Vísbending


Vísbending - 21.07.2000, Blaðsíða 2

Vísbending - 21.07.2000, Blaðsíða 2
V ISBENDING Evran eftir 1 Vi ár og framtíðin Jorgen Ulff-Moller Nielsen viðskiptafræðingur .*?*' ____________________________ Myntbandalag 11 Evrópusam- bandslanda með evruna sem sameiginlega mynt hefur nú staðið í eitt og hálft ár. Stofnun þess þann I. janúar 1999 var óvenjulegur atburður. Það hefúr aldrei áður gerst að jafn efhahagslega mikilvægarþjóðir hafa verið án eigin gjaldmiðils. Stöðuuppgjör er þess vegna réttmætt. Ríkisstjóm Danmerkur tekur afstöðu um aðild landsins þann 28. september. Bæði í Svíþjóð og Bretlandi er fylgst vel með þar sem þessi lönd hafa heldur ekki tekið upp þriðja stig myntbandalagsins, þ.e. sameiginlega mynt. Þar sem nýir meðlimir í Evrópusambandinu (ES) eru í grundvallaratriðum skyldugir til að taka þátt í myntbandalaginu eru nýlegar umræður um hvort evran hafí skilað árangri mikilvægarfyrirþessi lönd. Sem mögulegt Evrópusambandsland er umræðan einnig mikilvæg fýrir Island. Kjami myntbandalagsins Kjarninn í evrópska efnahags- og myntbandalaginu (EMB) er að aðildarlönd taki upp sameiginlega mynt þar sem umfanginu er stýrt af evrópska seðlabankanum (ESB) sem með öðrum orðum ber ábyrgð á sameiginlegri stjóm peningamála. Aðalatriðið fýrir ESB er að halda verðbólgu í evrulöndunum undir 2%. Virði evrunnar ganvart öðmm gjaldmiðlum, þ.m.t. Bandaríkjadal, pundi, jeni o.fl., hefur fyrstu 18 mánuðina ráðist af frjálsum markaðsöflum. Fjár- málastefnu evmlandanna em sett takmörk vegna Maastricht-samkomu- lagsins sem lagði gmndvöllinn að myntbandalaginu. Þar var gerð sú krafa að ríkishalli væri undir 3% og að skuldir hins opinbera mættu ekki vera umfram 60% af vergri landsframleiðslu. Þessi krafa um fjármálastjórnun er enn ffemur gerð skýrari með samkomulaginu um vöxt og stöðugleika frá árinu 1997. Þar er þess krafist að evmlöndin skuli miða að því að halda ríkisútgjöldunum í jafnvægi eða skiia afgangi. Ef of mikill halli er á ríkisrekstrinum getur komið til refsiaðgeröa sem geta verið í formi sektargreiðslu ef hallinn er viðvarandi. Hvemig hefur gengið fýrstu 18 mánuðina? Það eru nokkrar leiðir til að varpa ljósi á það. Virði evmnnar á gjaldeyrismörkuðum hefur fengið mesta almenna athygli. (Mynd 1 sýnir gengi evm gagnvart Bandaríkjadal). Þar sem evran hafði tapað um 20% af virði sínu í lok júní árið 2000 er það nærtækt mörgum að álykta að evran hafi verið glappaskot. Þar sem virði gjald- miðils er raunvirði er hættulegt án frekari vitneskju að segja að fall evrunnar sé merki um veikleika í uppbyggingu hins sameiginlega myntsvæðis. Fall evrunn- ar má einnig rekja til kröftugs og lang- varandi hagvaxtarskeiðs sem banda- rískt efnahagslif hefur búið við frá árinu 1991 öfugt við evrulöndin þar sem vöxturinn hefur verið lítill. Seðlabanki Bandaríkjanna hefur stöðugt hækkað vexti og þó að evru-vextir hafl verið stígandi seinni hluta ársins 1999 þá hafa skammtímavextir í Bandaríkjunum verið um tveimur prósentustigum hærri en í evrulöndunum. Þess vegna hafa fjár- festingar í Bandaríkjadölum verið fýsi- legri en fjárfestingar í evrum. Mismun- urinn á efnahagssveiflum og vaxtabreyt- ingum milli Bandaríkjanna og evruland- anna getur þess vegna að miklu leyti útskýrt gjaldeyrisþróunina. Söguskoð- un sýnir einnig að það er náið samband á milli hagvaxtarmismunar Evrópusam- bandslanda og Bandaríkjanna og gjald- eyrisþróunar milli svæðanna. I þessu ljósi er lágt gengi evrunnar ekki óskiljanlegt. Á sama tíma hefur gengis- þróunin aukið bæði eftirspurn og framleiðslu í evrulöndunum. Þess vegna hefur samkeppnishæfni þessara landa í samanburði við Bandaríkin aukist. Gengi gjaldmiðla hefur því bæði haft hemil á bandarískum efnahag og ýtt við þeim evrópska. Á hinn bóginn er það náttúrlega ekki útilokað að óvissan í kringum lang- tímastöðugleika í efnahagskerfum evru- landanna, þar með talinn möguleiki ESB til að tryggja verðbólgu undir 2%, hefur einnig gert það að verkum að fjárfestar líta aðallega til bandarískra hluta- og skuldabréfa. Þegar litið er á innra virði evrunnar, þ.e.a.s. verðbólgustigið á evrusvæðinu, líta tölurnar vel út. Árið 1999 var verðbólga 1,1% á meðan á fyrri hluta ársins 2000 hefur hún farið yfir 2%. Til að hindra að verðbólga fari úr bönd- unum hefur ESB oftsinnis þurft að hækka skammtímavexti. Verðbólguþróunin er þó ekki ógnvekjandi þar sem hún getur skrifast á tímabundna ytri þætti eins og hækkun olíuverðs og sterkan Banda- ríkjadal. Kostir og gallar Hverjir eru svo kostirnir við að taka þátt í myntbandalagi eins og því evrópska? Svarið er stöðugur gjald- miðill þátttökulandanna og þar með öruggara og hagkvæmara viðskipta- og fjárfestingastreymi. Því meira sem við- skipta- og fjárfestingaflæðið er á milli landannaþví meiramáli skiptirþað. í því samhengi er myntbandalagið tilraun til þess að betrumbæta Evrópusambandið sem innri markað. Þátttaka í myntbanda- laginu er þó ekki trygging fyrir almennum gjaldeyrisstöðugleika í ölíum evrulönd- unum. Gengi evrunnar gagnvart öðrum gjaldmiðlum sveiflast eftir sem áður. Það er þess vegna ekki útilokað að gjaldeyris- viðskipti evrulands með mikil viðskipti við þriðja land geti að öllu jöfnu orðið óstöðugri en áður. Þetta gerist ef evran verður óstöðugri út á við en þýska mark- ið hefði verið ef það hefði áfram verið akkeri evrópskrar gengisskráningar. Það er í kringum kostnaðarliðina eða áhættuþættina við evruna sem ósam- komulagrís. Þátttakaí myntbandalaginu þýðir að þjóð verður að sleppa hendinni af ýmsum möguleikum til að stjórna efnahagskerfinu. Peningastefnu og gengisstefnu verður miðstýrt af ESB og fjármálastefnan verður eins og áður hefur verið nefnt undir nokkrum takmörkunum. Tap landa við að hafa ekki sjálfstæða efnahags- og stjómmála- stefnu byggist að miklu leyti á þeirri efnahags- og stjórnmálastefnu sem Mynd 1. Gengi evrunnar gagnvarí BandaríkjadaI frá 1. janúar 1999 til 1. júlí 2000 dalur/evra 2

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.