Vísbending


Vísbending - 11.08.2000, Blaðsíða 3

Vísbending - 11.08.2000, Blaðsíða 3
ISBENDING Evrópa mun rísa Ásgeir Jónsson hagfræðingur Margir hafa gagnrýnt Evrópu- sambandið fyrir fomeskju og fremur dapra alþjóðlega sýn. Gamlar pólitískar kreddur virðast lifa þar góðu lífi á kostnað efnahagslegrar skyn- semi og skattar og höft hafa skapað atvinnuleysi og slævt hagvöxt. Þessir pólitísku veikleikar endurspeglast m.a. í slæmu gengi evrunnar á fjármálamörk- uðum og almennri vantrú á efnahagslífi álfunnar. Hins vegar standa breytingar fyrir dyrum. Hagvöxtur er þegar farinn að glæðast en því er spáð að á næsta ári muni ESB vaxa hraðar en Bandaríkin í fyrsta skipti síðan árið 1991. Framtíðar- horfur em einnig bjartar. Evran hefur, þrátt fyrir byrjunarörðugleika, sett af stað keðjuverkandi atburðarás sem mun breyta og bæta efnahagslíf allra aðilda- landa. Enn fremur em mjög djúpir undir- straumar að verki beggja vegna Atlants- ála sem munu ýta ESB fram í heimsvið- skiptum á meðan Bandaríkin daðra við einangrunarhyggju. Hafi síðustu tíu ár verið áratugur Ameríku og áratugurinn þar á undan í eigu Japana er viðbúið að nú sé komið að áratug Evrópu. Umbætur í krafti evrunnar að er vel kunn staðreynd að evran hefur unnið bug á verðbólgu og óráðsíu í ríkisfj ármálum sem var vemlegt vandamál í suðurhluta ESB. En sam- eiginlegt myntsvæði gerir einnig kröfur um samkeppnishæfni og sveigjanleika sem ekkert aðildarlanda getur hundsað. Evran var aðaldriihrafturinn á bak við miklar skattalækkanir í Þýskalandi sem munu blása nýju lífi í efnahagslíf þar. En eftir að breytingarnar taka gildi verða tekjuskattar á einstaklinga og fýrirtæki með því lægsta sem gerist í álfunni, og reyndar lægri en í sjálfum Bandaríkjun- um. Þess vegna mun sá þrýstingur nú færast yfir á aðrar evmþjóðir að lækka skatta til samræmis. Þetta sýnir að efnahagsmál eru að hefjast upp yfír flokkadrætti og hugmyndafræði að víkja fyrir skynsemi. Jafnvel þótt stjómvöld tali til „vinstri“, t.d. eins og í Frakklandi, munu þau samt, bæði leynt og ljóst, vinna að markaðsumbótum til þess að skapa störf og bæta lífskjör. Ekki má heldur gleyma því að mjög miklar umbætur hafa þegar átt sér stað á eyjum og útnesjum innan sambandsins, svo sem á Bretlandi, írlandi, Hollandi eða í Danmörku. Og þessi lönd hafa þegar uppskorið mikinn hagvöxt sem einnig getur fallið landrisunum ámeginlandinu í skaut fylgi þeir sama fordæmi. Rótað í bakgarðinum Evran mun einnig þjappa Evrópu saman sem einni heild og auka vægi álfunnar í viðskiptum og stjórnmálum. Síðastliðinn maí var haldinn fundur Afríkuríkja í Kaíró og mánuði seinna komu indverskir ráðamenn til fundar í Portúgal. Eftil vill eiga margir af þessum tilburðum eitthvað skylt við pólitíska sviðsetningu þótt viðskipti og fjár- festingar ESB-ríkja á Indlandi séu t.d. mun meiri en Bandaríkjanna. En árangur ESB í bakgarði Bandaríkjanna talar þó sínu máli. Nú í vor var undirritaður fríverslunar- samningur á milli Mexíkó og ESB. A næsta ári mun verða samið við Chile um tollalækkanir. Enn fremur er áætlað að Mercosur (Argentína, Brasilía, Paragvæ og Urúgvæ) og ESB myndi fríverslunar- bandalag árið 2005. Þessir samningar eru staðfesting á staðreyndum. Viðskipti Evrópu við Mercosur-löndin eru t.d. mun meiri en Bandaríkjanna. Þetta er að vísu að hluta til Fríverslunar- bandalag N-Ameríku (NAFTA) að kenna, en Mexíkó er fjölmennt ríki (90 milljónir) ognálægð ogtollfrjáls aðgang- ur hefur orðið til þess að bandarísk fýrirtæki hafa hópast þangað en látið S- Ámeríku meira afskiptalausa. En einnig skipta menningartengsl mjög miklu. Fjölmargir Evrópubúar settust að í S- Ameríku um síðustu aldamót og mun meiri og gagnkvæmari skilningur ríkir þar á milli en við Bandaríkin. Risinn sefiir AFTA er ein aðalástæða þess að bandaríska hagkerfíð hefur getað vaxið svo lengi án verðbólgu en Mexíkó hefur verið uppspretta ódýrra vara og vinnuafls. Samt sem áður hefur þessi samningur vakið andúð almennings vegna þess að verksmiðjustörf hafa leitað suður yfir landamærin. í upphafi forsetatíðar sinnar lýsti Clinton því yfir að hann vildi láta víkka NAFTA út til landa í S-Ameríku en það hefur reynst ómögulegt vegna andstöðu hans eigin flokksmanna og persónulegs haturs repúblikana á þinginu. Andstaðan við frjálsa verslun hefur jafnvel gengið svo langt að Bandaríkjamenn hafa svikist um að framkvæma nokkur þau ákvæði sem samið var um í N AFTA, svo sem að leyfa mexíkóskum vörubílum að keyra yfir landamærin. Lokatilraun Clintons til þess að efla heimsviðskipti á fundi Alþjóðaviðskiptastofnunarinnar í Seattle nú í janúar endaði, sem kunnugt er, á fremur hrapalegan hátt. Það má búast við því að Bandaríkjamenn reyni að lífga upp á efnahagssamskiptin við S-Ameríku efframbjóðandi repúblikana, Georg W. Bush, verður næsti forseti landsins. En þrátt fýrir að repúblikanar séu alla jafna hlynntari frjálsri verslun en andstæðingar þeirra demókratar mun almenningsálit í Bandaríkjum setja við- skiptasamningum þröngar skorður. Hom í síðu ýsna mörg ríki hafa horn í síðu Bandaríkjanna sem hafa tekið að sér það hlutverk að vera heimslögregla. Þá gætir aukinnar tilhneigingar á Banda- ríkjaþingi til þess að nota viðskipta- samninga til pólitískra þvingana, svo sem vegna kjarnorkuvopna, hryðju- verka eða mannréttindabrota. Ef um- hverfissamtök og verkalýðsfélög fá sínu framgengt mun klásúlunum fjölga enn frekar. Það er einnig einkenni alþjóðastjórnmála að stórveldi skapa ávallt bandalög til mótvægis. Þess vegna er samningamönnum Evrópu tekið fagnandi í öðrum heimsálfum. En þótt forystumenn ESB séu stirfnir gagnvart sínum eigin nágrönnum sem viljakomast inn í Bandalagið þáeru þeir mjúkmálli þegar komið er í aðrar heimsálfur og vel sáttir við að sleppa umræðuefnum sem gestgjöfunum þykja óþægileg. Evrópusambandið er þó enn hallt undir verndarstefnu en landbún- aður nýtur t.d. nær algerrar viðskipta- verndar. Það sem skiptir þó mestu er að ESB stefnir í átt til meiri alþjóðahyggju sem er öfugt við það sem gerist vestan- hafs. Svo virðist sem löngunin til alþjóð- legra áhrifa og óskir um að ryðja brautir fýrir evrópsk fýrirtæki til annarra þjóða séu smám saman að breyta hugsunar- hætti innan ESB. Evran sem alþjóðamynt rátt fýrir gengisfall á fjármálamörk- uðum hefur mikið verið sóst eftir evrulánum. Það sést t.d. á því að á þessu ári hefur 48% af nýútgefnum skulda- bréfum til ríkisstjóma í þróunarlöndum verið í evrum en sambærilegt hlutfall var 39% árið á undan og 34% árið 1998. Ástæðan er að hluta til sú að nú eru vextir jafnir innan ESB. ítölsk ríkis- skuldabréf bera nú 5-6% ávöxtun í stað 12-14% sem var áður en evran kom til sögunnar. Fjárfestar sem vilja háa ávöxtun (með nokkurri áhættu) hafa því orðið að leita til annarra landa. Fyrirtæki, (Framhald á síðu 4) 3

x

Vísbending

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Vísbending
https://timarit.is/publication/281

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.