg íslensk sjávar- útvegsfyrirtæki hafa farið til að lágmarka sveiflur í afkomu er að dreifa aflahlutdeildum sínum á milli tegunda. Sem dæmi er hægt að líta til þeirra fyrirtækja sem eingöngu stunda rækju- veiðar, þeim hefur gengið mjög illa í aflasamdrætti tveggja síðustu ára. Einnig má líta til fyrirtækis eins og SR- mjöls sem byggir afkomu sína eingöngu á loðnu og sfld. Þann 10. nóvember sl. birti fyrirtækið afkomuviðvörun vegna lélegrar sumar- og haustvertíðar. Á árinu 1998 hafði fyrirtækið tekið á móti 144 þúsund tonnum en á sama tíma ári síðar voru þau aðeins 67 þúsund. Mörg fyrirtæki hafa einnig farið þá leið að fjárfesta í öðrum sjávarútvegsfyrirtækj- um og fyrirtækjum í tengdum greinum. Enn önnur hafa fjárfest erlendis og þannig minnkað vægi Islandsmiða og efnahagsástands á Islandi í afkomunni. Lántaka og gengisáhætta Erlendar skuldir íslenskra sjávar- útvegsfyrirtækjanemaum40 millj- örðum króna. Gengi gjaldmiðla skiptir þ ví stjórnendur þeirra miklu máli og ein- hvers konar stýring gjaldeyrisáhættu er nauðsynlegur þáttur í daglegum rekstri. Mörgfyrirtæki eru farin að reyna að stýra skuldum eftir tekjumyndun fyrirtækisins, þ.e. hafa skuldir í sömu mynt og tekjur. Það er gert til að minnka þá áhættu sem kann að skapast af opinni stöðu gjaldeyris og þar með að minnka áhrif gengisbreytinga á reksturinn. Fyrirtæki og einstaklingar hafa nýtt sér þann vaxtamun sem er á milli Islands og annarra landa. Vaxtarmunurinn getur verið hagstæður um allt að 4-5%, en á inóti kemur aukin gjaldeyrisáhætta því gengisþróun getur verið óhagstæð fyrir fyrirtækið. Þau fyrirtæki sem ekki hugsa mikið út í þessa tegund áhættu í rekstri sínurn taka sennilega einna mestu áhættuna. I dag er fremur auðvelt að verjast gjaldeyrisáhættu með aðstoð fjármála- afurða sem bjóðast hjá fjármálastofn- unum. Hægl er að kaupa eða selja gjald- eyri framvirkt, þ.e. ef t.d. vitað er af (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.